Tvífarar dagsins
Tvífarar dagsins eru þeir Peter Jackson leikstjóri (til vinstri) sem sést hér í sinni fystu mynd (að mig minnir) - tímamótamyndinni Bad Taste og hins vegar róttæki heimspekingurinn og menningarfræðingurinn Slavoj Zizek, en um hann hefur nú verið gerð heimildarmynd sem Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um í Lesbók Morgunblaðsins 19.ágúst, þar kemur m.a. fram að Zizek telur sig vera skrímsli og PJ ber sig vel sem eitt slíkt á myndinni hér að ofan. Zizek hefur meðal annars skrifað þessa skemmtilegu grein um 24: http://www.inthesetimes.com/site/main/article/2481/
3 Ummæli:
Hið nýtilkomna endurreisnartímabil síðunnar er ánægjuleg og fagnaðarerindi að því hvívetna uppáferðalagi sem hér eru á boðstólum!
ps. fékkstu sms-in?
Aahh! Já gleymdi því. Á engar bækur lengur frá 1.ári.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim