föstudagur, nóvember 04, 2005

Frétt af Gísla Marteini

Litlir typpalingar hafa ekki sett það í vana sinn að mismuna mönnum eftir limastærð og hafa því ákveðið að Gísli Marteinn fái líka sína frétt í dag. Gísli Marteinn sýnir mönnum hvers konar heimspekingur hann er og í hvaða þekktu vísindatímarit hann mun vitna og hvaða fræðimenn verða honum innan handar komist hann til valda er hann vitnar í bókina ,,Tinni og bláu appelsínurnar (sjá.http://www.gislimarteinn.is/modules/news/article.php?storyid=71)

Þetta gerir hann til þess að koma því að hvað hann er ungur og myndarlegur maður, en grípum niður í orð Gísla litla:

,,En þetta nefni ég nú bara vegna þess að rétt einsog bláar appelsínur, eru bláar rósir frekar sjaldgæfar. Ég varð hinsvegar svo frægur í dag að fara með mörg hundruð slíkar til eldri borgara Reykjavíkur. Tilefnið var ekkert sérstakt, mig langaði einfaldlega til að heimsækja félagsmiðstöðvar og aðra samkomustaði þeirra sem eldri eru í borginni."

Já, við tökum orð Gíslans okkar trúverðug enda ekkert annað en samsæristal að þetta komi kosningunum eitthvað við - því eins og við vitum er Gísli ekki heimskur og hann getur nú auk þess logið betur en ef svo væri. Það er því ekki við öðru að búast en að þessi slagur á milli Gísla og Vilhjálms verði heiðarlegur enda hefur hvorugur tekið þátt í að misnota fjölmiðla, smala atkvæðum né gefa pizzur, rósir eða annað slíkt sem gæti hugsanlega fengið misvitra einstaklinga í þessu samfélagi til að kjósa þá. Eða hvað? Eru þeir kannski báðir í slagtogi við varaformann Samfylkingarinnar?

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Augljóst þykir mér að Gísli leitar hér í smiðju varaformanns Samfylkingarinnar. Hver veit nema hér sé kominn vísir að viðleitni Sjálfstæðismanna til að leita í smiðju Samfylkingarinnar og jafnvel að leita eftir samstarfi þar á milli í framtíðinni og uppfylla þar með draum lítils Stifttyppalings.

04 nóvember, 2005 16:53  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er klárlega sammála fyrsta commentinu

05 nóvember, 2005 02:41  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim