miðvikudagur, október 21, 2009

Smá um enska og NBA

Enski boltinn: Nú er tæpur fjórðungur af mótinu búið og þetta er nokkuð skrýtið tímabil að mínu mati. Það að United sé á toppnum gefur afar skakka mynd af frammistöðu liðsins sem hefur í mörgum, jafnvel flestum leikjum verið slakt og heppnin oftar en ekki með því. Mögulega ýtir það stoðum undir kenningu sumra að deildin í ár vinnist á færri stigum en áður, en tölfræðilega á það ekki við í augnablikinu.
Chelsea eru líka að hiksta meira en ég bjóst við og þó að ég hallist ennþá að því að þeir taki deildina að þá er liðið búið að strá kornum efans að einhverju leyti í huga minn. Arsenal lúkka vel knattspyrnulega og eru á siglingu en hafa einungis tekið tvö alvöru próf í deildinni og fallið á þeim báðum (gegn Manchester liðunum).
City og Tottenham eru að gera það sem fáir bjuggust við, þ.e. að byrja vel - Tottenham byrjar yfirleitt illa og flestir gerðu ráð fyrir því að City myndi byrja hægt og koma sér inn í þetta í seinni hlutanum en góð byrjun gæti orðið lykillinn að því að annað þessara liða næði inn í topp fjögur.
Liverpool er í mesta veseninu þó að tímabundið kunni að vera, liðið verður nánast að vinna bæði United og Arsenal (plús Lyon í Meistaradeildinni) á næstu vikum til að tímabilið fari ekki í vaskinn löngu fyrir jól og þá yrðu dagar Rafa líklega taldir. Sigur hins vegar í þessum leikjum og smá heppni t.d. varðandi meiðsli lykilmanna gætu komið liðinu í fluggírinn og spilamennska annarra liða ætti að vera Liverpool hvatning til að sjá að toppliðin öll eiga eftir að missa fullt af stigum. 10+ stiga munur frá toppsætinu er hins vegar ávallt sálfræðilega mjög erfitt.

NBA/Lakers: Er búinn að sjá tvo síðustu leiki Lakers og styrkur liðsins er ógnvænlegur. Á sama tíma er einhver undirliggjandi órökstudd hræðsla við það að eins gæti farið fyrir þessu liði og þegar Payton og Malone komu og spiluðu með Kobe og Shaq. Við erum að tala um Fisher - Bryant - Gasol - Odom - Artest og Bynum sem lykilmenn og af leikjunum tveimur að dæma sem ég hef séð að þá virðist það hafa þroskað varamennina mjög að vera partur af meistaraliði því Shannon Brown, Famar og Powell hafa verið að skila góðri vinnu og skynsömum sóknarleik og Adam Morrison er að setja niður þær fallegustu þriggja stiga körfur sem ég hef séð í lengri tíma (háar og alveg hreinar a la Larry Bird).
Tvennt stendur þó upp úr: Bynum er að spila mun betur en eftir að hann kom til baka í fyrra og er jafnframt að verða meira en einungis stór þéttvaxinn körfuboltamaður. Hann er að búinn að sýna margar alvöru mjúkar miðherjahreyfingar í þeim leikjum sem ég hef séð og ef að hnéið heldur að þá gætum við verið að horfa á 20 stig +10 frákasta mann í vetur. Hinn maðurinn er Artest sem menn voru að tala um sem einhvern Rodman vegna fyrri skandala en virðist vera hinn allra rólegasti. Ariza var í miklu uppáhaldi hjá mér en þegar maður horfir á Artest inn á vellinum með ofangreindum leikmönnum að þá verður að segjast að Lakers liðið lítur mun fremur út fyrir að vera þungavigtar meistaralið en í fyrra með Ariza.

Stjórnmál: Djöfull eru þau leiðinlega fráhrindandi í augnablikinu.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Artest er enginn eiginlega enginn villingur lengur, hann var mjög rólegur í fyrra og hefur breyst mikið enda tók hann "ákvörðun" um að vera professional. Kannski eðlilegt þar sem hann er atvinnumaður. Samt alltaf stutt í ghetto-ið í svona köllum.

Annars endar þetta í Malone fílingnum held ég.

KD.

21 október, 2009 06:41  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Lakers sökka.

KD.

21 október, 2009 06:41  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ánægður með þetta seinna comment, svona til að halda í þau fyrirmæli sem gefin voru á facebook.

Það gildir svo hið sama og í fyrra, ef að Lakers liðið lendir ekki í meiðslum að þá getur Kobe einungis kennt sjálfum sér um ef að liðið verður ekki meistari... þvílíka liðið sem hann er með á bakvið sig.

21 október, 2009 07:03  
Blogger Haukur sagði...

Allir nema Lakers sökka.

21 október, 2009 11:12  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hvernig er það Bjarni Þór... núna er ManU búið að vinna þann enska 3ár í röð... spáðir þú þeim sigri í eitthvað af þessum skiptum?

ciao,
Ívar >:

21 október, 2009 15:00  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Hárrétt hjá Hagnaðnum.

Ívar: Mig rekur ekki minni til þess, en í ár eru alvarlegir vankantar á þessu liði

Kveðja Bjarni Þór.

21 október, 2009 16:18  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim