Við samningaborðið... einhver?
Tók eina góða rispu af Boston Legal yfir jólin, 10 fyrstu þættina í 3 seríu... yndislegt. Þeir sem ekki hafa séð Alan Shore og Denny Crane eiga svo mikið inni. Hver man t.d. ekki eftir þessu atriði?
En í beinu framhaldi af þessum 10 nýju þáttum datt mér í hug að leggja samning á borð fyrir mína ástkæru vini (því að ég býst við að það séu fáir aðrir sem lesi þessa síðu). Ég hef þegar gert samning við Viðar um að giftast honum (NB! Það þarf að skjalfesta) ef að við verðum báðir kvennmannslausir þegar við verðum 40 ára. Þá er kominn tími á að ganga skrefinu lengra og því segi ég: Hver er tilbúinn að gera þann samning að sá sem lifir hinn af verður að borða kjöt af hinum látna? Það má vera lærvöðvi, kálfi eða af handlegg... ég legg hins vegar ekki út í neitt sóðalegt!
En í beinu framhaldi af þessum 10 nýju þáttum datt mér í hug að leggja samning á borð fyrir mína ástkæru vini (því að ég býst við að það séu fáir aðrir sem lesi þessa síðu). Ég hef þegar gert samning við Viðar um að giftast honum (NB! Það þarf að skjalfesta) ef að við verðum báðir kvennmannslausir þegar við verðum 40 ára. Þá er kominn tími á að ganga skrefinu lengra og því segi ég: Hver er tilbúinn að gera þann samning að sá sem lifir hinn af verður að borða kjöt af hinum látna? Það má vera lærvöðvi, kálfi eða af handlegg... ég legg hins vegar ekki út í neitt sóðalegt!
6 Ummæli:
Gleðilegt ár Bjarni minn, eins og mér líkar vel við þig þá set ég smá spurningamerki við þetta át en ég er viss um að Andri er alltaf til í einhverja svona geðsýki;)
Jæja 4-0 og núna er Henry farinn úr frakkanum og skrúfan farin að snúast...
Annars er ég tilbúinn að vitundavotta þennan samning og sjá til þess að hann verði efndur, þ.e.a.s. ef þú lifir hinn aðilann ;)
Gott að fá vott, nú þarf bara samningsaðila, ég held að það komi tveir helst til greina. Annars vegar Viðar og hins vegar eins og Linda bendir á hér réttilega að ofan Andri Fannar. Ég bjóst nú við tilboðum frá þeim strax, eins hafði ég á tilfinningunni að Baldur myndi taka vel í þetta.
Arsenal að komast á skrið og til alls líklegir í framhaldinu. Þeir verða að fá annan reyndan miðjumann í sumar sem getur varist, þá verður þetta alvöru lið.
Sko, þannig er nú mál með vexti að þú varst mun álitlegri munnbiti þegar þú varst akfeitt svín. Nú hefur þú hins vegar grennst og minnir einna helst á Úkraínskan Auswitch fanga. M.ö.o. fyrirsjáanlega ekki jafn gómsæt kótiletta. Ég er að velta þessu fyrir mér, lokasvar er að vænta fyrir helgi.
Að vel íhuguðu máli hef ég ákveðið að hafna þessu tilboði, aðallega vegna þess að ég er hættur að borða rautt kjöt.
I am considering taking your offer.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim