Vonbrigði ársins
Ég verð að fá að segja það - þó að ég sé Real Madrid maður að þá hef ég unun af því að horfa á Barcelona. Einkum er gaman að fylgjst með liðinu spila í stórleikjum. Það er í rauninni sjaldan sem maður virkilega nýtur þess að sitja afslappaður og horfa á góða knattspyrnu. Í leikjum Man utd er ég spenntur og nýt þess því ekki eins vel, og Real vs Barca er auðvitað bara spenna. Það er því helst meistaradeildin sem maður getur notið þess að horfa á Barca. Nú hefur það hins vegar dregist þannig að Barca mætir einhverju leiðinlegasta íþróttaliði sögunnar. Liði sem hreinsar fram og spilar með 10 manna varnarmúr á útivöllum og reynir að þröngva inn marki á heimavelli með því að senda háa bolta á Crouch og þruma í átt að markinu og vona hið besta - liðið að sjálfsögðu Liverpool.
Ég man fyrir nokkrum árum þegar við vorum staddir í æfingaferð Mfl. Fram einhvers staðar á Spáni, þá mættust þessi tvö lið og við horfðum á seinni leikinn. Báðir enduðu þeir 0-0 og þegar 87mín voru liðnar af seinni leiknum og Barca var búið að vera með boltann 79% þá höfðu liðin aðeins náð einu skoti á markið og framherjar Liverpool liðsins ekki einu sinni séð glitta í miðlínuna.
Dráttur dagsins er því ótrúleg vonbrigði, það er búið að skemma fyrir mér tvo Meistaradeildarleiki með Barca og ég vona hvert einasta ár að Liverpool dragi sig úr öllum keppnum og spili deildarkeppni með Grikklandi (Evrópumeisturunum árið 2004) og liði Framsóknarmanna - keppnin gæti farið fram í helvíti.
Ég man fyrir nokkrum árum þegar við vorum staddir í æfingaferð Mfl. Fram einhvers staðar á Spáni, þá mættust þessi tvö lið og við horfðum á seinni leikinn. Báðir enduðu þeir 0-0 og þegar 87mín voru liðnar af seinni leiknum og Barca var búið að vera með boltann 79% þá höfðu liðin aðeins náð einu skoti á markið og framherjar Liverpool liðsins ekki einu sinni séð glitta í miðlínuna.
Dráttur dagsins er því ótrúleg vonbrigði, það er búið að skemma fyrir mér tvo Meistaradeildarleiki með Barca og ég vona hvert einasta ár að Liverpool dragi sig úr öllum keppnum og spili deildarkeppni með Grikklandi (Evrópumeisturunum árið 2004) og liði Framsóknarmanna - keppnin gæti farið fram í helvíti.
3 Ummæli:
heyrðu, heyrðu, hvaða, hvaða læti eru þetta. Verð að benda þér á að Liverpool eru búnir að vera að spila bullandi sóknarbolta í seinustu leikjum og raða inn mörkunum. Mér heyrist úr herbúðum barca að það verði þeir sem munum liggja aftarlega með 10 manna vörn, því ekki er möguleiki að það verði Liverpool. Annars sýnist mér á þessum skrifum þínum að þú sért orðinn stressaður yfir á hversu góðu róli Liverpool er. Enda er nú ekki langt í það að þeir komist á toppinn.
Að öðru þá er ég loksins að koma heim á morgun jibbí, partý í breiðholtslauginni kostar 220 kall inn
kv bf
Já núna verð ég að vera sammála BF... það er ekkert búið að skemma þennan leik. Barca á eftir að rústa þessu og ég mun koma til með að vera á staðnum, þar sem leikurinn fer fram á afmælisdaginn minn. Og ég mæli með því að þú kíkir hingað niður eftir og horfir á þennan leik með mér. Gengur ekki að það sé verið að heimsækja menn í París öllum stundum og hunsa svo Barcelona. Ég er orðinn ótrúlega góður að elda Lasagna Bolonesa. Stingur réttinum í ofninn og hitar í 45min.
Bjarni:Bullandi sóknarbolta?
Liverpool skoraði úr öllum fjórum skotunum gegn Wigan og svo var Charlton og Fulham bara skyldusigrar. Sama hversu mörg mörk lið skora þá verður háloftabolti og kerfið 4-5-1 með tvo afturliggjandi miðjumenn aldrei skemmtilegt kerfi:)
Ívar: Ég var nú að velta því fyrir mér að kíkja ef það hefði verið skemmtilegur stórleikur, en ég mun verja þessum tveimur kvöldum í að taka sláttur eða að ryksuga.
Hvernig gengur annars?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim