Þriðju vonbrigði sumarsins?
Eftir að Ronaldo og Tevez yfirgáfu United hefði mátt búast við því að fyrstu kaup sumarsins yrði ung stórstjarna og/eða markaskorari. Fyrstu kaup United þetta sumarið eru hins vegar Antonio Valencia á 16 milljónir punda - vonbrigði. Í fyrsta lagi er það hrottalegur peningur (enda Real búið að eyðileggja þetta sumar með tveimur risakaupum sem hafa nánast tvöfaldað verðgildi allra leikmanna) en auk þess er Valencia í augnablikinu ekki mikið meira en squad-player fyrir heimsklassa lið og United hafði þegar Park, Tosic, Nani og jafnvel Giggs til að leysa af þær tvær kantstöður en það vantar tvo byrjunarliðsmenn á kantana... því verður ekki annað séð en að United hafi magn fram yfir gæði í þeirri stöðu. Þar að auki er Valencia ekki Englendingur (ekki einu sinni Evrópubúi) en framundan er 6+5 reglan, að mínu mati hefðu nokkrar milljónir í viðbót fyrir A. Young því verið mun betri fjárfesting (en sá enski er auk þess mun betri leikmaður). En það þýðir ekki að gráta þessi vonbrigði, vonandi munu næstu vikur færa okkur tvær til þrjár stórstjörnur svo að United haldi sér áfram á toppnum.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Knattspyrna, Lífið, Manchester United
2 Ummæli:
Líst vel á að United - Arsenal sé í lok ágúst meðan þínir menn eru enn vængbrotnir. Skytturnar verða stungnir af í lok október með eða án Ade (breytir ekki máli).
KD.
Þið hafið áður stungið af en ekki séð ástæðu til að klára mót :)
Við höfum einungis tekið hænuskref inn í þetta silly season og án efa á margt eftir að gerast.
Spurning hvort að United sé ekki einungis fyrsta enska liðið til að missa lykilmenn og hafi því meiri tíma til að jafna sig og bæta við mönnum?
Kveðja Bynum.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim