mánudagur, júní 15, 2009

Lakers meistarar

Eftir fremur brösugt gengi í úrslitakeppninni, mættu leikmenn Lakers til leiks sem lið í úrslitaeinvígið og þá var strax ljóst hvert stefndi. Gasol, Odom, Ariza og Fisher áttu mjög gott úrslitaeinvígi en auðvitað bar Kobe liðið uppi.
Allir voru að standa sig að undanskyldum Bynum sem olli vonbrigðum en það gleymist þó oft að barnið er eingöngu 21 árs, en hann er engu að síður búinn að gera það sem Patrick Ewing tókst aldrei - að vinna titil (með kveðju til Svíþjóðar) en sá síðarnefndi kom ekki í deildina fyrr en hann var 23 ára.
Nú vona aðdáendur Lakers að eigendur liðsins láti ekki einhvern ,,skitinn skatt" á sig fá og haldi liðinu saman, annars er ljóst að annað hvort Odom eða Ariza hafa spilað sinn síðasta leik. Ég heimta að liðinu verði haldið saman og að Celtics fari í úrslitin á næsta ári, það þarf að leiðrétta síðasta ár... svo getum við pakkað saman Lebron þegar það er afstaðið.
























Eru Lakers ekki dásamlegir?

Efnisorð: , ,

4 Ummæli:

Anonymous Hagnaðurinn sagði...

Yndislegt.

Kobe tekur á sig launalækkun, losum okkur við Farmar og THE MACHINE.

Gerum svo samning við Shannon Brown, Odom tekur hógværan samning og Ariza fær launahækkun.

15 júní, 2009 21:25  
Blogger Biggie sagði...

Þeir mega endilega losa sig við Farmar, Walton og Fisher... þá er möguleiki á að liðið sé þolanlegt (Fisher er Robbie Savage í dulargervi). Ég er hálfpartinn að vonast til að OKC velji Hansbrough svo þeir fái betri stuðning á landsvísu (þó hann geti ekkert í NBA). En annars er það rétt hjá þér Bjarni að Celtics vita ekkert hvar þeir standa í raun... og svo er eitt í þessu Phil Jackson tali um hversu frábær þjálfari hann er... hann hefur unnið 10 titla en hann var með besta liðið í deildinni í amk 8 af þessum 10 skiptum. Ekki að hann sé eitthvað lélegur þjálfari, en að vera með Kobe og Jordan er í raun ekki sanngjarnt gagnvart öðrum. Hann fær alltof mikið credit þar sem hann þarf einungis að mótivera leikmenn og svo getur hann bara slakað á (eins og hann gerir mjög vel).

... og varðandi titlasöfnun þá mun Lebron aldrei verða meistari, en þú munt neyðast til að telja hann með þegar þú nefnir bestu leikmenn sögunnar (Bynum átti mjög lítinn þátt í þessum titli).

15 júní, 2009 23:40  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Hagnaður: Ég held að ímyndarlega gæti Kobe komið betur út fjárhagslega (í gegnum auknar auglýsingartekjur) með því að lækka sig í launum til að halda meistaraliðinu saman. Hann myndi vinna ansi marga yfir á sitt band með því.

Biggi: Ég skil ekki alveg þennan Robbie Savage samanburð, en látum það liggja á milli hluta.
Má ekki segja það sama um Jackson og t.d. Ferguson og Wenger, það fer oft saman að vera besti þjálfarinn og að hafa besta liðið og bestu leikmennina. Vissulega hafa Ferguson og Wenger keypt og þróað sína stórstjörnur en Lakers væri ekki meistari núna án Ariza, Fisher og Gasol, sama má segja um meistaraliðin hjá Chicago, hefðu Bulls unnið Jazz án Rodman?

Vaðrandi LeBron þá er það einungis tímaspursmál hvenær sá maður verður meistari. Annaðhvort með breyttu Cavs liði en helst þó með Lakers síðarmeir :)

Kveðja Bjarni Þór.

16 júní, 2009 13:07  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Í fyrsta lagi þá er Fisher algjör leikari, en það sem gerir það verra er að hann er sjálfur grófur (sbr. flagrant two á móti Rockets). Ertu að segja mér að þú sjáir það ekki?

Varðandi hitt þá fer það auðvitað oft saman en ekki alltaf. Lakers hefðu auðvitað aldrei unnið án Gasol og Bulls ekki án Rodman en þá er þetta spurning um að recruita. Ég myndi t.d. ekki bera saman Jackson og Ferguson eða Wenger þar sem þeir síðarnefndu hafa unnið meira uppbyggingarstarf þannig lagað og eru ekki með 8 aðstoðarmenn. Viðfangsefni Jackson var meira að halda friðinn innan liðsins, hitt kemur að sjálfu sér. Góður þjálfari, en ekki sá besti. Ég tek það samt fram að ég var mjög feginn að það var Lakers sem vann titilinn en ekki Cavs.

Kv, Big

16 júní, 2009 16:06  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim