Benzema til Madrid
Þá eru þeir búnir að ná í besta manninn úr enska, ítalska og franska boltanum, Ribery mögulega á leiðinni (sá besti í þýska), spurning hvort að þetta endi með óútfylltum tékka fyrir Messi?
Knattspyrna R.I.P.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Lífið
4 Ummæli:
Við sjáum til hvað gerist. Þeir hafa áður skitið upp á herðar með stjörnulið og virðast ekki ætla að læra af reynsluni. Þetta félag er alveg rotið að innan. Mér finnst þessar aðgerðir betur lýsa vonleysi heldur en einhverju öðru.
KD.
Þeir eru komnir með heimsklassa markmann, góðan hægri bakvörð og loksins fínt miðvarðarpar (spurnng með vinstri bakvörð).
Besta kantmann í heiminum, besta framliggjandi miðjumann í heiminum og Robben (ef Ribery kemur ekki) og svo sennilega efnilegasta strikerinn í Evrópu, plús gömlu jálkana Ruud og Raul.
Svo ná þeir í Alonso sem akkeri seinna í mánuðinum og þá lítur þetta ansi illa út fyrir öll önnur lið EF (stórt EF) þeir ná að spila þessu liði saman.
þetta er bara orðið fáránlegt... liðið ætlar bara að kaupa allan heiminn.
En hvernig er það núna þegar allt lendir undir niðuruskurðar hnífnum og ég er nú aldeilis að fá að heyra og sjá allt um það. Þá dettur mönnum ekkert í hug að fara spara nokkra milljarða með því að skilja að ríki og kirkju.
Hvernig er það báðir flokkarnir ályktuðu um þetta... er þetta ekki fyrsti 'lúxusin' sem ætti að kötta á 1,2 og 3... mér er bara spurn?
ciao,
Ívar
Það er rétt Ívar, það er að koma tími á annan pistil um aðskilnað ríkis og kirkju.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim