föstudagur, júlí 03, 2009

Íþróttasumar helvítis???

Það eru fleiri lið að kúka á sig en United því Lakers eru að drulla rækilega á sig með því að semja við Ron Artest og láta minn uppáhalds Lakers mann, sjálfan Ariza fara til Rockets. Skandall!!!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekki örvænta minn kæri Stiftamtmaður.

Ég styð Lakers 100% í þessu máli.

Þetta byrjaði á því að Ron Artest hafði samband við Lakers og sagðist vilja gera allt til þess að koma og spila fyrir Lakers.

Á sama tíma voru Lakers og Ariza að hefja viðræður en Lakers gátu jafnað hvaða tilboð sem Ariza myndi fá og þar með ættum við réttinn á honum áfram.

Umbinn hans Ariza sagðist vilja skoða markaðinn og Mitch Kupchak vitandi það að hann væri með Artest tilbúinn til hliðar sagði honum að koma með tilboð sem hann fengi og Lakers myndi þá taka ákvörðun hvort þeir myndu jafna tilboðið.

Þetta þótti umbanum hans Ariza "disrespect" of hótaði því að Ariza færi í Cleveland fyrir lítinn pening til að hefna sín á þessari móðgun Lakers manna.

Mitch Kupchak lét ekki plata sig og sleit viðræðum og fékk Artest inn fyrir miklu minni pening.

Ariza eins góður og hann var í playoffs þá er hann með veika fætur og mjög meiðslagjarn. Hann vildi fá 5 ára samning á blússandi launum og það fékk hann hjá Houston.

53 millur fyrir 5 ár á meðan Lakers mun borga Artest 18 millur á 3 árum.

Artest er einn besti varnarmaður deildarinnar og sennilega besti one-on-one varnarmaðurinn.

Það er ekki hægt að kvarta yfir þessum viðskiptum þar sem að Artest veikir ekki liðið okkar heldur styrkir það frekar ef hann heldur sig á mottunni þeas. Og ef einhver ræður við hann þá er það meistari Jackson.

In Mitch we trust.

Danni

03 júlí, 2009 17:59  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

:)

Já, ég las söguna, er einungis svekktur vegna þess að ég var drullu ánægður með Ariza í vetur en auðvitað er Artest massífur varnarmaður (ekki vanþörf á því) og ágætis skotmaður líka - það er smá Rodman fnykur af þessu... vonandi skilar það nokkrum titlum í viðbót.

Kveðja Bjarni Þór.

03 júlí, 2009 18:14  
Anonymous Hagnaðurinn sagði...

Ég styð þetta þangað til annað kemur í ljós.

Mitch hefur sýnt það og sannað að hann hefur vit á þessum hlutum. Örlítið meira vit en við.

Þó við vitum vissulega rosalega mikið, enda Lakers-menn.

03 júlí, 2009 21:25  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Góð grein um málið.

http://sports.yahoo.com/nba/news;_ylt=AvTESKuOES3CuOMfjviPMPa8vLYF?slug=aw-artestkobe070309&prov=yhoo&type=lgns


Þessi David Lee er algjör vitleysingur eins og sást þegar hann var að semja fyrir Bynum fyrir tímabilið.

Danni

04 júlí, 2009 01:23  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim