fimmtudagur, október 22, 2009

Oh you pretty things

Það lítur mögulega ekki þannig út í augnablikinu, en það mun senn renna upp sá fallegi dagur að Íslendingar hætta að líta á sig sem fórnarlömb og öðlast aftur trú á það að hér sé hægt að byggja upp trausta framtíð. Hjólin fara að snúast, vindáttin verður hagstæð(ari) og tóninn á spurningunni ,,Hvernig samfélag viljum við byggja hér upp?” verður yfirvegaður og jákvæður en ekki settur fram í öskrandi hugsunarleysi eða vantrú á framtíðina.

Krafan um breytingar verður á sínum stað, eðlilega, en traust á stofnunum og stjórnmálaflokkunum mun fyrr en síðar aukast aftur, það kemur sá tími að við getum hlegið að Búsáhaldarbyltingunni – sama verður hins vegar væntanlega ekki sagt um þá stjórnmálamenn sem koma út úr óveðrinu skítugir upp fyrir haus. Það er fyrirséð að Jóhanna og Steingrímur munu rétta fram kyndilinn þegar hið versta er afstaðið, en eru líkur á því að Bjarni Ben og Sigmundur Davíð lifi af sem leiðtogar? Ég er ekki viss.

Bjarni Ben hefur reynst margsaga og –skoðunar í öllum mikilvægum málum síðasta árið hvort sem það er IceSave, ESB eða Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ruglað þessu fram og tilbaka. Fyrst var hann með þessu öllu í ríkisstjórn, þá semi á móti ESB og vildi að Ísland tæki upp evru með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, svo á móti aðildarviðræðum við ESB, svo á móti Icesave en tilbúinn til að vinna með að breytingum sem hann svo sat hjá við atkvæðagreiðslu, svo á móti Alþjóðagjaldeyrissjóðnum o.s.frv. Jafnmargar afstöður í andstöðu við sjálfan sig á innan við einu ári og meðal stjórnmálamaður er á öllum sínum líftíma. Hann situr núna pissublautur í pollagalla með sand í munninum og spyr fóstruna hvort að hann sé í krummafót. Þá hefur hann þann stimpil á sér að vera strengjabrúða ákveðinna afla og að hann hafi ekki þor til að láta leiðtogann í sér skína (sbr. meinta jákvæðni hans í garð ESB). Vægast sagt gríðarleg vonbrigði (sérstaklega fyrir okkur hægri krata) með mann sem hafði allt með sér: hæð, útlit, kyn (pólitískt rangt?), styrk, festu og skoðanir fyrir innan við ári síðan. Á hann framtíð?

Sigmundur Davíð kemur einnig grútskítugur og kjánalegur út úr þessum mánuðum sínum: á móti flokknum varðandi ESB, með óábyrgri afstöðu til IceSave sem fæstir virðast hafa og með því að fara kjánalega misheppnaða för til Noregs sem í þokkabót smurði aftur spillingarstimpli á Framsóknarflokkinn.

Stjórnmálaleiðtogar framtíðarinnar eru farnir að klæða sig í sparifötin og bíða krýningar – einhverjar uppástungur eða óskir um hverjir það eigi að vera? Verst geymda og augljósasta svarið liggur í Degi B. Eggertssyni sem bíður á hliðarlínunni með hreinan flipa tilbúinn að vefja húsmæðrum landsins um fingur sér. Sé það rétt greining margra að Bjarni Ben verði ekki langlífur (fremur en Þorgerður Katrín) liggur beinast við að Hanna Birna mæti í hvítu dragtinni í glansmyndakosningabaráttunni ,,Nýtt fólk á gömlum gildum” þar sem áhersla er lögð á það sem flokkurinn stóð eitt sinn fyrir (hvað sem það kann að vera). Hjá VG verður næsti leiðtogi óhjákvæmilega kona, annað væri skandall miðað við það sem flokkurinn gefur sig út fyrir að vera. Auk þess er nokkuð augljóst í augnablikinu (burt séð frá kyni) að menntamálaráðherra og umhverfismálaráðherra eru líklegustu kostirnir, en þarf það ekki að gerast fyrr fremur en seinna? Er það gott að þessi tvö leiðtogaefni séu viðriðin stjórn sem mun þurfa að taka fullt af óvinsælum ákvörðunum? Og að lokum ,,Hverjum er ekki drullusama um Framsóknarflokkinn?”

En hvað segið þið. Hvert er ykkar mat og hverja viljið þið sjá? Er einhver tilbúinn að koma með spá og jafnvel tímasetningu? Er Steingrímur að hætta? Lifa Bjarni og Sigmundur af? Svör við þessum spurningum og fleirum í næsta þætti... damm damm dammdamm

Oh you pretty things (oh you pretty things)
Dont you know youre driving your
Mamas and papas insane
Let me make it plain
You gotta make way for the homo superior

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Sigmundur er mjög þreyttur, Bjarni er búinn að spila rassinn út úr buxunum, jóhanna og steingrímur þurfa að stíga niður áður en langt um líður.

En mér finnst það ótrúlega sniðugt hjá stjórnarandsöðunni að ætla að gera sér að leik að tefja Icesave málið.. bara svona djókur sko *gaman* *gaman*. Sérstaklega þar sem það er búið að gefa út að ef þetta bull veður ekki klárað núna þá föllum við í flokk með fátækari löndum S-Ameríku og Afríku.

Og hvernig er það með þessa ógeðis borgarhreyfingu.. sem þykist hafa verið aðal drifkrafturinn á bak við Búsáhaldabyltinguna (en hikar ekki við drulla yfir eigin kjósendur). Ætlaði xO ekki að leggja sjálfan sig niður.. væri ekki þjóðráð að gera það bara strax í dag?

ciao,
Ívar

22 október, 2009 08:52  
Blogger Unknown sagði...

Sjálfstæðisflokkurinn er svo þver og niðurnjörvaður að hann mun halda sig við Bjarna Ben til ársins 2040. Undirheimadeild flokksins er nú þegar búin að leggja undir sig einn fjölmiðil og gerir nú allt til að höggva í ríkisfjölmiðilinn sem þeir reyndar telji að eigi alltaf að sinna hagsmunum sjálfstæðisflokksins....og bara skilja ekki hver sá miðill sé að fara. Ég fæ mikinn kuldahroll þegar ég sé hvað þessir glæpamenn eru að reyna að gera...ég bara næ ekki grasrótinni í flokknum að láta ganga svona endalaust yfir sig af gömlum útslitnum ógeðisbörnum á borð við Hannes, Davíð og Björn.

Sigmundur er náttúrulega sankassabarnið ógeðslega. Meira að segja ég lét blekkjast og hélt að þarna væri kominn klár gæji...en annað hefur svo mikilu meira en komið í ljós og höskuldur þórhalls...setja hann á brennu um áramótin. Ég hef alltaf kunnað ágætlega við Siv en hún mun aldrei fá að stjórna þessum grænslepjungi sem þessi flokkur er.

Ég set stórt spurningamerki við Dag Bjarni minn....ég hef mikið hugsað um þetta og þyrfti eiginlega að hugsa aðeins meira....en hann er varaformaður svo það er næsta val.

Hvað VG varðar þá er mér nákvæmlega sama...þau mega halda áfram að éta gras og borða hundasúrur...já eða vernda suðvestulínu!...hvað er það by the way!;-)

22 október, 2009 09:53  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ívar: Borgarahreyfingin er auðvitað ekki með í umræðunni enda er sá flokkur lifandi lík.

Tryggi: Ég veit ekki hvort að þeir þori að halda í Bjarna það kemur þá í síðasta lagi í ljós strax eftir næstu kosningar og auðvitað gæti pólitísk framtíð þeirra ráðist á því hvernig gengur við uppbyggingu hérna á næstunni - ef að betur fer að ganga að þá er ljóst að þeirra dómsdagsspá í kringum IceSave, ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn lítur illa út en ef illa gengur þá taka þeir við slæmu búi, þannig að þetta er mikil tapstaða hvernig sem fer.

Ég held að þetta sé einungis spurning um að finna réttu tímasetninguna fyrir Dag. Það væri auðvitað fínt að bíða í eins og fimm ár til að skipta um leiðtoga en ég held að Jóhanna myndi aldrei þrauka það.

Varðandi VG þá er ekki hægt að líta framhjá því að Samfylkingin má ekki við því að VG skíti alveg á sig því það þýðir góðar líkur á stjórnarmynstrinu D+B sem væri algjör hörmung. Það sem maður er hræddur við er að um leið og Steingrímur er farinn að þá brjótist endanlega út hið froðufellandi landsbyggðarkjaftæði frá Jón Bjarnasyni og Atla Gíslasyni.

22 október, 2009 18:04  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ekki gleyma Ásmundi, Bjarni.

kv,
ivar

23 október, 2009 12:55  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Einstaklingar sem eru flokksbuundnir VG eru mögulega margir hverjir ekki með öllum en fæstir þeirra eru nógu heimskir eða brjálaðir til að gera Ásmund nokkurn tímann að aðalgeranda innan flokksins.

24 október, 2009 00:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það sem ég velti meira fyrir mér er hvernig Bjarni Þór Pétursson mun líta út þegar það versta er afstaðið.

KD.

02 nóvember, 2009 00:34  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég mun líta mjög illa út líkamlega ef að það styttist í það, en ef að það versta verður afstaðið í vor að þá mun ég líta mun betur út. Hugmyndafræðilega mun ég áfram hafa yfirburði :)

03 nóvember, 2009 06:04  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim