sunnudagur, október 24, 2010

Nokkrar spurningar til foreldra í kristnu trúaruppeldi

1. Hefur þú lesið Biblíuna?

2. Hverju af því sem stendur í Biblíunni trúir þú að sé satt? Er Biblían Guðs orð?

3. Trúir þú á Guð, og að hann sé almáttugur skapari himins og jarðar?

4. Trúir þú að Jesú hafi verið eingetinn? Að hann hafi gert kraftaverk? Að hann hafi risið aftur upp á þriðja degi? Trúir þú að Jesú hafi sagt allt það góða sem hann sagði í Biblíunni en að heimsendaboðskapurinn og mannvonska sem þar er haft eftir honum sé ekki rétt?

5. Trúir þú á söguna um Adam og Evu? Trúir þú á erfðasynd þeirra og að Jesú hafi dáið á krossinum fyrir hana?

6. Trúir þú að djöfullinn sé til?

7. Trúir þú á heilaga kirkju og samfélag heilagra? Trúir þú á eilíft líf? Trúir þú á að maðurinn rísi upp til samfélags við guð eftir dauðann?

8. Treystir þú prestum kirkjunnar eftir allt það sem undan er gengið, sem sverja ,,heilagan eið" um trúboð og hafa beina og háa fjárhagslega hagsmuni, til að fræða börnin þín á hlutlausan hátt um trú? Hvorn telur þú hæfari til að fræða börnin þín á hlutlausan hátt um trúarbrögð: Sagnfræðimenntaðan kennara eða ólíka og misfanatíska trúarleiðtoga?

9. Hvað er það sem þú hyggst ná fram með þessu kristna uppeldi sem þú getur ekki fundið í hlutlausum bókum um siðfræði eða hreinlega án þeirra?

10. Myndir þú vilja leyfa stjórnmálamönnum á borð við Ásmund Einar, Árna Johnsen og Vigdísi Hauksdóttur að ræða við börnin þín um sína stefnu í leik- og grunnskólum? Myndir þú festa merki stjórnmálaafls utan um hálsinn á barninu þínu?

11. Finnst þér í lagi að Múslimar, Vottar, Krossinn og aðrir trúarhópar tali sínu máli í leik- og grunnskólum landsins? Myndir þú bjóða þeim inn til þín að tala um trúmál á hlutlausan hátt?

12. Telur þú að prestar séu jafnhæfir og sálfræðingar til að takast á við þau vandamál sem koma upp í skólum?

13. Þarf ég í alvörunni að vera að spyrja fullorðið fólk að þessum spurningum?

Er lífið ekki furðulegt?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim