You gotta make way for the homo superior
,,Trúin á manninn, það er aumasta trú sem til er"
-Örn Bárður prestur í Neskirkju (er þetta maður sem við viljum hafa nálægt börnunum okkar?)
Við lifum á áhugaverðum en lítt eftirsóknarverðum tímum. Tímum þar sem einstaklingar rjáfa um í óvissu um framtíðina og eiga erfitt með að halda reisn. Á tímum þar sem raunveruleg hætta er á því að stofnanir riði til falls og að upplausn skapist, meðal annars vegna vantrausts og tortryggni sem til er komin vegna vanmáttugra stjórnvalda, spillingar og lýðskrums.
Á slíkum tímum er gott að hafa trú. Ekki þá trú sem neyðir þig niður á hnéin, lætur þig loka augunum og biðja - heldur trú á sjálfan sig og manneskjuna. Trú á fjölskyldu og vini sem standa við bakið á þér og á framtíðinni sem er í manns eigin hendi. Nátengt trúnni á sjálfan sig er sjálfstraust og á endanum stendur hver og fellur með því. Sama gildir um samfélagið; án traust milli manna og trúar á hvorn annan og framtíðina að þá verður stöðnun á framförum og breytingum.
Sá sem á von í brjósti getur tekið hina alíslensku hríð sem er ævinlega í fangið, stigið skrefið og barist fyrir betra þjóðfélagi. Það er engin vissa fyrir því að vel fari, en þá má leita annað þegar fullreynt er. Bleyðan á hnjánum sem lokar augunum í bæn til ímyndaða vinar síns má hins vegar í gagnsleysi sínu í besta falli vonast til að verða free rider þess áðurnefnda.
Á Íslandi hefur meginþorri manna trú á sjálfum sér, fólkinu í kringum sig og samfélaginu þrátt fyrir vondar fréttir daglega úr heimi stjórnmálanna. Á hverjum degi mætir fólk til vinnu með hugsjón sína um betra samfélag og vísindi að vopni. Læknar, hjúkrunarfræðingar, lyfjafræðingar, líffræðingar, verkfræðingar, sálfræðingar og aðrir vísindamenn. Taktu þetta fólk útúr samfélaginu og við byggjum á steinöld. Taktu Örn Bárð, guðfræðingana og þeirra meinta guð úr samfélaginu og það er skyndilega miklu heilbrigðara.
Megi vísindin vera með ykkur!
-Örn Bárður prestur í Neskirkju (er þetta maður sem við viljum hafa nálægt börnunum okkar?)
Við lifum á áhugaverðum en lítt eftirsóknarverðum tímum. Tímum þar sem einstaklingar rjáfa um í óvissu um framtíðina og eiga erfitt með að halda reisn. Á tímum þar sem raunveruleg hætta er á því að stofnanir riði til falls og að upplausn skapist, meðal annars vegna vantrausts og tortryggni sem til er komin vegna vanmáttugra stjórnvalda, spillingar og lýðskrums.
Á slíkum tímum er gott að hafa trú. Ekki þá trú sem neyðir þig niður á hnéin, lætur þig loka augunum og biðja - heldur trú á sjálfan sig og manneskjuna. Trú á fjölskyldu og vini sem standa við bakið á þér og á framtíðinni sem er í manns eigin hendi. Nátengt trúnni á sjálfan sig er sjálfstraust og á endanum stendur hver og fellur með því. Sama gildir um samfélagið; án traust milli manna og trúar á hvorn annan og framtíðina að þá verður stöðnun á framförum og breytingum.
Sá sem á von í brjósti getur tekið hina alíslensku hríð sem er ævinlega í fangið, stigið skrefið og barist fyrir betra þjóðfélagi. Það er engin vissa fyrir því að vel fari, en þá má leita annað þegar fullreynt er. Bleyðan á hnjánum sem lokar augunum í bæn til ímyndaða vinar síns má hins vegar í gagnsleysi sínu í besta falli vonast til að verða free rider þess áðurnefnda.
Á Íslandi hefur meginþorri manna trú á sjálfum sér, fólkinu í kringum sig og samfélaginu þrátt fyrir vondar fréttir daglega úr heimi stjórnmálanna. Á hverjum degi mætir fólk til vinnu með hugsjón sína um betra samfélag og vísindi að vopni. Læknar, hjúkrunarfræðingar, lyfjafræðingar, líffræðingar, verkfræðingar, sálfræðingar og aðrir vísindamenn. Taktu þetta fólk útúr samfélaginu og við byggjum á steinöld. Taktu Örn Bárð, guðfræðingana og þeirra meinta guð úr samfélaginu og það er skyndilega miklu heilbrigðara.
Megi vísindin vera með ykkur!
2 Ummæli:
Þetta er falleg færsla hjá þér! Samt trúi ég því að trú sumra geri það ekki að verkum að þeir verði "free riders". Þeirra trú á eitthvað annað en sjálfa sig veitir þeim aftur styrk til að takast á við lífið. Má vel vera að þeir gætu allt eins sleppt þessu millistigi, en það kemur manni svosum ekkert við. Það er ekkert betra, það er ekkert verra, það er bara öðruvísi :-)
Takk fyrir það.
Ég geri mér líka grein fyrir því að einhver hluti af vísindamönnum er trúaður og mér finnst það í góðu lagi... en það er væntanlega í flestum tilvikum trúin á manneskjuna sem gerir það að verkum að sá hluti og stærsti hluti trúaðra eru ekki free riders. Án þeirrar trúar á manninn yrði hér lítið um framfarir.
Kveðja Bjarni Þór
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim