þriðjudagur, júní 29, 2010

Enska útgáfa þríeykisins













Þetta byrjaði allt með frönsku útgáfunni sem kom til Liverpool árið 1998 og stjórnaði liðinu ásamt Roy Evans. Í nóvember það ár sagði Roy Evans af sér og skyldi meistara Gerard Houllier einan eftir en hann hafði getið sér gott orð sem skipulagður þjálfari með sterka vörn, sem setti upp 5 ára plan til að byggja upp liðið árið 1999. Besta árið var 2001 þegar Liverpool vann Mikka Mús þrennu þegar liðið vann enska bikarinn, enska deildarbikarinn og UEFA bikarinn. Eftir nokkur fín kaup en mjög mörg slæm kaup þá endaði ævintýrið árið 2004 þegar Liverpool endaði í 4. sæti með 60... þar sem Houllier varð þekktur fyrir frasann ,,the team is turning corners" í nánast hverri umferð.























Við kyndlinum tók hinn spænski Houllier, Rafa ,,the fact" Benitez sem hafði getið sér gott orð sem taktískur þjálfari sem legði áherslu á góða vörn og skyndisóknir. Sá setti upp samskonar 5 ára plan um uppbygingu liðsins. ,,Besta árið" kom strax árið 2004-2005 þegar liðið vann Meistaradeildina en endaði reyndar í 5. sæti í deildinni með 58 stig (tveimur stigum minna en Houllier hafði verið rekinn fyrir ári á undan. Ári síðar fylgdi enski bikarinn en í kjölfarið fylgdu fjögur titlalaus ár þar sem Benitez keypti tæplega 80 menn fyrir um 250 milljónir punda. Nokkrir mjög góðir leikmenn keyptir en ca. 65-70 sem áttu enga samleið með Liverpool. Eftir að hafa endað í 2. sæti vorið 2009 hrundi leikur liðsins um haustið. Allt tímabilið 2009-2010 var liðið að mati Benitez ,,turning a corner" og seinni partinn lofaði hann 4. sætinu en þurfti að sætta sig við 7.sætið með 63 stig.












BBC hefur í dag heimildir fyrir því að Hodgson muni halda keðjunni gangandi en hann hefur að undanförnu stjórnað liði Fulham sem er þétt, sterkt varnarlega og getur sótt hratt en áður m.a. tveimur ítölskum liðum. Fulham fór í úrslit Mikka Mús Evrópukeppninnar í ár en töpuðu gegn Atletico Madrid (sem hafði áður slegið út Liverpool). Nú er einungis spurning hvort að Hodgson setji ekki upp 5 ára plan, hreinsi til eftir forvera sína í starfi, kaupi 80 menn og eyði massífum pening og verði svo rekinn eftir 5-6 ár... nei, ég segi bara svona.

Er lífið ekki dásamlegt?

1 Ummæli:

Anonymous Samúel sagði...

Sæl Bjarni, tékaðu á þessari síðu exodus.is

07 júlí, 2010 11:19  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim