fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Meðmæli



Það er vægast sagt heiður, að hinn þrautreyndi bloggari ,,Keðjufíflið" (sem er hálfbróðir formanns fjárlaganefndar) skuli gefa síðu þessari meðmæli.
Fyrir þá sem ekki þekkja til er Keðjan ólíkt hálfbróður sínum að klára stjórnmálafræðina. Hann er afbragðs miðjumaður og frjálshyggjumaður (ekki það að það sé hægt að vera afbragðs frjálshyggjumaður) og hef ég gert við hann munnlegan samning um að við munum giftast ef að við verðum báðir ókvæntir er hann nær 40 ára aldri - þann samning þarf samt að lögfesta á pappírum... kannski að Biskup undirriti hann næstu jól?

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þakka hlýleg orð í minn frjálsa garð, þar sem stráin sterku útrýma ósamkeppnishæfum veiklindum jurtum.

25 ágúst, 2006 13:53  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Það er nú slæmt ef að lúpínan fer að grassera í þessum garði, drepur fjölbreytnina, það sem fegurst er og eftirsóknarverðast þykir í flestum venjulegum görðum.
En hvað veit ég?

25 ágúst, 2006 21:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Fagurt er fátt, sem ekki er fjólublátt.

29 ágúst, 2006 12:40  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim