Úr ýmsum áttum
Fór á slóðir hluta forfeðra minna nú nýverið ásamt betri helmingnum, en staður sá heitir Hofsós og er skammt frá Sauðárkróki. Þar hlóð maður sig andlega fjarri hraða nútímans. Horfðum á sólsetrið við Drangey, tókum í spil, gengum út í Þórðarhöfða og tíndum þar ber.
Merkilegust var þó sennilega ferð okkar á gamla biskupssetrið á Hólum en þar hugðumst við fara í sund, laugin var því miður lokuð en við komumst að því að þar er hægt að taka BA próf í hrossaræktun og reiðmennsku!!!
Í framhaldinu veltum við því fyrir okkur hvort að einhver sé með doktorspróf í reiðmennsku - hefur kannski sérhæft sig í tölti... maður spyr sig.
----------------------------------------------------------------------------------------------
Við skötuhjúin ákváðum í kvöld að fjárfesta í ferð til Tenerife frá 4-18. janúar, í fyrra fórum við á ensku ströndina og vonandi verður þetta að árlegum viðburði - þ.e. að komast úr ógeðis skammdegisþunglyndi janúar og í sólina í hálfan mánuð. Jafnvel þegar fjárhagsstaða batnar að yfirgefa land í byrjun janúar og koma heim í byrjun mars, það væri draumi líkast.
(Fyrstu ferðasöguna má einmitt nálgast hjá betri helmingnum þessa dagana og þeir sem eru haldnir fordómum fyrir kvennrithöfundum geta andað léttar, því að ég ritstýrði henni - en þó þannig að hún væri kvennvæn einnig, rómantík og tilgangslausir brandarar semsagt)
----------------------------------------------------------------------------------------------
Fullt af áhugaverðum myndum að koma í bíó. Þar á meðal Borat, ný Bond mynd og hugsanlega að maður skelli sér á SAW III, já þegar hausta tekur þá tek ég yfirleitt yfirborðskennt kast og horfi á klisju Hollywood myndir. Var einmitt dreginn á eina verstu mynd sem ég hef séð á ævi minni, myndina You, me and Dupree og var það hræðilegur endir á ömurlegri helgi sem fór í að lesa og gera spurningar úr rökræðum neorealista og neoliberalista snemma á 10.áratugnum og ég veit hreinlega ekki hvort var verra - myndin eða lesturinn.
Arna eða Örnólfur eins og ég kýs stundum að kalla hana hefur því fyrirgert rétti sínum næsta mánuðinn í að velja bíómyndir - þetta finnst mér sanngjarn dómur í sambandi... dragi annað hitt á lélega mynd er því refsað. Dómurinn gæti verið frá hálfum mánuði upp í hálft ár.
----------------------------------------------------------------------------------------------
Sá nokkrar af stefnuræðum kvöldsins á Alþingi og raða í sæti eftir gæðum:
1. Steingrímur J. Sigfússon, ótrúlegur ræðumaður og jafnvel þó að ég sé ekki vinstri grænn þá bar hann af eins og iðulega. Stórkostahríð ringdi yfir hina þungbrýnu íhaldssíamstvíbura Geir og Jón. Það skein almennur lífsleiði úr augum Haarde, hann hefur örugglega íhugað vandlega í kvöld hverja hann tekur upp í vagninn næsta vor.
2. Ingibjörg Sólrún, hefur verið ótrúlega dauf síðan hún tók við sem formaður Samfylkingarinnar en í kvöld var hún töff. Það var eins og hún hefði valdið en ekki Geir (sem mun ekki gerast næstu 10 árin í það minnsta).
3. Geir H. Haarde, var dasaður eftir lang frí. Ræðan og flutningurinn á henni var svo þreytt að þar sem ég skíaði af mér rassgatið niðri í World Class fór ég að kíkja á næsta skjá þar sem hommalingar voru að taka einhvern hellisbúann í gegn.
4-5. Sá ræðu Jóns Sigurðssonar á flokksþingi Framsóknar og mun vonanadi aldrei framar eyða tíma mínum í annað eins rugl, því gerði ég ekki sjálfum mér það að fylgjast með hans flutningi né Guðjóns hjá Frjálslyndum sem er afleitur ræðumaður.
Össur Skarphéðinsson er svo með skemmtilega söguskýringu við brothvarf Kjartans Gunnarssonar úr Sjálfstæðisflokknum á heimasíðu sinni
----------------------------------------------------------------------------------------------
Sá Amos Lee áðan hjá Jay Leno. Ný plata að koma út í dag (3.okt) og spennandi að sjá hvort að hann nái að fylgja eftir hinni ljúfu plötu ,,All my friends" - sem var svona fyrsta alvöru post-Norah Jones platan, voandi að sú manneskja komi bráðlega með sína þriðju, gott að geta slakað á eftir einhvern Framsóknarskandalinn sem gerist nánast daglega. Púú á Framsókn!
----------------------------------------------------------------------------------------------
Að lokum ætla ég að gerast svo kræfur að spá því að eftir 9 umefrðir í enska boltanum verði hægt að afskrifa Liverpool! Það byggist á því að Liverpool geri jafntefli við Blackburn á meðan Manutd og Chelsea vinna sína leiki og svo vinni Manutd leikinn á móti Liverpool í 9. umferð
og þá verði Chelsea og Manutd komið með 11 stiga forystu á þá. Ætli þetta endi ekki öfugt samt, að Liverpool vinni Blackburn og Manutd og nái mínum mönnum þar með en Chelsea stingi af?
----------------------------------------------------------------------------------------------
Varð aðeins að bæta við þetta. Kíkti á hina stórgóðu síðu fyrrum skólafélaga míns úr FB, sem auk þess var hluti af hinu getnaðarfulla Didda Crewi á sínum tíma, hjá engum öðrum en Gumma Joh en hann fagnar gríðarlega útgáfu plötunni hans Togga og ástæðan fyrir því að ég bætti við pistilinn er myndin hér að neðan: Mig langar í þennan mann!!!
-------------------------------------------------------------------------------------------
...Þetta varð næstum því eitthvað það venjulegasta blogg sem ég hef skrifað á mínum stutta ferli...
Merkilegust var þó sennilega ferð okkar á gamla biskupssetrið á Hólum en þar hugðumst við fara í sund, laugin var því miður lokuð en við komumst að því að þar er hægt að taka BA próf í hrossaræktun og reiðmennsku!!!
Í framhaldinu veltum við því fyrir okkur hvort að einhver sé með doktorspróf í reiðmennsku - hefur kannski sérhæft sig í tölti... maður spyr sig.
----------------------------------------------------------------------------------------------
Við skötuhjúin ákváðum í kvöld að fjárfesta í ferð til Tenerife frá 4-18. janúar, í fyrra fórum við á ensku ströndina og vonandi verður þetta að árlegum viðburði - þ.e. að komast úr ógeðis skammdegisþunglyndi janúar og í sólina í hálfan mánuð. Jafnvel þegar fjárhagsstaða batnar að yfirgefa land í byrjun janúar og koma heim í byrjun mars, það væri draumi líkast.
(Fyrstu ferðasöguna má einmitt nálgast hjá betri helmingnum þessa dagana og þeir sem eru haldnir fordómum fyrir kvennrithöfundum geta andað léttar, því að ég ritstýrði henni - en þó þannig að hún væri kvennvæn einnig, rómantík og tilgangslausir brandarar semsagt)
----------------------------------------------------------------------------------------------
Fullt af áhugaverðum myndum að koma í bíó. Þar á meðal Borat, ný Bond mynd og hugsanlega að maður skelli sér á SAW III, já þegar hausta tekur þá tek ég yfirleitt yfirborðskennt kast og horfi á klisju Hollywood myndir. Var einmitt dreginn á eina verstu mynd sem ég hef séð á ævi minni, myndina You, me and Dupree og var það hræðilegur endir á ömurlegri helgi sem fór í að lesa og gera spurningar úr rökræðum neorealista og neoliberalista snemma á 10.áratugnum og ég veit hreinlega ekki hvort var verra - myndin eða lesturinn.
Arna eða Örnólfur eins og ég kýs stundum að kalla hana hefur því fyrirgert rétti sínum næsta mánuðinn í að velja bíómyndir - þetta finnst mér sanngjarn dómur í sambandi... dragi annað hitt á lélega mynd er því refsað. Dómurinn gæti verið frá hálfum mánuði upp í hálft ár.
----------------------------------------------------------------------------------------------
Sá nokkrar af stefnuræðum kvöldsins á Alþingi og raða í sæti eftir gæðum:
1. Steingrímur J. Sigfússon, ótrúlegur ræðumaður og jafnvel þó að ég sé ekki vinstri grænn þá bar hann af eins og iðulega. Stórkostahríð ringdi yfir hina þungbrýnu íhaldssíamstvíbura Geir og Jón. Það skein almennur lífsleiði úr augum Haarde, hann hefur örugglega íhugað vandlega í kvöld hverja hann tekur upp í vagninn næsta vor.
2. Ingibjörg Sólrún, hefur verið ótrúlega dauf síðan hún tók við sem formaður Samfylkingarinnar en í kvöld var hún töff. Það var eins og hún hefði valdið en ekki Geir (sem mun ekki gerast næstu 10 árin í það minnsta).
3. Geir H. Haarde, var dasaður eftir lang frí. Ræðan og flutningurinn á henni var svo þreytt að þar sem ég skíaði af mér rassgatið niðri í World Class fór ég að kíkja á næsta skjá þar sem hommalingar voru að taka einhvern hellisbúann í gegn.
4-5. Sá ræðu Jóns Sigurðssonar á flokksþingi Framsóknar og mun vonanadi aldrei framar eyða tíma mínum í annað eins rugl, því gerði ég ekki sjálfum mér það að fylgjast með hans flutningi né Guðjóns hjá Frjálslyndum sem er afleitur ræðumaður.
Össur Skarphéðinsson er svo með skemmtilega söguskýringu við brothvarf Kjartans Gunnarssonar úr Sjálfstæðisflokknum á heimasíðu sinni
----------------------------------------------------------------------------------------------
Sá Amos Lee áðan hjá Jay Leno. Ný plata að koma út í dag (3.okt) og spennandi að sjá hvort að hann nái að fylgja eftir hinni ljúfu plötu ,,All my friends" - sem var svona fyrsta alvöru post-Norah Jones platan, voandi að sú manneskja komi bráðlega með sína þriðju, gott að geta slakað á eftir einhvern Framsóknarskandalinn sem gerist nánast daglega. Púú á Framsókn!
----------------------------------------------------------------------------------------------
Að lokum ætla ég að gerast svo kræfur að spá því að eftir 9 umefrðir í enska boltanum verði hægt að afskrifa Liverpool! Það byggist á því að Liverpool geri jafntefli við Blackburn á meðan Manutd og Chelsea vinna sína leiki og svo vinni Manutd leikinn á móti Liverpool í 9. umferð
og þá verði Chelsea og Manutd komið með 11 stiga forystu á þá. Ætli þetta endi ekki öfugt samt, að Liverpool vinni Blackburn og Manutd og nái mínum mönnum þar með en Chelsea stingi af?
----------------------------------------------------------------------------------------------
Varð aðeins að bæta við þetta. Kíkti á hina stórgóðu síðu fyrrum skólafélaga míns úr FB, sem auk þess var hluti af hinu getnaðarfulla Didda Crewi á sínum tíma, hjá engum öðrum en Gumma Joh en hann fagnar gríðarlega útgáfu plötunni hans Togga og ástæðan fyrir því að ég bætti við pistilinn er myndin hér að neðan: Mig langar í þennan mann!!!
-------------------------------------------------------------------------------------------
...Þetta varð næstum því eitthvað það venjulegasta blogg sem ég hef skrifað á mínum stutta ferli...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim