þriðjudagur, október 03, 2006

Hver man ekki eftir 25.apríl 2006 - þegar þessi fíflagangur var ljóð dagsins á ljod.is?

Heiða, Heiða - þú hitar upp í mér blóðið
Heiða, Heiða – þú hitar upp í mér blóðið
Það var lagið, það var lóðið
Hérna kemur sjálft stóðið
Því Heiða, Heiða þú hitar upp í mér blóðið

Heiða, Heiða – þeir hlýja mér þessir kossar
Heiða, Heiða – þeir hlýja mér þessir kossar
Og rómantík þá hún blossar
Og frygðarvökvinn líka fossar
Því þeir hlýja Heiða, Heiða þessir kossar

Heiða, Heiða – aldrei ástarljóðum mínum eyða
Heiða, Heiða – aldrei ástarljóðum mínum eyða
Það að innan myndi mig deyða
Og úr munnvikum myndi þá freyða
Svo ei þeim máttu eyða - mín kæra Heiða, Heiða

Heiða, Heiða – er þú sefur, yfir fegurð þinni græt
Heiða, Heiða – er þú sefur, yfir fegurð þinni græt
Því þú ert svo ógeðslega sæt
Og sama hvað ég útúr rassgatinu læt
Heiða, Heiða – þú ert svo fögur að ég græt

Heiða, Heiða – hvert mitt tár, fullt af himneskri ást
Heiða, Heiða – hvert mitt tár, fullt af himneskri ást
Og ég veit hún mun aldrei af mást
Hvernig sem ég mun þurfa að þjást
Svo tært er mitt tár Heiða, Heiða til þin, mín ást

Heiða, Heiða – þeir glóa þínir fögru lokkar
Heiða, Heiða – þeir glóa þínir fögru lokkar
Og ég man en eftir fyrstu kynnum okkar
og sama hvernig spilin þú stokkar
við endum saman, það gera okkar – fögru lokkar

Heiða, Heiða - veröldin án þín væri tóm
Heiða, Heiða – veröldin án þín væri tóm
Þú minnir á sólsetur í Róm
Og engla himinsins óm
Já, án þín Heiða væri veröldin mín tóm

Heiða, Heiða – þú ert ástæðan fyrir að ég vakna
Heiða, Heiða – þú ert ástæðan fyrir að ég vakna
Er þú ferð í vinnuna ég þín sakna
Og upp úr deginum eins og sokkabuxum fer að rakna
Uns ég sé þig, svo þig dreymi og vegna þín ég aftur vakna

Heiða, Heiða – þú ert grafin í mitt minni
Heiða, Heiða – þú ert grafin í mitt minni
þó ég Jakobi kynferðislega sinni
og sé jafn samkynhneigður og Tinni
Heiða, Heiða – ást mín á þér er grafin í mitt minni

Þinn einlægur Daði

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mig dreymdi að Daði hefði verið í Álftamýrarskóla og hann hefði leikið í bíómynd sem sýnd var í kvikmyndahúsum þegar hann var í 10.bekk og gerðist hún að mestu í Kringlunni.

03 október, 2006 19:04  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Þar sem ég var á næturvakt ákvað ég að taka Hryðjuverk á Daða.
Það var þó mini-hryðjuverk, eitt skitið sms... en þó e-ð til að minna á sig.

04 október, 2006 00:02  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim