fimmtudagur, september 21, 2006

Sturlun á Fréttablaðinu?

Ég veit ekki hvort ég átti að hneykslast, gráta eða hlæja þegar ég las Fréttablaðið ,,grein" á bls 16. Hlátur varð þó að lokum fyrir valinu, en ég velti því fyrir mér hvort að ég væri að lesa grunnskólablað eða hvort að dálkurinn ,,Kenning" sé eitthvað nýtt fyrirbæri þar sem Baggalútur fær að tjá sig (veit það einhver?) - ástæðan er eftirfarandi ,,Kenning" sem ég birti orðrétt:
,,Hver er með mesta vesenið í heiminum í dag? Jú, múslimar, gyðingar og Bandaríkjamenn. Hvað eiga þessir hópar sameiginlegt? Jú umskurðinn. Þar sem að umskornir eiga í mestu basli með að fróa sér - umskurður var m.a.s. innleiddur í enskumælandi löndum í forvarnarskyni gegn sjálfsfróun á 18.öld - má auðveldlega setja fram þá kenningu að öll heimsins ógæfa stafi af þessum umskornu mönnum sem geta ekki fengið útrás á annan hátt með þessu endalausu veseni" -glh

HVAÐ GENGUR HÉR Á HJÁ VÍÐLESNASTA BLAÐI LANDSINS???
Blaðamanni þykir greinilega ekki væntum starfið sitt, nema að þetta sé Baggalútur og þá er þetta mjög fyndið sem það er reyndar hvernig sem á það er litið.
Minnir mann á þetta ógleymanlega atriði!

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

mér finnst þetta fyndið, hver svo sem skrifaði þetta.
kv bf

21 september, 2006 14:25  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er bara uppskrift að ósiðlegum bröndurum um stressleika Woody Allen.

21 september, 2006 17:13  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Varðandi tengilinn á mig til hægri, átti ég að heita Henrique Geir Garcia, en presturinn sá sér ekki fær að segja ,,Gay-R´´ og mælti ,,Gveir´´, er mér sagt, ekki að ég muni eftir því.

21 september, 2006 18:32  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim