þriðjudagur, janúar 23, 2007

Fullkomnun

Ég vil fullyrða að ekki sé hægt að gera betri útvarpsþætti en þá sem nú eru endurfluttir á Rás 2 á sunnudagskvöldum. Þar fer umsjónarmaður þáttarins Magnús Þór Jónsson yfir feril Bob Dylan.
Það eina sem ég get ímyndað mér að kæmist í hálfkvist við þetta er ef að hlutverkunum væru snúið við og að Dylan myndi fjalla um feril Meistarans. Geti einhver hoppað í hlutverk hetjunnar John Wesley Harding (eða Jónasar frá Hriflu eins og Megas setti fram á svo kaldhæðinn hátt) og reddað okkur aumu Dylan smælingjunum þessum þáttum á öðru og langlífara formati fengi sá hinn sami mikla þökk fyrir og jafnvel betra líf í paradís að þessu loknu (hver veit).
Því miður er þáttur nr.1 ekki til taks en þátt 2 og 3 má nálgast til hlustunnar hér að neðan - kætist meðan kostur er.

Þáttur 2

Þáttur 3

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim