Fyrir Tuma Thorlacius (Brandarinn sem varð aldrei þreyttur)
Langir dagar, dimmar nætur
festa rætur í draumum aumum
leka minningar í taumum – stríðum straumum
and-vaka, svefngöngufætur
festa sér rætur,
ef af líkum lætur...
Gimsteinar götunnar glitra
gangverk heilans, hefur að strita
og veröldina varfærnislega að lita.
Er þessi heimur andleg skita?
Er honum stjórnað með stjórnskyndbita?
Hjarta vanans virðist freðið – það þarf að hita
en það gerir streðið – líkamans slita... Úrslita?
En dregur til úrslita?
Er vitund mannsins um líf jarðar sokkin í djúpið?
Vinsamlegast hafið samband ef tilganginn afhjúpið
því lausn mannsins virðist vera í svo óra fjarlægð
og þegar maður lítur lengra - til stjarnanna biður maður aðeins um vægð.
Það væri ljúft að hafa fæðst grunnhygginn og vera upptekinn af frægð
Sitja sáttur í bátnum í stað þess að láta sig sökkva.
Og þeir staðhæfa það í sífellu, að nú sé aðeins að hrökkva eða stökkva
Að hika sé það sama og tapa – sjá ljósið
en aðeins þekking getur gert þig frjálsan.
Svo allt tal um þátttöku í leiknum og hvað þá úrsögn hlýtur að vera blekking.
Markmiðið hlýtur að tengjast því að reyna að skilja augnablikið áður en það er liðið...
Að þekkja stund hamingjunnar áður en hún er liðin...
Og skilja sköpun sína jafnvel áður en hún er framkvæmd...
Að vita hvort snjókornin sem ljósastaurarnir lýsa upp séu í frjálsu falli...
Hvort þau falli í óreiðu eða hvort þetta sé allt skipulagt.
Það má finna ljós í dimmustu augum mannsins, hamingju í andliti hinna dánu.
Þetta er allt svo undarlegt - yfirleitt svo sorglegt – en á nóttu sem þessari yndislegt.
Daði
1981-
Til minningar um Tuma Thorlacius. Sé þig seinna
festa rætur í draumum aumum
leka minningar í taumum – stríðum straumum
and-vaka, svefngöngufætur
festa sér rætur,
ef af líkum lætur...
Gimsteinar götunnar glitra
gangverk heilans, hefur að strita
og veröldina varfærnislega að lita.
Er þessi heimur andleg skita?
Er honum stjórnað með stjórnskyndbita?
Hjarta vanans virðist freðið – það þarf að hita
en það gerir streðið – líkamans slita... Úrslita?
En dregur til úrslita?
Er vitund mannsins um líf jarðar sokkin í djúpið?
Vinsamlegast hafið samband ef tilganginn afhjúpið
því lausn mannsins virðist vera í svo óra fjarlægð
og þegar maður lítur lengra - til stjarnanna biður maður aðeins um vægð.
Það væri ljúft að hafa fæðst grunnhygginn og vera upptekinn af frægð
Sitja sáttur í bátnum í stað þess að láta sig sökkva.
Og þeir staðhæfa það í sífellu, að nú sé aðeins að hrökkva eða stökkva
Að hika sé það sama og tapa – sjá ljósið
en aðeins þekking getur gert þig frjálsan.
Svo allt tal um þátttöku í leiknum og hvað þá úrsögn hlýtur að vera blekking.
Markmiðið hlýtur að tengjast því að reyna að skilja augnablikið áður en það er liðið...
Að þekkja stund hamingjunnar áður en hún er liðin...
Og skilja sköpun sína jafnvel áður en hún er framkvæmd...
Að vita hvort snjókornin sem ljósastaurarnir lýsa upp séu í frjálsu falli...
Hvort þau falli í óreiðu eða hvort þetta sé allt skipulagt.
Það má finna ljós í dimmustu augum mannsins, hamingju í andliti hinna dánu.
Þetta er allt svo undarlegt - yfirleitt svo sorglegt – en á nóttu sem þessari yndislegt.
Daði
1981-
Til minningar um Tuma Thorlacius. Sé þig seinna
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim