mánudagur, júní 25, 2007

Hugguleg helgi að baki

















Yndisleg helgi að baki.

Á föstudaginn buðum við Arna, þeim Daða og Heiðu, Viðar og Rögnu í mat en Andri og Linda voru forfölluð.

Arna vippaði út úr erminni mörgum af sínum helstu töfrabrögðum. Gestirnir fengu suðrænan fordrykk og að því búnu þessa líka ljúfu bruschetta í forrétt. Í aðalrétt grillaði hún lambakjöt og eftir það beið okkar nýbökuð frönsk súkkulaðikaka - ekki amalegt að eiga slíka konu.
Á laugardaginn fór ég svo og heimsótti Meistara Tómas og grillaði þar ásamt öðrum Meisturum, þeim Baldri og Ívari. Menn ræddu heimsmálin yfir grillmatnum og við sannfærðum Knútsson um að Viðreisnarstjórnin væri málið:) Þegar við höfðum lokið okkur af, puttuðu menn sig í rassinn og spiluðu Playstation - eins og menn vilja gera. Að sjálfsögðu var ég algjör farþegi og dróg Knútsson með mér niður í svaðið á meðan Íslandsmeistara- og landsleikjalausu lausafjármennirnir hrósuðu sigri í óraunveruleikanum.
Kvöldinu var svo slúttað á tónleikum með Hjálmum þar sem Megas var gestur. Það var heldur betur andleg fróun sem fólst í því að sjá hann flytja þó ekki væri nema 4 lög (missti af byrjuninni). Fyrst söng hann með KK lagið ,,Sit og bíð við gluggann" en svo söng hann 3 lög einn og það var þétt pönkrokk stemmning sem kom skemmtilega á óvart. Fyrst var það ,,Krókódílamaðurinn" sem kom mjög vel út og vonandi að hún hljómi svipað í haust og ekki voru síðri útgáfurnar af ,,Paradísarfuglinum" og ,,Við sem heima sitjum#45" - að því búnu skutlaði ég drengjunum uppá Vegamót og hélt heim á leið. Sunnudagurinn fór að miklu leyti í svefn og nú er ég mættur aftur á næturvaktartörn.

Efnisorð:

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

ég vil nú ekki eigna sjálfri mér allan heiðurinn að matnum - þetta var góð samvinna.
það er nú heldur ekki amalegt að eiga þig sæti minn.. ryksugaðir svo vel áður en gestirnir komu og líka vel í hornin ;)

25 júní, 2007 01:54  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim