sunnudagur, júní 17, 2007

Lakers komið á leiðarenda með Kobe? (uppfært)

Fjölmiðlar í Los Angeles og NY fullyrða að Kobe Bryant hafi hitt Jerry Buss á Spáni og ítrekað ósk sína um að verða skipt - enda hafi klúbburinn ekki staðið við loforð sín um að byggja upp annað meistaralið. Hafa bæði Chicago og Knicks verið nefnd í því sambandi (sem er skrítð, því hvað í andskotanum hefur Kobe að gera í Knicks og svo hefur Knicks ekkert að bjóða Lakers).
Uppfært: Kobe virðist vera á leiðinni burt

Bryant á víst að hafa sett fram lista yfir þau þrjú lið sem hann myndi vilja spila fyrir og eitt af þeim er Chicago. Blöðin hafa því verið að velta því fyrir sér hvað Chicago yrði að bjóða í skiptum og hafa annar vegar verið nefndir Ben Wallace, Ben Gordon, Lual Deng + nýliði Chicago (þeir eiga valrétt nr.9) eða Luol Deng, Ben Gordon or Tyrus Thomas + áðurnefndan nýliðarétt (Mike Conley - er talinn líklegastur til að verða valinn af Chicago). Ef að yrði, þá væri seinna valkosturinn sennilega skynsamlegri til lengri tíma litið enda Wallace á síðustu metrunum.
Mér finnst hins vegar undarlegt ef að Chicago myndi sættast á þetta. Sérstaklega að missa bæði Ben Gordon sem er 24 ára og með 21 stig að meðaltali og Deng sem er 22 ára og með 22 stig að meðaltali.

Kannski verðum við Lakers menn að horfast í augu við það að Kobe mun ekki leiða okkur til sigurs í NBA-deildinni og reyna að byggja upp nýtt lið. Því miður erum við ári of seinir að skipta honum út fyrir Lebron sem hefði auðvitað verið algjör snilld. Það gæti því hreinlega verið fínn kostur að byrja alveg frá grunni.

Ben Gordon, Loul Deng, Tyrus Thomas, Andrew Bynum og vonandi sterkur nýliði yrðu þá uppistaðan og ekki væri verra ef að liðið myndi yngja en frekar upp og skipta Odom, Kwame og Mihm út - Dwight Howard kemur strax upp í hugann. Ef að þetta yrði niðurstaðan sem er auðvitað mjög langsótt þá ættum við að vera komnir með veldi innan 5-7 ára. Bynum er 20 ára, Ben Gordon 24 ára, Deng 22 ára, Dwight Howard 22 ára, Tyrus Thomas 21 og nýliðinn væntanlega 20 ára. Þá er bara spurningin hvort að það sé ekki hægt að skipta út hinu gamla ruslinu líka fyrir nýliða? Það er svo auðvitað grætilegt að Lakers hafi valið Jordan Farmar í fyrravor fram yfir Gibson sem gerði góða hluti í úrslitakeppninni með Cavs.
Það sést best hversu Lakers hefur skitið á sig í kaupum og kjörum á leikmönnum, þegar að við reynum þessi skipti. Ég myndi glaður skipta á Odom og Kwame fyrir Dwight Howard en vegna þess a hann er svo ungur er hann aðeins með helminginn af launum Kwame (sem er auðvitað skandall).


Hvað segið þið - hvað á Lakers að gera?

Að lokum: Af hverju sýnir ekki S1 ,,The Daily show" með Jon Stewart. Þvílík snilld, mun betri en bæði Leno og Letterman.

Efnisorð:

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Dwight Howard er öflugur, en ber ekki einu sinni vott af þeirri mýkt sem þarf í skotin sem er hann er að reyna oft á tíðum. Ef KB fer -> breyta nafninu í Los Angeles Jazz, eða hreinlega leggja liðið niður.

Óttalega er þessi LB saga orðin þreytt, hann kemst ekki með tærnar þar sem KB hefur 2ja daga gömul fótspor hvað varðar sóknarleik. Og þá tek ég ekki með inn í reikninginn handbolta-finturnar og 20kg aukalega af vöðvum til að hendast í gegnum varnir og troða svo eða taka létt lay-up - ég er að tala um pure skills.

18 júní, 2007 05:07  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

En er hann ekki bara... (og nú viðurkenni ég að ég hef ekki séð marga leiki í ár með Orlando, 3 eða 4) að taka þessi skot vegna þess að liðið er ekki betra en svo?
Ég er ekki viss, en ég gæti trúað því að þeir yrðu öflugir saman í framtíðinni hann og Bynum.

Lebron sagan er þreytt og ég er gjörsamlega sammála því að hann hefur ekki sömu hæfileikana og Kobe EN það hefði verið snjallt að skipta á þeim upp á framtíðina. Lebron virðist auk þess líka fá að nota þennan skrokk sinn og ruddast áfram. Þess vegna fær hann auðveldari skot en Kobe.

Ég held að Lakers verði að fara að byggja upp nýtt lið - þeir virðast ekki vera að ná í O´Neal hjá Pacers né Garnett (þurfa að fórna of miklu) og tíminn flýgur.
Þeir eiga hvort sem er ofboðslega erfitt verk fyrir höndum þegar að maður horfir á Dallas, Suns og Spurs og kannski er betra að skipta Kobe út fyrir menn sem geta dominerað eftir 4-6 ár þegar að þau lið verða á endastöðinni.
Nú virðist Kobe líka vera búinn að taka þessa ákvörðun og lítið annað að gera en að skipta.
Nema auðvitað að þeir skipti hálfu liðinu fyrir Garnett eða O´Neal og reyni að vinna titil næstu 3-5 árin... en þá taka þeir líka afleiðingunum næsta áratuginn á eftir.

18 júní, 2007 05:56  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já Howard getur ekki búið sér til skotfæri sjálfur eins og Kobe getur, þegar hann gerir það þá er það eins og að horfa á Friðrik Stefáns spila körfu s.s. frekar stirðbusalegt - allavega af því sem ég hef séð hann. En að horfa á manninn troða er annað mál = sýning. Annars bara fuck Lakers ;)

18 júní, 2007 20:59  
Anonymous Nafnlaus sagði...

LA Lakers má hrúga til sín þessum mönnum fyrir Bryant. Þessir Bulls menn hafa hæfileikanna, það vita allir. Það eru ekki hæfileikarnir þeirra sem skipta máli heldur hvernig þeir munu ná saman sem hluti af nýrri leiðsheild LA Lakers. Ef það gerist ekki þá eru þeir í sama pakka og NY Knicks.

20 júní, 2007 09:31  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim