laugardagur, júní 16, 2007

Fyrirliði kvennalandsliðsins full í viðtali?

Ásthildur Helgadóttir fyrirliði kvennalandsliðsins lét eftirfarandi orð falla um það hvernig hvetja mætti fólk til að mæta á leikinn gegn Frökkum ,,Við erum kannski besta íþróttaliðið á landinu eins og er" (kíkið á þetta stutta myndbrot).

Hahaha! Hvað gengur henni til með þessu?

Eins og áður hefur komið fram spilaði eitt sinn 3.flokkur karla Knattspyrnufélagsins Fram við A-landslið kvenna og sigraði 14-1. Nú hafa reyndar orðið töluverðar framfarir í kvennaknattspyrnunni en ég efa það stórlega að A-landslið kvenna myndi vinna meðalgott lið í 2.flokki karla.

Nú er kvennalandsliðið í kringum að mig minnir 20.sæti á styrkleikalista FIFA en handboltalandsliðið er að ná í kringum 7.sæti á HM.

Það væri því gaman að fá það á hreint hvaða reikniaðferðir Ásthildur hefur notað í útreikningum sínum. Kannski miðað við pund fyrir pund, kyn og fjölda þátttakenda á heimsvísu í íþróttinni + eitthvað vafasamt.

En þá gæti íslenska karlalandsliðið í körfubolta líka losað sig við Brenton Birmingham og sagst vera besta körfuboltalandsliðið í heimi miðað við höfðatölu, hæð og án þess að nota blökkumann + eitthvað vafasamt.

Það væri nú líka gaman ef að Úrvalslið Alheimsins myndi skora á kvennalandsliðið?

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim