Best of facebook
Er þessi síða að drepast?
Ég skal ekki segja, en hér koma nokkrir punktar.
Pylsupartý: Við Arna buðum færri í pylsupartý en við hefðum viljað og sennilega hefði verið best að halda það í þrennu lagi, en svona er þetta. 40 vinir og nánustu ættingjar mættu og höfðu ágætlega gaman af. Það vantaði eiginlega bara lakkrís breakpinna og malcom maclaren til að fullkomna flash-backið.
Tónlist: Óhætt er að mæla með nýju live Megasar&Senuþjófa plötunni sem er blanda af nýjum og gömlum ,,hit"-um. Þá er Egill Sæbjörnsson að gera góða hluti með sinni nýju plötu og ljóst að nýja útgáfufyrirtækið Borgin fer vel af stað.
Stjórnmál: Rétt er að benda áhugamönnum um samningagerð á pistil eftir samningasérfræðinginn Silju Báru. Annars er ég sjálfur að dunda mér í smá verkefni sem gæti kætt menn.
Knattspyrna: Enski fer að rúlla og menn ekki á eitt sáttir hverjir munu taka deildina. Liverpool eru líklegastir í augnablikinu en það kann að breystast með sölum á mönnum. Chelsea eru þéttir að vanda og City kaupa alla þá sem einhvern tímann hafa getað sparkað í bolta. Þetta verður erfitt hjá United og ekkert minna en rosalegt tímabil lykilmanna mun nægja til sigurs.
Er lífið ekki dásamlegt?
Ég skal ekki segja, en hér koma nokkrir punktar.
Pylsupartý: Við Arna buðum færri í pylsupartý en við hefðum viljað og sennilega hefði verið best að halda það í þrennu lagi, en svona er þetta. 40 vinir og nánustu ættingjar mættu og höfðu ágætlega gaman af. Það vantaði eiginlega bara lakkrís breakpinna og malcom maclaren til að fullkomna flash-backið.
Tónlist: Óhætt er að mæla með nýju live Megasar&Senuþjófa plötunni sem er blanda af nýjum og gömlum ,,hit"-um. Þá er Egill Sæbjörnsson að gera góða hluti með sinni nýju plötu og ljóst að nýja útgáfufyrirtækið Borgin fer vel af stað.
Stjórnmál: Rétt er að benda áhugamönnum um samningagerð á pistil eftir samningasérfræðinginn Silju Báru. Annars er ég sjálfur að dunda mér í smá verkefni sem gæti kætt menn.
Knattspyrna: Enski fer að rúlla og menn ekki á eitt sáttir hverjir munu taka deildina. Liverpool eru líklegastir í augnablikinu en það kann að breystast með sölum á mönnum. Chelsea eru þéttir að vanda og City kaupa alla þá sem einhvern tímann hafa getað sparkað í bolta. Þetta verður erfitt hjá United og ekkert minna en rosalegt tímabil lykilmanna mun nægja til sigurs.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Knattspyrna, Stjórnmál, Tónlist
2 Ummæli:
þetta er sorgardagur fyrir þessa síðu. Helvítis facebook BS er búið að hel gleypa þig og núna virðist ekki aftur snúið... þetta er sorgelegt... láttu mig vita þegar þú ert kominn á Twitter.
ciao,
Ívar
:)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim