laugardagur, nóvember 07, 2009

Stóra prófið

Það var alltaf fyrirséð í mínum augum þegar að leikmannaglugginn lokaði að United myndi lenda í erfiðleikum á þessu tímabili. 8 sigurleikir í 11 leikjum, plús eitt jafntefli er framar vonum að mínu mati enda ljóst að með sambærilegu formi út leiktíðina myndi liðið enda með 86 stig sem fer ansi nærri því að duga til sigurs í vor.
En það er langt því frá allt sem sýnist. Gallarnir eru þeir að United hefur ekki verið sannfærandi, aðeins spilað eins og meistaralið í einum hálfleik (gegn Wigan) í deildinni, en í öðrum leikjum hefur verið töluvert basl á liðinu, margir sigrar með einu marki og nokkrir þar sem allt hefur fallið með liðinu (Man City og Arsenal þar á meðal).
Á sama tíma er kosturinn sá að töluvert stór hluti hópsins hefur verið að detta í meiðsli og því ekki enn náð að smyrja sig saman. Van der Sar er að detta inn eftir að hafa misst af fyrstu átta leikjunum (sem kom vægast sagt fram í panik-áhrifum í vörninni), Vidic og Ferdinand eru búnir að vera í tómu tjóni enda komu þeir meiddir inn í nýtt tímabil (Ferdinand verður áfram meiddur, sem betur fer miðað við hans framlag á tímabilinu). Carrick sem akkeri á miðjunni hefur verið ólíkur sjálfum sér og spilað 5 leiki, besti miðjumaður liðsins síðasta tímabil (Fletcher) hefur sömuleiðis misst úr og ljóst að þegar aðalmarkvörðurinn, aðalmiðvarðarparið og sú samvinna sem best gekk upp á miðjunni í fyrra vantar (plús besta knattspyrnamann heims) að þá er ekki hægt að gera meiri kröfur til liðsins. Þá er sóknarleikur liðsins ekkert sérstakur, þó að Valencia og Berbatov séu að koma til og maður hlýtur eiginlega að spyrja ,,hvernig er United að vinna þessa leiki?" þ.e. með öðru en gömlum vana (kenndu liði að sigra deildina og það gleymir því aldrei).
Stóra prófið, sálrænt séð kemur á útivelli gegn Chelsea á sunnudaginn. United er í basli en Chelsea er í meistaraformi á góðri siglingu - með öðrum orðum, það er hætta á niðurlægingu. United er nýbúið að fá á sig þrjú mörk gegn ágætu liði frá Rússlandi en í því liði var enginn Drogba, Anelka eða Lampard auk þess sem United er ekki að fara að skora þrjú á Brúnni. Niðurlæging gæti því verið niðurstaðan, tap mjög líklega en allt umfram það er sigur (líka jafnteflið). Það að halda forystu Chelsea í innan við þremur stigum væri sterkur leikur á þessum tímapunkti, því að Chelsea liðið á þrátt fyrir massífa stöðu eftir að missa menn á Afríkumótið og einhverja af eldri mönnunum í meiðsli yfir langan og kaldan veturinn. Án þess að gera lítið úr öðrum liðum þá er þetta fyrsta stóra prófið á það hvar United stendur í komandi titilbaráttu. Niðurstaðan að mínu mati er sú að núverandi staða í deildinni gefi ranga mynd af spilamennsku liðsins hingað til sem hefur verið slök - hvort það reynist síðar jákvætt eða neikvætt verður að koma í ljós.

Samanburður á líklegum byrjunarliðum, betri maðurinn á þessu tímabili í ,,bold"

Cech - Vds

Cole - Evra (jafnir)
Terry - Vidic
Carvalho - Evans
Ivanovic - O´Shea (jafnir)

Essien - Carrick
Lampard - Fletcher
Ballack - Valencia
Malouda/Deco - Giggs

Drogba - Rooney
Anelka - Berbatov

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ef þú hefur ekki séð þetta þá verðurðu að tékka á þessu:
http://www.youtube.com/watch?v=E_EXqdJ4L7I sjúklega fyndið

AFO

08 nóvember, 2009 14:10  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Hehehe var búinn að sjá þetta en takk fyrir að rifja þetta upp.

Hér getur þú séð allt uppistandið, þ.e. byrjar á par 1 af 8 og við hliðina á því hægra megin er restin.

http://www.youtube.com/watch?v=gBr77o7OXKc&feature=fvw

09 nóvember, 2009 02:37  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim