laugardagur, nóvember 06, 2010

Based on a true story

Á reykmettaðri efri hæð Grand Rokk, meðal barlóma, svolara og andlitslausra ógæfumanna blasti hún við þessi toppklippta snót í hvítri prjónapeysu. Hún sat í horninu í skugga hátalara ásamt vinkonu sinni og horfði á Megasukkið flytja tíðindi úr undirheimum með dramakómískum áherslum þriðja eyrans sem riðlaðist á verkfæri sínu berskjaldaður en þó einkum að ofan, svo að eyrnasneplar hennar blöktu í hljóðbylgjunum.

Hvað var hún að gera á þessum stað, fjarri ísfirskum heimkynnum sínum og því rúmfræðilega mengi sem slíkar stúlkur yfirgefa ekki svo glatt? Gat verið að hún væri mætt inn á þennan vígvöll til vísindalegs undirbúnings? Að hún væri mætt til að kanna viðfangsefnið, taka fyrsta skrefið í átt að því stórvirki að draga verðandi barnsföður sinn upp úr eymdinni og gefa honum trú á lífið? Hún brosti feimnislega er hún uppgötvaði að ég hafði nappað hana fylgjast með mér en sveif svo út í nóttina án allrar viðvörunar.

Ég sat áfram klístraður í stólnum eins og ég hafði gert svo mánuðum skipti. Megasukkið var farið að breytast í klið úr fjarlægð vegna fúkyrða flækingja og reykingja frillnanna sem lyktuðu eins og togari sem er nýkominn í höfn. Á næsta borði sátu tannlausar bölvandi byttur að leik á tættum dúk sem einhvern tímann hafði verið skákborð og á bakvið mig nudduðust ungir drengir sem pettuðu hvorn annan eins og þeir ættu lífið a leysa. Ég hélt að ég gæti ekki orðið hamingjusamari.

Síðar meir hittumst við á fallegu vorkvöldi, ung og skuldlaus. Eftir snarpar samningaviðræður að viðstöddum lögfræðingum varð niðurstaðan sú að ég yfirgaf ghettóið fyrir hana og hún guð fyrir mig. Síðan þá hef ég ekki litið til baka eða eins og eitt þekktasta íslenska skáld 20.aldarinnar orðar það ,,hamingjan er hér".

Er lífið ekki dásamlegt?

8 Ummæli:

Anonymous Henrik sagði...

Þetta var hressandi lesning, verð var við nýjan stíl hér, alla vega miðað við fyrra efni sem var ekki af verri endanum (nýr stíll í verri endann, það væri alla vega læknisfræðilegt, annars er spurning hjá sumum hvor endinn er betri, en í upphafi skyldi endinn skoða).

08 nóvember, 2010 22:30  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Gefur orðum Elizabeth(ar) II nýja merkingu: ,,Novus-Anus horribilis".

Gaman að einhver hefur gaman að þessu, grunar að fáir lesi þetta blogg ennþá.

09 nóvember, 2010 02:13  
Anonymous arna sagði...

ég las (og les) og hef aðeins eitt að segja: ást á þig og aldrei mun ég sjá eftir að hafa hlýtt á megasukk þetta kvöld né nokkur önnur kvöld :)

ps. vil samt leiðrétta að guð var farinn úr mínu hjarta löngu fyrir þetta ;)

26 nóvember, 2010 16:17  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Aldrei að eyðileggja góða sögu með sannleikanum :)

26 nóvember, 2010 19:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hello, you site is very funny he told me to cheer up .. Merry Christmas.

08 desember, 2010 19:49  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hope to see same more information in futere.

18 desember, 2010 02:20  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Good Article
http://www.medcareforyou.com/product/actonel/

22 desember, 2010 20:43  
Anonymous Generic Levitra (Vardenafil) sagði...

This is good site to spent time on.

05 janúar, 2012 10:34  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim