miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Stórtíðindi - Megasukkplatan komin í hús

Það er við hæfi að Jónas Hallgrímsson fái þessa afmælisgjöf frá eftirmanni sínum og hans fylgismönnum. Megasukkplatan ber nafni ,, Hús Datt" og er snilld.
Það segir mikið til um gæðin að við fyrstu hlustun hljómar hún mun betur en ,,Takk" með Sigur Rós.
Oft er sagt að ,,less is more" - hér á slíkt ekki við. 21 lag á plötunni og hvert öðru betra. Góð blanda af þjóðlögum, drykkjusöngvum og Megasarlögum, þétt en létt og Megasukkið klikkar ekki.
Hef trú á því að eldra fólk kunni að meta plötuna, jafnvel elska hana - og erum við ekki öll í vandræðum með hvað á að gefa ömmu og afa jólagjöf?
Mig dreymdi það síðasta vetur að hulstrið á Megasukk plötunni yrði gullhúðað og hún myndi seljast í 15.000 eintökum - ég gæti trúað því að hún færi í það minnsta helminginn af því.

Lög:
1. Á fætur (táp og fjör)
2. Ég er á förum (til fjarlægra landa)
3. Fljótfærni (-og húsið datt)
4. Útaf með angur og kvíða (inná með örvæntinguna sjálfa)
5. Fólafat (fatlafól í nýstárlegri útgáfu)
6. Hvar er féð
7. Bjarni bróðir (þjóðlag)
8. Laugardagskvöld (Sænskt þjóðlag/Magnús Ásgeirsson)
9. Sit og bíð við gluggann (KK/Megas)
10. Það stendur skrifað (Erlent lag/Jónas Árnason)
11. Litla Ljót (L.Í.Ó.T ... liggðu flöt en krepptu hné)
12. Pabbarabb (Erlent lag)
13. Hugnun (Jónas Hallgrímsson)
14. Bessastaðablús (kúkurinn í lauginni)
15. Ljóað á lausráðna (í spilun í útvarpi)
16. Það finnst ekki ( Erlent lag/ Jónas Árnason)
17. Eðalfreyjublús (ég á mér eina víðáttuvæna frú)
18. Guðjón 2000 (Hommage á Þ.E. og H.T.) ,,Þú ert sjálfur Guðjón innst í hjarta"
19.Adieu capital (Geir minn geir með vörtu)
20. Ontaríó (Halldór Laxness)
21. Vindlingar og viskí (erlent lag/cigaretts, whisky and wild wild women)

Niðurstaða: Besti diskur ársins - gæti orðið ein best heppnaða plata í íslenskri tónlsitarsögu...
já og jafnvel í tónlstarsögunni almennt. Hér eftir munu menn fagna degi íslenskrar tungu vegna útkomu ,,Hús datt" en ekki vegna Jónasar.
Meira eftir meiri hlustun - þakkir til Megasukksins fyrir þessa gjöf.

3 Ummæli:

Blogger Olafur sagði...

Ég á bágt með að trúa þessu.

Er hægt að nálgast þessa plötu út í næstu plötubúð?

17 nóvember, 2005 12:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Fór í 12 tóna í gær. Í skífunni var mér tjáð að sennilega kæmi hann í búðir í dag. Hann var kominn upp á lager.

17 nóvember, 2005 14:48  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta getur ekki verið satt.

17 nóvember, 2005 16:07  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim