föstudagur, nóvember 11, 2005

Af undarlegri ákvarðanatöku

Ástralska þingið færist nú nær því að hefta frelsi fólks, með lögum vegna hryðjuverka. Það er tvennt sem gerir þetta að undarlegri ákvarðanatöku. Í fyrsta lagi er almenningur mjög óánægður og í öðru lagi hafa hryðjuverkamenn aldrei ráðist á Ástralíu - og því spyr maður sig hvort þetta sé ekki slæm landkynning? hryðjuverk í Ástralíu? Það er líklegra núna.

Bush er að fara til Asíu, heldur kannski að fólk gleymi að hann sé forseti um stund, enda aldrei verið óvinsælli. Hugsanlega og vonandi er hann að hefja nýtt líf einhvers staðar í klaustri með Dali Lama en líklegra þykir mér að hann sé að láta verða að því að fara til Víetnam og láta taka mynd af sér - í landi sem hann átti eitt sinn að hafa dvalið í við herskyldu.

Condoleezza Rice er svo kominn óvænt til Írak, en hún er að fara í ferðalag um Mið-Austurlönd.
OK, ég veit hvaða ráðherraembætti hún skipar - en er ekki hægt að senda einhvern annan en svarta konu til að reyna að díla við þessa gaura - maður spyr sig.

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað bann á höfuðbúnaði íslamskra kvenna í Tyrklandi. Segir dómsstólinn að bannið kunni að vera nauðsynlegt til að vernda lýðræðiskerfið í Tyrklandi. Þetta myndu margir kalla sóvéskt lýðræði - nei svona í alvörunni er þetta góð ákvarðanataka.

Fólkið í Líberíu hefur ákveðið að kjósa sér konu sem forseta og ekkert athugavert við þá ákvörðunartöku svo sem - frekar að maður fagni. Hún er fyrsti kvennkyns forseti sem kosinn er í Afríkuríki. Færri vita hins vegar að George Weah eitt sinn besti knattspynumaður heims bauð sig fram gegn henni og tapaði - reyndar segist hann hafa sannanir fyrir kosningarsvindli.
Ennþá færri vita hins vegar að forsetinn Ellen Johnson er dóttir Ellenar úr samnefndum gamanþætti og Magic nokkurs Johnsonar - Magic Johnson showtime klúbburinn sendir kveðju til Líberíu og biður þjóðina vel að lifa.

Stiftamtmaðurinn kveður - og vonast til að vakna upp í betur stjórnuðum heimi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim