Hryðjuverk - Bush - Lakers - Megasukk
Stærstu hryðjuverk í sögu Jórdaníu voru framin í gærkvöldi. Á þessum tímapunkti hafa 56 verið úrskurðaðir látnir og um 150 eru slasaðir eftir þessar sjálfsmorðsárásir á þrjú hótel í Amman. Æðstu menn Al-Qaeda í Írak eru taldir ábyrgir á þessu... með Al-Zarqawi sem er aðalmann. Þetta er afar hentugt fyrir hinar vestrænu þjóðir sem margar hverjar t.d. Ástralía og Bretland eru að reyna að fá í gegn lög gegn borgurum vegna mögulegra hryðjuverkaárása. Reyndar skeit Blair á sig og tapaði sínu fyrsta máli í þinginu frá því að hann tók við vegna laga sem eiga einmitt að hefta frelsi einstaklingsins vegna hryðjuverka. Breskt blöð eru uppfull af því að Blair eigi að pakka saman og hætta þessu, tala um Brown sem eftirmann – enda átti hann samkvæmt samningum löngu að vera búinn að taka við... en hvar eru íhaldsmenn? Þeir eru í leiðtogakrísu eins og Sjálfstæðismenn í borginni, en ólíkt Sjálfstæðisflokknum eiga breskir íhaldsmenn í höggi við alvöru stjórnmálamenn, en ekki kjána. Annars er þetta undarlegt stríð gegn hryðjuverkum, þar sem hryðjuverk lík þeim sem áttu sér stað í Jórdaníu styrkja stöðu vestrænna valdhafa til að grípa til róttækra aðgerða og hefta frelsi fólksins sem kýs þá – er þetta bara ég eða er þetta brenglað lýðræði? Maður getur ekki annað en tekið undir með Pétri Blöndal, þegar menn bregaðast við með þeim hætti sem Bandaríkjamenn hafa gert og yfirvöld Í Bretlandi og Ástralíu stefna að þá eru það hryðjuverkamenn sem stjórna heiminum.
Nýjustu fréttir herma svo að Peking eða Beijing eins og Tjörvi myndi segja, sé næsta skotmark hryðjuverkamanna.
Reyndar hafa líka verið gerðar nokkrar sjálfsmorðsárásir í Baghdad og meðal annars létust 34 í sprengingu á veitingarhúsi, en það mátti kannski búast við slíku.
Lítt er ástandið betra í Frakklandi og menn halda áfram að brenna bíla víðsvegar um landið. Atvinnumanninum okkar knáa er hins vegar óhætt.
Bush reynir að bæta ímynd sína enda aldrei verið óvinsælli. Var að veita A. Franklin og Muhammed Ali heiðurorðu – sem er svona eins og kínverski kommúnistaflokkurinn færi að heiðra Meistara Dali Lama sem Bush hitti einmitt líka - kannski er þetta það sem koma skal? Nei, setti aðeins á Fox og þar er Bill O´Reilly alltaf sama helvítis fíflið – einhver blanda af Gobbels, Ingva Hrafni og Hannesi Hólmsteini... þið getið rétt ímyndað ykkur útkomuna. Annars segir sagan að Bush og Cheney séu ósáttir. Ætli fari fyrir Bush eins og David Palmer í annarri seríu – að hann verði svikinn. Mike og Cheney eru nú ekki ólíkir... það eru hins vegar Palmer og Bush.
Jæja, Lakers töpuðu svo gegn Minnesota. Kobe með 28 stig, þarf að vera í 35+ til að Lakers vinni.
Hvet fólk svo til að sleppa kaffinu í morgunsárið á morgunn og innbyrða í staðinn greinar úr Stúdentablaðinu. Rótsterkar segja sumir, róttækar segja aðrir. Maggi Björns að gera fína hluti – hristir upp í hlutunum. Hitti hann einmitt og hann hafði heyrt Megasukk plötuna og sagði að hún væri solid, jafnvel þó það ætti eftir að mastera hana – það eru þó einhverjar jákvæðar fréttir... ,,og húsið datt”.
Örugglega fullt af fréttum sem gleymdust en svona er þetta... áfram með þetta!
Kv. Helvítis Stiftamtmaðurinn.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim