þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Tölfræði

Nú hafa leikmenn Everton spilað í kringum 1080 mín í ensku úrvalsdeildinni og gert 4 mörk. Það gerir 1 mark á hverjum 270 mínútum spiluðum ...

sem er þó framför.......

Frá því þegar Everton menn höfðu spilað í um 900 mínútur og gert 2 mörk eða u.þ.b. mark á hverjum 450 mínútum spiluðum.

Til samanburðar má nefna tölfræði tugþrautarkappans Jóns Arnars Magnússonar sem hóf leik 28 sinnum á sínum ferli, en kom einungis tvisvar í mark. það gerir gerir að meðaltali afar mörg svekkelsi.

Áfram fótbolti

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim