Forskot á sæluna

Ég ætla ekki að gerast svo kræfur að skrifa spekingslega um Megas þeirra Bandaríkjamanna, enda hefur hann eins og okkar maður á Íslandi verið krufinn fram og til baka (en aldrei þó til mergjar).
Hins vegar vildi ég rétt aðeins benda á brot úr viðtali við kappann, en glöggir menn ættu að átta sig á því hvar má komast yfir restina af þessu viðtali. Viðtalið er auðvitað tekið vegna væntanlegrar plötu sem út mun koma út næsta þriðjudag (29/8) og ber heitið Modern times. Tilhlökkunin orðin mikil, reyndar búinn að heyra eitt lag sem olli vonbrigðum en það detta vonandi inn einhverjar perlur.

0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim