Því þótt þú gleymir Guði, þá gleymir Guð ekki þér
Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgst hefur með fréttum að trúarofstæki þykir töff nú um stundir. Í tilefni af 11.september nú nýverið ákvað trúarlegur leiðtogi Bandaríkjanna og ,,leiðtogi hins vestræna heims " að minna okkur á að við erum í stríði fyrir okkar siðmenningu og baráttan er við Íslamska fasista.
Ratzinger sem áður var yfirmaður Rannsóknaréttsins en við þekkum betur nú sem Benedict páfa gat ekki verið minni maður og mælti því fyrir hönd kaþólikka að Múhammeð spámaður hafi innlimað slæma og ómanneskjulega siði t.d. með útbreiðslu trúarinnar með sverði og ákveður svo að hafa vitið fyrir þeim en skýtur sig sjálfan í fótinn með því að segja ,, Hver sá sem vill boða trú, þarf að vera orðheppinn og skynsamur en ekki beita ógn og ofbeldi" Aldeilis orðheppinn pápi og ekki fékk hann viðurnefnið ,,varðhundurinn" fyrir að beita ekki ógn og ofbeldi. Ekki fannst honum heldur viðeigandi eftir þessa 600 ára gömlu tilvitnun að rifja upp blóðuga sögu kristinna manna síðan þá krossför gegn Islam, rannsóknarréttarins, nornaveiða, siðaskipta eða helfararinnar sem var réttlætt þar sem gyðingum var kennt um dauða Jesú, nei það var óþarfi.
Þá var komið að okkar manni í Sómalíu, Sjeik Abubukar Hassan Malin sem hvatti múslima til að myrða Páfann og einhverjum álíka skynsömum fannst rétt að brenna eins og nokkrar kirkjur.
Nú er beðið eftir viðbrögðum frá Gyðingum og Hindúum - talsmaður Búddista er hins vegar að sögn ritara síns ekki líklegur til að leggja neitt til málanna þar sem hann liggur undir Bodhi tréinu og reynir að öðlast Nirvana.
Ég hef mitt til málanna að leggja í þessa umræðu sem erfitt er að toppa, og það á jafnt við um deilendur og ykkur skynsemishyggju heiðingjanna sem að þessu hlóguð:
Ratzinger sem áður var yfirmaður Rannsóknaréttsins en við þekkum betur nú sem Benedict páfa gat ekki verið minni maður og mælti því fyrir hönd kaþólikka að Múhammeð spámaður hafi innlimað slæma og ómanneskjulega siði t.d. með útbreiðslu trúarinnar með sverði og ákveður svo að hafa vitið fyrir þeim en skýtur sig sjálfan í fótinn með því að segja ,, Hver sá sem vill boða trú, þarf að vera orðheppinn og skynsamur en ekki beita ógn og ofbeldi" Aldeilis orðheppinn pápi og ekki fékk hann viðurnefnið ,,varðhundurinn" fyrir að beita ekki ógn og ofbeldi. Ekki fannst honum heldur viðeigandi eftir þessa 600 ára gömlu tilvitnun að rifja upp blóðuga sögu kristinna manna síðan þá krossför gegn Islam, rannsóknarréttarins, nornaveiða, siðaskipta eða helfararinnar sem var réttlætt þar sem gyðingum var kennt um dauða Jesú, nei það var óþarfi.
Þá var komið að okkar manni í Sómalíu, Sjeik Abubukar Hassan Malin sem hvatti múslima til að myrða Páfann og einhverjum álíka skynsömum fannst rétt að brenna eins og nokkrar kirkjur.
Nú er beðið eftir viðbrögðum frá Gyðingum og Hindúum - talsmaður Búddista er hins vegar að sögn ritara síns ekki líklegur til að leggja neitt til málanna þar sem hann liggur undir Bodhi tréinu og reynir að öðlast Nirvana.
Ég hef mitt til málanna að leggja í þessa umræðu sem erfitt er að toppa, og það á jafnt við um deilendur og ykkur skynsemishyggju heiðingjanna sem að þessu hlóguð:
4 Ummæli:
Menn gátu nú allveg gefist sér fyrir fram að Islamski heimurinn yrði 'pissed off' yfir því sem Páfinn sagði.. samt kemur það mörgum á óvart, skrítið!!!
Já, þetta er undarlegur heimur sem við búum í og ofmikið af geggjuðu fólki sem trúir einhverju ótrúlegu bulli.
ég hef aldrei náð þessu trúaræsingi, hverju máli skiptir hver trúir á hvað lengi sem það hjálpar þér eða gerir þér gott. Fer í taugarnar á mér hversu ótrúlega heimskt fólk er.
En skemmtileg síða gamli kv bjarni fritz
Ég þakka fyrir það. Sammála því að trúin er góð ef að hún hjálpar fólki en það er ótrúlegt hvað það er mikið af geggjuðum ofstækismönnum í þessum stærstu trúarbrögðum
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim