þriðjudagur, september 19, 2006

Trúar-brögð í tafli












Mönnum víðsvegar um heim hefur verið tíðrætt um trúmál að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Skiptast menn að því er virðist í hópa, annars vegar þeir sem bölva Páfa og hinir sem hneysklast á viðbrögðum ofsatrúar múslima.
Ekki ætla ég frekar að ganga þann troðna veg saurkasts heldur benda á viðtal við Magnús Þorkel Bernharðsson á Rás 2 í dag (á milli 18:30-19) en seinni hlutinn verður spilaður á morgunn.
Þar talar hann um tengingu milli stjórnmála og trúarbragða í Bandaríkjunum, en eins og glöggir lesendur muna fjallaði ég örstutt um fyrirlestur hans um sama efni 11.september.
Myndin hér að ofan lýsir svo í tímaröð heimsendakenningu áðurnefnds John Darby en sú kenning nýtur mikillar hylli í Bandaríkjum (eða um 40% manns sem samþykkir hana... ,,trúir henni") sem er verulegt umhugsunarefni fyrir þá sem eru ekki skítsama um þennan heim sem við búum í. Fólk sem trúir þessum þvættingi eins og ég vill kalla hann, trúir því að endalokin nálgist og hungursneyðir, plágur, náttúruhamfarir og ófriður séu vitni um það og líta svo á að Sameinuðu Þjóðirnar séu satanískar því að þær séu að reyna að stuðla að friði þegar (að þeirra mati) þetta er aðeins þróun og vilji Guðs - það þarf ekki að koma mörgum á óvart að fylgjendur trúarinnar búa flestir í Suðurríkjunum.
Fyrir ykkur hin sem haldið uppi kristinni barnatrú og aðhyllist orð Páfa, þá væri rétt að líta sér nær og ég bendi á tvennt:
1. Samantekt á morðum Guðs samkvæmt Biblíunni
2. Fermingarvers vantrúar

Lifið heil og Guð blessi ykkur!

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Sjeik með trúarbragði?

20 september, 2006 21:57  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já vondur Sómalíu Sjeik með trúarbragði!

20 september, 2006 23:32  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim