þriðjudagur, október 10, 2006

Íslömsk tortryggnistugga

Finnst rétt í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa haldið hér úti leyniþjónustu í áratugi og jafnvel fram á okkar dag að birta gamalt ljóð eftir Daða sem biðst afsökunar á rími 1&2 línu í öðru erindi. Gjörið svo vel:


Sat í tíma uppi í háskóla, þurfti að bregða mér frá
Leit á sjónvarpskjá og heldur þá mér brá...
Það var búið að fljúga á Twin Towers og Pentagon
Sögðu að vestrænar þjóðir gætu átt á öllu von... (Meira kannski von þá á vonleysi!)

Þetta var hryðjuverkaárás, Bin Laden og Al-Qaeda
Fékk í magann og þurfti úr hræðslu að fara að skíta (bleyjurapp)
Það var vitnað í Huntington og ,,Átök menningarheima”
Hélt mig hlyti að vera að dreyma... (Meira kannski svona martröð!)

Fór heim þeir voru að sína seinni vélina hrapa
Þá mundi ég að ég átti að nágranna araba
Ætli Ahmed sé uppi 3.hæð að tengja sprengju?
Og ætli sér að sprengja upp þessa blokkarlengju?... (En hann sem var alltaf svo næs gæi... eða hvað? Hvað hét hann? Ahmed... Bin Laden passar það?)

Svo ég dreif mig út og beint upp á Hlöðu
Til að reyna að kanna þessa hræðilegu stöðu
Fór í tölvu og sló Kóraninn upp í Gegni
Og á google til að finna upplýsingar á þessum arabaþegni... (Örugglega stórhættulegur!)

Komst að því að öll eintökin af Kóraninum voru úti
Og það kom upp stingur í þessum litla mallakúti
Var almenningur að tapa sér og skipta um trú?
Setja upp túrban, plana hryðjuverk, sprengja upp brú?...
(Engar upplýsingar um hryðjuverkanágranna minn... týpískt
Gat ekki einu sinni farið heim að horfa á MTV af hræðslu við hryðjuverk.)

Seint að kveldi, ég dreif mig loks heim
Og á ganginum þá mæti ég ,,þeim”
Hún með dreng en hann með skjalatösku
Eflaust í henni sprengja sem myndi breyta mér í ösku... (hvað hef ég gert þeim?)

Kveikti á sjónvarpinu, hélt þetta myndi skána
Sá þá arababörn fagna með palestískan fána
Fregnir töldu 3000 dána svo ég skellti mér á krána
En á Horninu var boðið upp á hálfmána... (Hálfmána, hugsið ykkur, Viðskiptabann á þann stað, fyrir að yfirgefa vestræna menningu)

Daginn eftir fór ég að sækja um kennarastarf upp í MS
Og þar var brjálaður ofstækismaður búinn að klæða sig í arabadress
Að dreifa boðskap Allah og eflaust slatta af Miltisbrandi
Hugsanlega með Osama í beinu símsambandi... (hver veit? bara fangelsa þennan villimann!)

Svo fræddi ég brúði og börn um bévítans Osama
Bölvuð lygi það væri að segja að þeim hafi verið alveg sama
Nú situr húsfreyjan stjörf með haglara í húminu
Og börnin eru andvaka því vofa Ayman al-Zawahiri er undir rúminu... (og inn í skápnum og svo á hann krakka í skólanum, sem enginn má bjóða heim... börn sem njósna um okkur)

Svo herti ég upp hug minn og fór út um allt
Að leita að hryðjuverkamönnum því frelsið og lýðræðið er ekki falt
Fór að brjótast inn hjá útlendingum og sýna mitt power
Fór lengra en sjálf hetjan, en sá er... – enginn annar en Jack Bauer... (Geri hvað sem er fyrir landið! Björn Bjarnason - alvöru Republicani!)

Hætti í háskólanum og gerði alvöru úr minni leit
Og bíð nú eftir að Björn fái leyfi fyrir sinni leynisérsveit
Þjálfaði mig erlendis og það tók allt sinn tíma
Og meðan ég bíð, þá er ég ólöglega að hlera síma
(,,to protect the freedom and demo,,crazy” of the Ameri... Icelandic people”)

Leitin verður löng, meðan ég stend í henni einn
Hef hlerað marga útlendinga en ekki fundið neinn
Allt meira og minna súludansmeyjar og verkamenn
En ég mun finna þá þó ég hafi ekki fundið neinn enn (vantar hryðju á verkamennina á Kárahnjúkum)...

Ég var kominn á sporið, um einn hryðjuverkasurt
Er mér þær fréttir bárust að herinn færi burt
Og þeir tóku af mér tól og hlerunartæki
Og brátt blossar upp hryðjuverkafaraldur og trúarofstæki! (Á Íslandi! ...Björn Bjarnason hvar er leynisérsveitin og íslenski herinn?)

Ég var að lesa Morgunblaðið og sá að ég stend ekki einn
Símhleranir hafa lengi tíðkast og brátt verður vegurinn beinn
Og Styrmir stendur með mér og ver hleranir í kalda stríðinu
Og brátt mun hann verja mig og þá get ég komið út úr hýðinu (óþarfi að far huldu höfði þegar maður er að berjast fyrir lýðræðið í landinu)

Við börðum niður kommunista og kæri arabi það er komið að þér!


Daði
1981-

(Byggt á hugmyndinni ,,Talkin´John Birch paranoid blues" eftir Dylan en þýðist á okkar tímum sem ,,Talandi Björn Bjarnason tortryggnisblús")

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég skynja að það er kominn tími á að vekja einhvern, og ekki um morgun.

12 október, 2006 23:37  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim