laugardagur, nóvember 25, 2006

Hörkutóla tvífarar dagsins



Tvífarar dagsins eru kynþokkafullu rauðhærðu hörkutólin Ingvar Ólason og Chuck Norris. Ingvar að sjálfsögðu eins og glöggir lesendur sjá leikmaður Fram og vinnur skítverkin neðarlega á miðjunni - er manna duglegastur innan vallar og að loknum leik fær hann sér rettu að hætti kúrekanna í villta vestrinu. Chuck Norris þekkja allir gagnkynhneigðir menn, enda einn mesti töffari hvíta tjaldsins - og því til staðfestingar hafa verið búnir til margir listar um hversu harður hann sé. Þeir sóma sér vel hlið við hlið kapparnir og sögur herma að Steven Segal hafi eitt sinn beðið Ingvar um eiginhandaráritun og að heimsþekktar fyrirsætur hafi flygst að kappanum í Tivolinu í Koben.

If you can see Chuck Norris, he can see you. If you can't see Chuck Norris, you may be only seconds away from death.

4 Ummæli:

Blogger Linda sagði...

Mjög gott hahaha hló upphátt, þarft eiginlega að tryggja að Ingvar sjái þetta;)

28 nóvember, 2006 00:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er afar sniðugt, þeir eru ótrúlega líkir (:

Kannski að ég taki það að mér að sýna Ingvari þetta á netinu niðrí Fram?

28 nóvember, 2006 12:44  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já endilega að halda þessu til haga og senda honum þetta. Kannski að hann fái jafn ódrepandi sjálfstraust og Chuck Norris

28 nóvember, 2006 17:07  
Anonymous Nafnlaus sagði...

I apologize for not understanding what you've written here (I only read English and some romance languages) ... but I wanted to thank you for linking to my poor little website...

... and I'm glad you enjoyed the Chuck Norris list! Remember, Time waits for no man. Unless that man is Chuck Norris.

01 desember, 2006 02:53  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim