Democrats in da House... and Senate?
(Jæja, þá er maður vaknaður eftir langa kosninganótt og morgunn. Set pistil næturinnar inn án breytingar, þar sem lítil breyting hefur orðið síðustu klukkutíma.)
Bandaríska þjóðin er skrýtin skepna eins og ég hef áður sagt. Í nótt háði asninn baráttu gegn fílnum (barátta asnans og fíflsins myndu margir segja). Svo fór á endanum eins og öllum er væntanlega ljóst að Demókratar tóku fulltrúardeildina og lögfræðingar fara nú í það að þræta og endurtelja atkvæði vegna öldungardeildarinnar (eða svo lítur út á þessari stundu – þar sem Demókratar hafa yfirhöndina mjög naumlega í Montana og Virginia, þar verður líklega á báðum stöðum endurtalið... í það minnsta í hinu síðarnefnda).
Hvernig stendur á því að í þriðju kosningunum af síðustu fjórum berast fréttir í miðri kosningavöku af því að víða hafi kosningar gengið illa, raðir hafi myndast og halda hafi þurft kjörstöðum opnum fram yfir tíma og það sem mest er um vert, að fjöldan öllum af fólki sem tilheyrir minnihlutahópum var meinaður aðgangur, sumum jafnvel send bréf að þau yrðu handtekin ef að þau kysu og að tölvur eða kjörseðlar hafi klikkað? Í annað skipti af síðustu þremur kosningum verður síðan að endurtelja atkvæði og úrslit kunngerð fyrir dómsstólum eftir einhverjar vikur.
Þetta er allt helvítis lýðræðið! Hvernig eiga fylgjendur lýðræðis fyrir botni miðjarðarhafs að taka þetta alvarlega, hvað þá andstæðingar þess – sérstaklega í ljósi þess að Bandaríkin og Ísrael reyna nú að knýja frá lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu og það ekki í fyrsta skiptið sem USA gerir slíkt (einn slíkur komst einmitt aftur til valda í gær, Ortega í Nikaragúa)!
Ég held að flestir sem fygdust með kosningunum hafi svo verið sammála um að það var á köflum ógnvænlegt að fylgjast með ræðum frambjóðenda eftir að úrslit voru ljós. Flestir byrjuðu á því að þakka... Guði almáttugum og Guðstalið var yfirgengilegt!
Það versta við þessar kosningar er þó varla það sem að framan er talið, heldur sú staðreynd að Repúblikanaflokkurinn rétt tapaði kosningunum frekar en að Demókrataflokkurinn hafi unnið. Írak, slæmur efnahagur, röng viðbrögð við New Orleans, skandalar, kynlífshneyksli og fleira skilaði ekki stærri sigri en raunin er.
Helvítið hann Mark Foley, sá er sendi ungum sendisveinum dónaleg skilaboð og var í meðferð á meðan kosningarnar fóru fram tapaði aðeins með 1%... sem hlýtur að vera ótrúlegt þar sem kjósendur Repúblikana eru mjög guðhræddir - siðferðilegir ofsatrúarmenn.
En allavegana þá er Nancy Pelosi nýr speaker í fulltrúardeildinni (fyrsta konan), öldungardeildinni veit væntanlega enginn hver mun stjórna og skyldi nú blessunarlega svo vel til að Demókrataflokkurinn vinni fyrir rétti einhvern tímann um jólin að þá er höfuðflón Alheimsins tilbúinn með Neitunarvaldspennann á lofti. Það er þó sáttartón að heyra úr herbúðum Demókrata en hverju það skilar er enn ekki ljóst.
Vonandi að menn nái að leysa úr þessu endurtalningarkjaftæði sem fyrst!
Bandaríska þjóðin er skrýtin skepna eins og ég hef áður sagt. Í nótt háði asninn baráttu gegn fílnum (barátta asnans og fíflsins myndu margir segja). Svo fór á endanum eins og öllum er væntanlega ljóst að Demókratar tóku fulltrúardeildina og lögfræðingar fara nú í það að þræta og endurtelja atkvæði vegna öldungardeildarinnar (eða svo lítur út á þessari stundu – þar sem Demókratar hafa yfirhöndina mjög naumlega í Montana og Virginia, þar verður líklega á báðum stöðum endurtalið... í það minnsta í hinu síðarnefnda).
Hvernig stendur á því að í þriðju kosningunum af síðustu fjórum berast fréttir í miðri kosningavöku af því að víða hafi kosningar gengið illa, raðir hafi myndast og halda hafi þurft kjörstöðum opnum fram yfir tíma og það sem mest er um vert, að fjöldan öllum af fólki sem tilheyrir minnihlutahópum var meinaður aðgangur, sumum jafnvel send bréf að þau yrðu handtekin ef að þau kysu og að tölvur eða kjörseðlar hafi klikkað? Í annað skipti af síðustu þremur kosningum verður síðan að endurtelja atkvæði og úrslit kunngerð fyrir dómsstólum eftir einhverjar vikur.
Þetta er allt helvítis lýðræðið! Hvernig eiga fylgjendur lýðræðis fyrir botni miðjarðarhafs að taka þetta alvarlega, hvað þá andstæðingar þess – sérstaklega í ljósi þess að Bandaríkin og Ísrael reyna nú að knýja frá lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu og það ekki í fyrsta skiptið sem USA gerir slíkt (einn slíkur komst einmitt aftur til valda í gær, Ortega í Nikaragúa)!
Ég held að flestir sem fygdust með kosningunum hafi svo verið sammála um að það var á köflum ógnvænlegt að fylgjast með ræðum frambjóðenda eftir að úrslit voru ljós. Flestir byrjuðu á því að þakka... Guði almáttugum og Guðstalið var yfirgengilegt!
Það versta við þessar kosningar er þó varla það sem að framan er talið, heldur sú staðreynd að Repúblikanaflokkurinn rétt tapaði kosningunum frekar en að Demókrataflokkurinn hafi unnið. Írak, slæmur efnahagur, röng viðbrögð við New Orleans, skandalar, kynlífshneyksli og fleira skilaði ekki stærri sigri en raunin er.
Helvítið hann Mark Foley, sá er sendi ungum sendisveinum dónaleg skilaboð og var í meðferð á meðan kosningarnar fóru fram tapaði aðeins með 1%... sem hlýtur að vera ótrúlegt þar sem kjósendur Repúblikana eru mjög guðhræddir - siðferðilegir ofsatrúarmenn.
En allavegana þá er Nancy Pelosi nýr speaker í fulltrúardeildinni (fyrsta konan), öldungardeildinni veit væntanlega enginn hver mun stjórna og skyldi nú blessunarlega svo vel til að Demókrataflokkurinn vinni fyrir rétti einhvern tímann um jólin að þá er höfuðflón Alheimsins tilbúinn með Neitunarvaldspennann á lofti. Það er þó sáttartón að heyra úr herbúðum Demókrata en hverju það skilar er enn ekki ljóst.
Vonandi að menn nái að leysa úr þessu endurtalningarkjaftæði sem fyrst!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim