sunnudagur, nóvember 12, 2006

Því sem fagna ber og hinu sem vert er að gagnrýna

Því ber að fagna að:

1. Löngum hef ég bent á þá staðreynd að það má ekki gerast í íslensku samfélagi að kona reki við án þess að kynsystur hennar hópist saman og tileinki deginum þeirri konu. Það er varla þverfótandi fyrir einhverjum konu og kvenlægum dögum...
En nú loksins er vert að taka hattinn ofan af höfðinu fyrir þeim Margréti Blöndal og Inger Önnu Aikman því frá og með 2008 mun Feðradagurinn birtast á almanakinu á þessum degi 12.nóv en slíkur dagur til heiðurs mæðrum landsins hefur verið fastur í tilverunni frá 1934 hérlendis. Frá þessu er sagt nánar í ritstjórnarpistli Morgunblaðsins í dag.

2. Það var sigur fyrir knattspyrnuna í dag þegar hið léttleikandi og að mínu mati best spilandi lið ensku deildarinnar Arsenal skyldi skella Liverpool á magann og þröngva fram endaþarmsmök nú síðdegis.

3. Persónulega mun ég svo fagna næstkomandi laugadag er ég mun gefa skít í veðravíti fóstulandsins og flýja í hámenninguna í París og hitta þar Meistara Fritzson og spúsu hans er ber barn undir belti. Hyggst ég þar losna undan áðurnefndu veðravíti auk skammdegis, feministum, að ógleymdum helvítis Framsóknarflokknum!

4. Það er fagnaðarefni að Buffhrúturinn sé búinn loksins búinn að gera upp kjallarann og fluttur inn og óska ég þeim hjónaleysingjunum innilega til hamingju. Aðstaðan er öll til fyrirmyndar, smekklegt og rúmgott heimili - ekki skemmir fyrir að Buffhrúturinn aka ,,feita jarberjasjeiks barnið" hefur ráðið til sín þrjá af hugmyndaríkustu stílistum landsins til að innrétta hjá sér geymsluna. Herma nú sögur að Daðsteinn Már ætli að einbeita sér að því að gera upp bloggsíðu sína sem verður ekki minna verk - og drullu haltu svo kjafti Buffhrútur!

5. Að badmintondrottning Íslands sé hætt að pota í rassgatið á mönnum og farin að einbeita sér að því að sigra badmintonmót - ku friðill hennar að hafa sést nýkominn úr tanklefa með Gucci sólgleraugu og tösku í stíl sendandi sms á meðan fyrirvinnan hljóp og sló af sér rassgatið í einliðaleik. Vonandi að friðill sá muni ná sambærilegum árangri á knattspyrnuvellinum næsta sumar.

6. ,,Engum manni eru Guðirnir svo grimmir að þeir geri hann fullkominn" orti Meistarinn forðum, en ég vill nú staðfesta það að Hagnaðarsnúðar þeir er bornir voru fram í Hagnaðarsetrinu í gær eru ekki síður fullkomnir en Hagnaðarpizzan sem mér verður vonandi boðið í bráðlega, sleiki ég kokkinn nógu mikið upp.


Vert er að gagnrýna:

1. Mér er það fyrirmunað að skila hvers vegna listamennirnir er mynda lið Barcelona nenna að velta sér um allan völl, vælandi yfir ekki neinu. Maður hlýtur að spyrja sig hvort þeir hafi ruglast og ætlað sér að kaupa Drogba þegar þeir keyptu Eið?

2. Þrátt fyrir sigur knattspyrnunnar í dag er ekki hægt að leiða hugann frá því að 16stig af 17 stigum Liverpool á þessari leiktíð hafa komið á heimavelli (markatalan á útivelli er 0-11 samkv. Liverpool blogginu). Liverpool hefur á þessari leiktíð verið algjörlega andlaust á útivöllum sem er áhugavert þar sem einn helsti styrkur liðsins er líkamlegur styrkur og barátta - vonandi að leikmenn liðsins taki Arsenal og Manutd sér til fyrirmyndar og fari að spila knattspyrnu, eða í það minnsta að reyna það.

3. Það er undarlegt þegar Helgi Sig er við það að færa sig yfir á Hlíðarenda að nú á Fram ekki alvöru 10+ marka senter. Það leiðir hugann að því hver eigi að taka það hlutverk að sér?
Theódór Óskarsson og Heiðar Geir hljóta að teljast einu kantsenterarnir ætli liðið sér að spila
4-3-3 og framherjarnir yrðu þá Jónas Grani (sem kirkjubókum ber ekki saman um hvenær er fæddur) og Ívar Björnsson frændi minn góður, sem nánast ekkert hefur spilað sem senter í efstu deild - báða myndi ég telja mjög góða nái þeir að setja 5 mörk í deildinni. Bestu bitarnir af íslenskum markaði eru farnir og það hefur nú ekki beint loðað við félagið að fá til sín góða erlenda leikmenn.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

"sleiki ég kokkinn nógu mikið upp"

Ojjjjj.

13 nóvember, 2006 11:58  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já, þetta var sérstaklega sett upp í tvíræðni svo að Andri Fannar gæti bent á ,,Freudian slip"
En ég er allavegan til í Hagnaðarpizzu hvenær sem er.

13 nóvember, 2006 16:49  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim