föstudagur, nóvember 10, 2006

Disillusioned words like bullets bark

Mikið hefur verið rætt um Helga Sig að undanförnu. Fyrst vildi hann fara, en þá kom yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Fram að Helgi yrði áfram enda með tveggja ára samning. Þá kvaðst Helgi vera hættur í knattspyrnu. Næstu fréttir voru þær að Helgi mætti ekki á æfingu hjá Fram og framkvæmdarstjórinn sagðist undrandi, aðspurður um áhuga Vals á Helga svaraði hann svo skemmtilega að það væri auðvitað allt til sölu en það kæmi þó ekki til greina að Helgi yrði seldur.
Nýjasta skúbbið er svo það að Fram selji Helga til Vals, Valur muni kaupa upp helming samningsins og Helgi sjálfur hinn helminginn, s.s. engin leikmannaskipti - þetta kemur væntanlega í ljós á næstu dögum.
Fari hins vegar svo að Fram selji Helga, er komin upp alvarleg sóknarmannakrísa hjá Fram. Helgi farinn, Andri í byltingarhugleiðingum, Þorbjörn Atli búinn að snúa sér að lyftingum og allir stæstu senter bitarnir á markaðnum farnir sem og auðvitað í aðrar stöður. Kannski að Fram verði þá næsta Víðir í Garði og geri endalaus 0-0 jafntefli - það myndi væntanlega ekki fjölga áhorfendum.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Bjarni Þór minn þú ert að gleyma einum af allra hættulegustu centerum allra tíma á Íslandi !!!

Árbæjar-Teddi er kominn í Mýrina !!! Hver man ekki eftir þeim endalausu mörkum sem hann skoraði á sínum yngri árum ? Spruning um come-back bara hjá þér og þá værum við komnir með LANG fallegasu framlínuna á Íslandi ...

Badminton fljótlega takk !!

10 nóvember, 2006 10:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já og síðan ætla ég að reyna að ná markametinu á næsta ári.

10 nóvember, 2006 11:47  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Baldur: Árbæjar-Teddi verður vonandi í framlínunni, mögulega út á kanti þó. Okkur vantar samt senter sem er líklegur til að skora 10+ næsta sumar. Comeback er afar ólíklegt, jafnvel fráleitt sérstaklega í þessu verði - hef ekki einu sinni þol í það lengur að skalla menn:) Verðum í bandi varðandi badminton.

Ólukkans Ólund: Það verður allavegana einhver að taka það hlutverk að sér, ætlið þið ykkur ekki að verða Víðir í Garði.

10 nóvember, 2006 16:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá hvað Valsararnir eru duglegir að eyða peningunum sem Reykjavíkurborg gaf þeim. Ekki nema 5 og væntanlega 6 leikmenn komnir fyrir næsta sumar í fótboltanum. Svo fengu þeir aðeins 5 leikmenn til sín fyrir þennan vetur í handboltanum. Þeir virðast ætla að slá fyrra met í að safna skuldum og hver ætli bjargi þeim þá? Af hverju eru Framarar ekki komnir með svona fínan deal?
kv bf

11 nóvember, 2006 21:59  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Spurning hvar þeir geta komið fyrir kapellu og hvort að sagnfræðingar geti ekki bendlað einhvern KFUM Guðsmann við félagið - þá geta menn farið að versla eins og óðar húsmæður:)
Kv.Bjarni Þór.

13 nóvember, 2006 08:06  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim