þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Slægur fer gaur með gígju - Megas fjallar um Dylan (þættir 4 og 5)

Hlustið á Megas fara á kostum í þáttum 4 og 5 um bróðir sinn Meistara Dylan. Þættirnir eru frá 1989 og Meistarinn í feiknarformi, það sama verður hins vegar ekki alltaf sagt um Dylan. Framarlega í upptökunni í fjórða þætti er þó mín uppáhaldsútgáfa af einu af hans fallegasta lagi ,,Forever Young" sem ljóðskáldið Daði átti síðar eftir að brúka með vafasömum hætti - að venju. Hins vegar eru einnig upptökur sem skemmta skrattanum t.d hið fagra Don't Think Twice, It's All RightDon't Think Twice, It's All Right en því slátrar Meistarinn eins og drukkinn Íri í Sing Star (fleiri slögurum er jafnframt misþyrmt illilega). Reyndar rúllar hver risasmellurinn á fætur öðrum út fjórða þáttinn.

Fimmti þátturinn er lagalega séð sennilega ekki nema fyrir þá allra hörðustu, því þar er að finna margar hroðalegar tónleikaútsetningar á stórkostlegum lögum. Megas hins vegar stendur fyrir sínu og dregur ekki úr því sem fyrir eyrum ber. Síðari hluti þáttarins er síðan brennimerktur hinu merkilega tímabili frá því að Dylan varð fyrir vitrun og hvernig hann smám saman verður mjög illa trúaður.

Niðurstaða: Þáttur 4 er mjög góður en þáttur 5 er hræðilegur lagalega en hefur þó gott sagnfræðilegt gildi.

Þáttur 4
Þáttur 5

Efnisorð: , , ,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim