mánudagur, febrúar 05, 2007

Super bowl

Nú hef ég undanfarin ár reynt að fylgjast með NFL og haft gaman af. Í ár hef ég hins vegar séð fáa leiki. En það hljóta að vera mörg svakalega léleg lið í þessari deild finnst að Chicago komust í úrslit með leikstjórnanda sem kann ekki að hlaupa og getur hvorki gripið né sent boltann. Mér leið eins og ég væri að horfa á slæman raunveruleikaþátt þar sem einhver Meðal Jói er valinn til að æfa sig í viku og fær síðan að spila þennan leik.
Fyrir þá sem ekki þekkja til ruðnings en hafa gaman af knattspyrnu, þá jafngildir þetta því að lið færi í úrslit Meistaradeildarinnar spilandi með blindan mann í markinu.
Fyrir þá sem ekki kunna vel við íþróttir en hafa gaman af þjóðmálum þá jafngildir þetta því að hafa fjármálaráðherra sem er í raun dýralæknir, eða Utanríkisráðherra sem kann ekki ensku og hefur aðeins stúdentspróf, eða Heilbrigðis og Tryggingarmálaráðherra sem er sjúkraþjálfari.. algjörlega fáránlegt sem sagt!

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim