Þýskur nasistadans
Þegar HM í handbolta fer fram á tveggja ára fresti spyrja menn sig oft að því hvers vegna handbolti sé ekki ein af vinsælustu íþróttagreinum í heiminum (er á eftir rottuhlaupi og hanaslag til að nefna dæmi). Hraðinn er mikill, það er tekist á og nóg af mörkum. Helsta ástæðan hlýtur að vera sú hvaða menn veljast í þau störf að vera dómarar. Það virðist vera að öll þau mannlegu úrhrök sem ekki ná prófi sem knattspyrnu- eða körfuknattleiksdómarar velji sér að verða handboltadómarar. Allir þeir sem ekki geta fylgt reglum, staðist álag eða notað heilbrigða skynsemi og dæmt sanngjarnt enda sem sagt í handboltanum. Það hlýtur að minnsta kosti að vera skýringinn á því að fólk nennir ekki að horfa á handbolta - því að íþróttin sem slík hefur upp á margt að bjóða. Þegar best lætur og dómararnir eiga að því nánast fullkominn dag þá má líkja því við það sem verst gerist í ítalskri knattspyrnu þegar dómurum þar er mútað.
Áðan fór t.d. fram leikur Þýsklands og Spáns í 8 liða úrslitum HM og það var sárgrætilegt að fylgjast með því hvernig nánast öll vafaatriði féllu með Þýskalandi (sem er á heimavelli) og síðustu mínúturnar hreinlega gáfu dómararnir Þýskalandi sigurinn með fáránlegri 2mín brottvísun þegar Þýsklandi hafði verið endalaust í sókn og gáfu þeim svo ennþá meiri tíma til að skora en dæmdu svo töf á Spánverja eftir 30 sek. Auk þess fengu Spánverjar þrisvar sinnum dæmdan á sig mjög vafasaman ruðning en á lokamínútunni þegar einn Þjóðverjinn ruddist yfir Spánverja úr horninu sem stóð grafkyrr utan teigs var dæmt víti. Þá eru ekki talinn öll þau víti og allar þær tvær mínútur sem Þjóðverjar áttu að fá fyrir að nánast nauðga línumanni Spánverja.
Dómararnir sem fyrir leik voru taldir þeir bestu í heiminum stóðust ekki álagið af blístri þýskra nasista og sýndu meiri uppgjöf en þegar Danir gáfust upp í seinni heimsstyrjöldinni.
Eftir leikinn braust auðvitað út tryllt gleði og leikmenn stigu þýskan nasistadans en ég efast ekki um að einhvers staðar í höfði þeirra hafi leynst hugsunin ,,nei þetta gengur ekki, það er ekki hægt að gefa okkur sigurinn svona". Mögulega er þetta ástæðan fyrir því að almenningur nennir ekki að fylgjast með handbolta!
Áðan fór t.d. fram leikur Þýsklands og Spáns í 8 liða úrslitum HM og það var sárgrætilegt að fylgjast með því hvernig nánast öll vafaatriði féllu með Þýskalandi (sem er á heimavelli) og síðustu mínúturnar hreinlega gáfu dómararnir Þýskalandi sigurinn með fáránlegri 2mín brottvísun þegar Þýsklandi hafði verið endalaust í sókn og gáfu þeim svo ennþá meiri tíma til að skora en dæmdu svo töf á Spánverja eftir 30 sek. Auk þess fengu Spánverjar þrisvar sinnum dæmdan á sig mjög vafasaman ruðning en á lokamínútunni þegar einn Þjóðverjinn ruddist yfir Spánverja úr horninu sem stóð grafkyrr utan teigs var dæmt víti. Þá eru ekki talinn öll þau víti og allar þær tvær mínútur sem Þjóðverjar áttu að fá fyrir að nánast nauðga línumanni Spánverja.
Dómararnir sem fyrir leik voru taldir þeir bestu í heiminum stóðust ekki álagið af blístri þýskra nasista og sýndu meiri uppgjöf en þegar Danir gáfust upp í seinni heimsstyrjöldinni.
Eftir leikinn braust auðvitað út tryllt gleði og leikmenn stigu þýskan nasistadans en ég efast ekki um að einhvers staðar í höfði þeirra hafi leynst hugsunin ,,nei þetta gengur ekki, það er ekki hægt að gefa okkur sigurinn svona". Mögulega er þetta ástæðan fyrir því að almenningur nennir ekki að fylgjast með handbolta!
8 Ummæli:
blessaður Bjarni,
Takk kjærlega fyrir e-mailið. Það yljaði mér mikið um hjartarætur.
moving on... er ekki ansi hart að fara grafa upp myrkra fortíð Þýskalands í tengslum við handboltann. Núna fyrst eru þeir ófeimnir við að flagga þýska fánanum (en það byrjaði bara núna síðasta sumar yfir HM). Við megum ekki hrópa nasista óyrði á þýskarana í hvert skipti sem þeir virðast ósanngjarnir... eða hvað?
ég er nú mjög sammála þér óþolandi þessi dómarastétt. En ekki held ég að það sé henni að kenna af hverju handbolti sé ekki vinsælli, því sami dómaraskandallinn hefur nú oftar en ekki átt sér stað á stórkeppnum í fótboltanum. Hver man ekki eftir Suður Kóreu í keppninni heima hjá sér. Hversu mörg mörk voru eiginlega dæmd af liðunum sem mættu þeim, það var ótrúlegt en samt heldur fótboltinn alltaf vinsældum sínum
kv bf
Jú, málið er það að þýska þjóðin hefur alltaf viljað þegja helförina í hel og aldrei þorað að takast á við fortíð sína, slík þjóð er líkleg til að gera sömu mistökin aftur, enda vaða nýnasistar og þjóðernissinnar nú uppi. Það er stutt í þjóðernishrokan eins og við sáum bæði nú á HM í handbolta og eins í sumar.
Viðræður Tyrkja við ESB hafa til að mynda stoppað á því atriði að Tyrkir hafa ekki viljað viðurkenna þjóðarmorð á Kúrdum og Armenum.
Er ekki tími til kominn að Þjóðverjar geri slíkt hið sama?
Eða á að bíða eftir kreppu þar sem Tyrkjum og öðrum innflytjendum verður kennt um stöðuna, einhverjir þjóðernissinnar komast til valda og menn fara að sveifla höndum með sínu yfirvaraskeggi?
Þessir leikmenn sem nú eru að spila eru nú bara afkvæmi Hitlers æskunnar og ömmur þeirra eiga sennilega margar hverjar ennþá hakakross ríkisins fyrir afrrekið að fæða í heiminn aríana sína.
Nefnið mér aðra þjóð í Evrópu sem er jafn hrokafull og leiðinleg og þýska þjóðin?
Púú á Þýskaland
Púú á Framsóknarflokkinn!
:)
Það er reyndar rétt Bjarni með S-Kóreu en andskotinn hafi það, þetta virðist hafa smitast inn á allar keppnir í nánast öllum löndum í handboltanum. Heimadómgæsla er reglan frekar en undantekning.
Hvad er thetta... Thýskarar hafa nú allveg tekist á vid fortíd sína, their hafa bedist afsokunar og eru med sofn og monumenta um Helforina útum allt (ég sá thad í Berlin). Kannski ad thad sé áhyggju efni ad ákv. thjódernisstolt virdist vera saekja í sig vedrid. En eru Frakkarnir ekki helvíti hrokafull og leidinleg thjód oft á tídum líka?... spurdu bara Bjarna Fritz af thví!
Ég er reyndar ekkert rosa mikill Thýska addáandi sjálfur!!!!!!!
Þýskir sagnfræðingar hafa nánast alveg skilið þetta tímbil útundan í umfjöllun sinni, Þjóðverjar eru ekki tilbúnir að takast á við þetta tímabil og umræða um Hitler er engin hvað sem söfnum líður. Það er ekki nóg að opna bara einhver söfn og biðjast afsökunnar.
Þar að auki hef ég það frá annarri hönd (sem er reynda ekki góð heimild) að Þjóðverjar séu ekki tilbúnir að viðurkenna marga snjöllustu heimspekinga þess tíma þar sem þeir voru skráðir í nasistaflokkinn, þetta rímar reyndar ágætlega við aðrar stéttir tildæmis listamenn og Þjóðverjar voru nú ekki paránægðir þegar Gunther Grass kom út úr nasistaskápnum! Það mál er kannski einkennandi fyrir Þjóðverja, Þjóðverjar urðu pirraðir, umræða sen hægt hefði verið að hefja í kjölfarið var lokuð og sú staðreynd að hinn oft á tíðum beitti hr. Grass hafi hingað til ekki getað viðurkennt stöðu sína og sem hann hefði átt að gera fyrir löngu sérstaklega vegna þess að hann er rithöfundur, Nóbelsverðlaunahafi og er póltískur ætti því að hafa rænu á því að koma hreint fram. Kannski var hann bara hræddur um að þýska þjóðin hefði ekki kunnað að meta hann sem listamann hefði hann gert það fyrr. Ég sé því nákvæmlega ekkert að því að ég kalli þessa þjóð nasistaþjóð, ef hún sjálf þorir ekki að horfast í augu við nútímasögu sína.
Munurinn á Frökkum og Þjóðverjum er svo auðvitað sá að þrátt fyrir að Frakkar séu hrokafullir og að þar hafi þjóðerniskennd verið sterk síðustu ár, þá hafa þeir ekki farið um og slátrað fólki.
Eða hvernig er það ættum við að taka mark á því ef að forystumenn Framsóknarflokksins bæðust afsökunar á vinnubrögðum sínum í ríkisstjórn dagsins og allt aftur að stofnun flokksins en neituðu annars að ræða það frekar? Þrátt fyrir það eru þau afglöp ótrúlegt en satt ekkert á miðað við gjörðir þýsku þjóðarinnar.
Er hlaupinn einhver Mörður (Árnason) í þig Bjarni?
En þessir dómar í Þýs-Spá voru ekki einu sinni vafasamir, þetta var bara pure rugl. Það mætti samt setja inn skotklukku í handbolta, og dómararnir myndu þá stjórna/gefa merki um hvenær hún endurnýjast.
Ég skil ekki að það sé ekki ennþá búið að setja skotklukku inn í handboltann, það er fáránlegt að einhverjir tveir menn taki ákvörðun um það af eiginn geðþótta á meðan þeir eiga einnig að fylgjast með því að ,,reglum sé framfylgt.
Varðandi Mörð, ef í því felst að krefjast skynsamlegra skýringa á fáránlegum hlutum - þá já:)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim