föstudagur, febrúar 02, 2007

Karlmennska

Eftirfarandi hljómar kannski ekki karlmannlega en er engu að síður satt. Ég fór í Kringluna í gær sem er ekki til frásagnar færandi nema fyrir það að ég panikaði. Ástæðan var heimsókn mín í Body Shop. Fyrirtækið er hætt að framleiða rakakremið sem ég hef notað síðan 1999. Það hefur verið endurbætt - en ég veit að þetta er ekki næstum því sama kremið! Það lyktar öðruvísi, hefur annan lit og áferðin er ekki sú sama (var krem en er orðið gel). Ég ætla því að njóta þess að ganga um síðustu dagana, á meðan eitthvað er enn eftir af gömlu töfraformúlunni. Síðan mun ég leggjast afskræmdur í andlitinu undir feld og bíða fram á sumar þar til húðin lagast. Hef enga trú á þessu nýja drasli. Jæja ætla að fara að hitta Daða Guðmundsson, við ætlum að fara í plokkun, vax og jarðaberjasjeik.
Karlmannleg kveðja, helvítis Stiftamtmaðurinn.

Efnisorð: ,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim