Gamansemi guðanna
Menn hugsa sér takmörk,
þeir telja sig jafnvel sjá það.
Þeir sækja í sig veðrið,
þeir setja allt sitt traust á það.
Þeir gína yfir áformum
en guðirnir þeir ráða.
Og áformin voru svo heillandi,
það var harla léttvægur prettur
sem gekk af þeim dauðum
en hann var guðlegur og nettur.
Já það sem brá fyrir þig
fæti voru örlagaglettur.
Þú ræðir svo margt,
þú ert reifur og mettur.
Þér finnst tilveran leikur,
þú ert laus við þessar fléttur.
En svo er fléttan þér um háls
og það er hlegið því þetta eru örlagaglettur.
Þú ert fórnarlamb guðlegrar gamansemi
en gráleit fyndnin hún sortnar óðfluga.
Þó veinar hástöfum látið mig lausan úr glettunni
og þú leitar í örvilnan en það finnst bara ekki nein góð smuga.
Þú spyrð karlinn í búðinni:
hvar er minn réttur?
Sá eini sem finnst
hann er yfir þér settur.
En allt er háð lögmáli
og lögmálið eru þessar örlagaglettur.
Því þú ert svo auðveld bráð hinna gamansömu guða,
þú ert gangandi fyndni á þeirra vegum.
Þér stoðar ekki mikið að steyta rýran hnefa,
stórmennskan fer þér síst svo hlægilega takmörkuðum og tregum.
Þú hreyktir þér á stall
sem þú hélst að væri klettur
en þú kunnir þér ekki hóf,
svo komu á þig dettur.
Þú varðst að athlægi í kviksyndinu
fyrir örlagaglettur.
Ég setti mér markmið,
ég sótti fram til dáða.
Ég teygði mig og skoðaði í fjarskanum
takmarkið mitt þráða.
Kóngur vill sigla
en byr mun reyndar ráða.
-Megas
þeir telja sig jafnvel sjá það.
Þeir sækja í sig veðrið,
þeir setja allt sitt traust á það.
Þeir gína yfir áformum
en guðirnir þeir ráða.
Og áformin voru svo heillandi,
það var harla léttvægur prettur
sem gekk af þeim dauðum
en hann var guðlegur og nettur.
Já það sem brá fyrir þig
fæti voru örlagaglettur.
Þú ræðir svo margt,
þú ert reifur og mettur.
Þér finnst tilveran leikur,
þú ert laus við þessar fléttur.
En svo er fléttan þér um háls
og það er hlegið því þetta eru örlagaglettur.
Þú ert fórnarlamb guðlegrar gamansemi
en gráleit fyndnin hún sortnar óðfluga.
Þó veinar hástöfum látið mig lausan úr glettunni
og þú leitar í örvilnan en það finnst bara ekki nein góð smuga.
Þú spyrð karlinn í búðinni:
hvar er minn réttur?
Sá eini sem finnst
hann er yfir þér settur.
En allt er háð lögmáli
og lögmálið eru þessar örlagaglettur.
Því þú ert svo auðveld bráð hinna gamansömu guða,
þú ert gangandi fyndni á þeirra vegum.
Þér stoðar ekki mikið að steyta rýran hnefa,
stórmennskan fer þér síst svo hlægilega takmörkuðum og tregum.
Þú hreyktir þér á stall
sem þú hélst að væri klettur
en þú kunnir þér ekki hóf,
svo komu á þig dettur.
Þú varðst að athlægi í kviksyndinu
fyrir örlagaglettur.
Ég setti mér markmið,
ég sótti fram til dáða.
Ég teygði mig og skoðaði í fjarskanum
takmarkið mitt þráða.
Kóngur vill sigla
en byr mun reyndar ráða.
-Megas
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim