Yfirtaka Liverpool (Uppfært)
Það er fátt sem gleður mig jafn mikið og fávíst feministaspjall. Ég á mér þó nokkur áhugamál og eitt af þeim er að fylgjast með umfjöllun á Liverpool blogginu sem einhverjum þykir kannski skrítið þar sem ég er United maður. Það er hins vegar að svo mörgu að dást þegar kemur að aðdáendum Liverpool. Í byrjun hvers tímabils spá aðdáendurnir því umsvifalaust að liðið vinni þrennuna og sjaldnast leyna vonbrigðin sér þegar sá draumur er úti í október. Þá hins vegar vinnur liðið einhverja leiki og þá er dregin upp einhver tölfræði sem hentar til að sýna fram á það ,,að handan stormsins séu gylltir himnar" eða hvernig sem það nú hljómar allt saman. Liverpool á líka bestu leikmenn í Evrópu í hinum ýmsu stöðum, leikmenn sem þó eiga ekki fast sæti í landsliðum sínum og ávallt er Liverpool búið að fjárfesta í efnilegasta varnar- miðju eða sóknarmanni heims. Sem sagt sannkölluð ofurtrú.
Aðdáendur liðsins eru heldur sjaldnast sjálfum sér samkvæmir, nýjasta dæmið eru orð Benitez um Everton sem taldi liðið smálið og komu í kjölfar þess að Everton menn fögnuðu stigi á Anfield. Einhver sagði eitthvað á þá leið að lið sem hegðar sér eins og smálið og leikur eins og smálið sé smálið. Viðkomandi hefur þá greinilega ekki séð Liverpool spila marga leiki í Evrópukeppninni né marga leiki á útivöllum í ár þar sem liðið hefur notað sömu taktík og Everton, leikið með alla menn fyrir aftan bolta og sýnt takmarkaðann áhuga á að vinna leikina. Smáborgaraháttur stuðningsamannanna er svo algjör þegar þeir skrifa ávallt Manchester United með litlum stöfum - svolítið kjánalegt.
Annað sem hefur farið rosalega fyrir brjóstið á mörgum aðdáendum hérlendis eru kaup milljarðamæringa á liðum. Chelsea hefur verið eitt aðal skotmarkið (skiljanlega), vegna eyðslu sinnar og ekki höfðu þeir margt fagurt að segja um Glazer þegar að hann kom og að hann væri vafasamur karakter. Nú hins vegar þegar annar bandarískur milljarðarmæringur og raunar tveir eru kynntir til sögunnar er gríðarleg bjartsýni eins og ávallt þegar að breytingar eiga sér stað. Menn lýsa því yfir að þeim sé sama þó að annar þeirra hafi borgað í kosningasjóð George Bush og einhver lét þau orð falla að honum væri sama þó að viðkomandi hefði murkað lífið úr einhverju fólki ef að hann færði Liverpool velgengni (þessi sami maður er víst mjög illa liðin á amerískum netmiðlum). Enn aðrir lýsa yfir hrifningu sinni á því að nú sé Liverpool hugsanlega komið á sama stall og Chelsea varðandi kaupgetu - NB! sömu menn og lýstu vanþóknun sinni á Roman og Glazer, og það án þess að vita hvort að liðið verður skuldsett eður ei. Þessir menn eiga reyndar fyrir þrjú amerísk íþróttalið og ekkert af þeim hefur náð stórkostlegum árangri síðan að þeir tóku við.
Sögusagnir segja að Benitez muni fá yfir 100 milljónir punda til eyðslu en það er reyndar ekki komið fram á hversu löngum tíma. Yfir þessu hafa menn glaðst og segja að nú geti klúbburinn loks keypt stjörnur. Humm? Síðan að Benitez tók við árið 2004 hefur hann eytt yfir 80 milljónum punda í leikmenn (reyndar selt fyrir um 30 miljónir). Einhver kaup er hægt að réttlæta eins og Kuyt, Reina og Alonso - önnur kaup hafa ekki gert liðið betra en það var. Leikmenn á borð við Bellamy, Palletta, Sissoko, Pennant, Gonzalez, Crouch og Aurelio til að nefna nokkra eru ekki kaup sem gera Liverpool að stórklúbbi og eru þá ótaldir allir þeir leikmenn sem hafa komið og farið aftur á þessum skamma tíma. Vissulega má benda á að önnur lið hafa gert slæm kaup, bæði Chelsea og United en kaup sem voru þó ekki fyrirfram dauð og áttu virkilega að fleyta þeim hærra. Hefði Liverpool t.d. ekki betur pungað út 15 milljónum fyrir Simao í stað þess að fá þrjá miðlungs kantmenn fyrir sama verð?
Ég er því ekki á því að þó að Liverpool fái á endanum þessar 100 milljónir, jafnvel á aðeins 4 árum að þeir verði þá orðnir lið að sömu gæðum og Chelsea, Man Utd og Arsenal. Að mínu mati á liði langt í land með það að verða jafn massíft og tvö hin fyrrnefndu eða að spila jafn skemmtilega og hin tvö síðarnefndu.
Því að Liverpool hefur svo fáa gæðaleikmenn. Það vantar heimsklassamiðvörð með meðalmönnunum Agger og Carragher, vinstri bakvörð, tvo góða kantmenn og tvo góða sentera. og svo styttist í að ,,besti hægri bakvörður veraldar" Steve Finnan leggi skóna á hilluna.
Mín skoðun eða öllu heldur mín tilfinning er sú að stórir leikmenn vilji svo frekar fara í klúbba sem hafa verið að ná árangri og spila skemmtilega knattspyrnu - það er eflaust vafamál en Liverpool hefur að mínu mati verið að spila Bolton fótbolta síðustu ár. Þeir fá fá mörk á sig en skora líka lítið eða svo hefur raunin verið síðustu þrjú ár. Af hverju ættu því góðir leikmenn frekar að semja við Liverpool heldur en t.d. Man Utd og Chelsea sem hafa sömu kaupgetu og borga ekki síðri laun. Ætli Benitez þá að veiða ,,efnilega" leikmenn (sem ekki hefur gefið góða raun hingað til) að þá eru slíkir leikmenn einnig líklegri til að velja Arsenal. Auk þess er skiptikerfi Benitez ekkert sérstaklega heillandi fyrir þá sem vilja spila viku eftir viku. Auk þess hef ég trú á því að hinn nýji leikvöllur muni ekki verða eins mikil gryfja og Anfield hefur verið. Sama hversu líkur hann verður Anfield, það verður ekki hið sama, og leikmennirnir vita það. Leikmenn Arsenal lentu t.d. í þessu, munurinn er reyndar sá að nýji völlurinn þeirra er mun stærri en Highbury og því hugsanlega ekki sambærilegt - en það vita það allir hvað hefðir og venjur skipta miklu máli, að líða eins og maður sé virkilega á heimavelli enda óhætt að segja að Anfield sé ekki ósvipaður í hugum manna eins og Boston Garden, það er einhver sérstakur andi þar.
Mögulega hef ég rangt fyrir mér í þessu, það hefur margoft gerst áður, en þegar rætt hefur verið um Liverpool undanfarin ár tel ég mig hafa mun oftar rétt fyrir mér en aðdáendur liðsins og það þarf marga menn og mikla hugarfarsbreytingu til að Liverpool vinni deildina á næstu árum miðað við hvernig hin þrjú stórliðin eru að þróast.
Uppfært: Þeir bræður Gillett og Hicks hafa lofað að skuldsetja ekki liðið eins og Glazer gerði.
Hins vegar fann ég ekki nöfn þeirra á forbes.com yfir 400 ríkustu menn Bandaríkjanna.
Glazer fjölskyldan er þar hins vegar í sæti 160 svona til samanburðar. En það hefur svo sem lítið með gæði knattspyrnu að gera.
Aðdáendur liðsins eru heldur sjaldnast sjálfum sér samkvæmir, nýjasta dæmið eru orð Benitez um Everton sem taldi liðið smálið og komu í kjölfar þess að Everton menn fögnuðu stigi á Anfield. Einhver sagði eitthvað á þá leið að lið sem hegðar sér eins og smálið og leikur eins og smálið sé smálið. Viðkomandi hefur þá greinilega ekki séð Liverpool spila marga leiki í Evrópukeppninni né marga leiki á útivöllum í ár þar sem liðið hefur notað sömu taktík og Everton, leikið með alla menn fyrir aftan bolta og sýnt takmarkaðann áhuga á að vinna leikina. Smáborgaraháttur stuðningsamannanna er svo algjör þegar þeir skrifa ávallt Manchester United með litlum stöfum - svolítið kjánalegt.
Annað sem hefur farið rosalega fyrir brjóstið á mörgum aðdáendum hérlendis eru kaup milljarðamæringa á liðum. Chelsea hefur verið eitt aðal skotmarkið (skiljanlega), vegna eyðslu sinnar og ekki höfðu þeir margt fagurt að segja um Glazer þegar að hann kom og að hann væri vafasamur karakter. Nú hins vegar þegar annar bandarískur milljarðarmæringur og raunar tveir eru kynntir til sögunnar er gríðarleg bjartsýni eins og ávallt þegar að breytingar eiga sér stað. Menn lýsa því yfir að þeim sé sama þó að annar þeirra hafi borgað í kosningasjóð George Bush og einhver lét þau orð falla að honum væri sama þó að viðkomandi hefði murkað lífið úr einhverju fólki ef að hann færði Liverpool velgengni (þessi sami maður er víst mjög illa liðin á amerískum netmiðlum). Enn aðrir lýsa yfir hrifningu sinni á því að nú sé Liverpool hugsanlega komið á sama stall og Chelsea varðandi kaupgetu - NB! sömu menn og lýstu vanþóknun sinni á Roman og Glazer, og það án þess að vita hvort að liðið verður skuldsett eður ei. Þessir menn eiga reyndar fyrir þrjú amerísk íþróttalið og ekkert af þeim hefur náð stórkostlegum árangri síðan að þeir tóku við.
Sögusagnir segja að Benitez muni fá yfir 100 milljónir punda til eyðslu en það er reyndar ekki komið fram á hversu löngum tíma. Yfir þessu hafa menn glaðst og segja að nú geti klúbburinn loks keypt stjörnur. Humm? Síðan að Benitez tók við árið 2004 hefur hann eytt yfir 80 milljónum punda í leikmenn (reyndar selt fyrir um 30 miljónir). Einhver kaup er hægt að réttlæta eins og Kuyt, Reina og Alonso - önnur kaup hafa ekki gert liðið betra en það var. Leikmenn á borð við Bellamy, Palletta, Sissoko, Pennant, Gonzalez, Crouch og Aurelio til að nefna nokkra eru ekki kaup sem gera Liverpool að stórklúbbi og eru þá ótaldir allir þeir leikmenn sem hafa komið og farið aftur á þessum skamma tíma. Vissulega má benda á að önnur lið hafa gert slæm kaup, bæði Chelsea og United en kaup sem voru þó ekki fyrirfram dauð og áttu virkilega að fleyta þeim hærra. Hefði Liverpool t.d. ekki betur pungað út 15 milljónum fyrir Simao í stað þess að fá þrjá miðlungs kantmenn fyrir sama verð?
Ég er því ekki á því að þó að Liverpool fái á endanum þessar 100 milljónir, jafnvel á aðeins 4 árum að þeir verði þá orðnir lið að sömu gæðum og Chelsea, Man Utd og Arsenal. Að mínu mati á liði langt í land með það að verða jafn massíft og tvö hin fyrrnefndu eða að spila jafn skemmtilega og hin tvö síðarnefndu.
Því að Liverpool hefur svo fáa gæðaleikmenn. Það vantar heimsklassamiðvörð með meðalmönnunum Agger og Carragher, vinstri bakvörð, tvo góða kantmenn og tvo góða sentera. og svo styttist í að ,,besti hægri bakvörður veraldar" Steve Finnan leggi skóna á hilluna.
Mín skoðun eða öllu heldur mín tilfinning er sú að stórir leikmenn vilji svo frekar fara í klúbba sem hafa verið að ná árangri og spila skemmtilega knattspyrnu - það er eflaust vafamál en Liverpool hefur að mínu mati verið að spila Bolton fótbolta síðustu ár. Þeir fá fá mörk á sig en skora líka lítið eða svo hefur raunin verið síðustu þrjú ár. Af hverju ættu því góðir leikmenn frekar að semja við Liverpool heldur en t.d. Man Utd og Chelsea sem hafa sömu kaupgetu og borga ekki síðri laun. Ætli Benitez þá að veiða ,,efnilega" leikmenn (sem ekki hefur gefið góða raun hingað til) að þá eru slíkir leikmenn einnig líklegri til að velja Arsenal. Auk þess er skiptikerfi Benitez ekkert sérstaklega heillandi fyrir þá sem vilja spila viku eftir viku. Auk þess hef ég trú á því að hinn nýji leikvöllur muni ekki verða eins mikil gryfja og Anfield hefur verið. Sama hversu líkur hann verður Anfield, það verður ekki hið sama, og leikmennirnir vita það. Leikmenn Arsenal lentu t.d. í þessu, munurinn er reyndar sá að nýji völlurinn þeirra er mun stærri en Highbury og því hugsanlega ekki sambærilegt - en það vita það allir hvað hefðir og venjur skipta miklu máli, að líða eins og maður sé virkilega á heimavelli enda óhætt að segja að Anfield sé ekki ósvipaður í hugum manna eins og Boston Garden, það er einhver sérstakur andi þar.
Mögulega hef ég rangt fyrir mér í þessu, það hefur margoft gerst áður, en þegar rætt hefur verið um Liverpool undanfarin ár tel ég mig hafa mun oftar rétt fyrir mér en aðdáendur liðsins og það þarf marga menn og mikla hugarfarsbreytingu til að Liverpool vinni deildina á næstu árum miðað við hvernig hin þrjú stórliðin eru að þróast.
Uppfært: Þeir bræður Gillett og Hicks hafa lofað að skuldsetja ekki liðið eins og Glazer gerði.
Hins vegar fann ég ekki nöfn þeirra á forbes.com yfir 400 ríkustu menn Bandaríkjanna.
Glazer fjölskyldan er þar hins vegar í sæti 160 svona til samanburðar. En það hefur svo sem lítið með gæði knattspyrnu að gera.
Efnisorð: Knattspyrna, Viðbjóður
6 Ummæli:
Skynja ég hræðslu?
Sammála hverju orði Bjarnans!
Þú ert nú meiri kallinn, aldeilis sem þú talar um liverpool núna þegar man u gengur vel. Hvernig liverpool gengur skiptir mig ekkert svo miklu máli, en þó gleður það mig þegar þeir vinna bikar sem þeir hafa gert upp á síðkastið. Hvað vann man u seinast? Jú einhverja þrennu ´76 Að fara í svona meting hvorir eiga meiri peninga er nú fyrir þína virðingu er það ekki og hvað er að því að trúa því að liðið sitt vinni alltaf. Ég hugsa svoleiðis um öll lið sem ég held með og líka þegar ég spila. Verð alltaf frekar súr þegar ég tapa. Er það ekki bara eðlilegt. Og með kaupin þá er ég sammála að ég er þreyttur á þessum meðalkaupum. En er ekki hægt að setja þessa gagnrýni á önnur lið hafa man u ekki keypt margar steypurnar, bosnich, djemba, forlan, osfrv. En hvernig er hægt að gagnrýna Crouch sem er besti enski framherjinn svo getur hann dansað, svo hef ég alltaf verið hrifinn af Pennant og varstu í alvöru að gagnrýna Carragher einn albesta varnamann í heiminum nei hættu nú alveg. Það stendur ekki steinn fyrir steini í þessari tilefnislausu árás á þetta fallega lið sem jú mættu spila aðeins fallegri fótbolta.
en mér finnst þú samt alltaf jafn yndislegur vildi þá frekar horfa á þig spila fótbolta heldur en að tala um hann við þig hehe.
kv bf
Ég er einnig sammála hverju orði. Langar einnig að bæta því við að fátt er meira óþolandi en Liverpool aðdáendur.
Liverpool aðdáendur minna einna helst á svona Manson Cult, því þeir lifa ekki í sama veruleika og við hin. Orð þeirra eru alltaf mótuð af óskhyggju en ekki skynsemi. Og þegar maður vill ræða við þá um knattspyrnu þá fara þeir bara að syngja jú never vok alón í allt of litlum Candy Liverpool búningi sem búið er að klína hamborgarasósu í.
Hagnaður: Mikið væri nú gaman ef að Liverpool myndi fara að spila fótbolta log blanda sér í barráttuna á næsta ári. Ég leyfi mér hins vegar að efast eins og öll undanfarin ár.
Meistari: Þú ert skynsamur maður.
Bjarni: Manchester vann Úrvalsdeildina 2003, en það telst auðvitað ekki með þar sem Liverpool hafa aldrei unnið þann titil:) Ég sagði reyndar að það mætti bendla Manutd og Chelsea við slæm kaup og tek það svo fram í lok greinarinnar að fjármagn skili sér ekki inn á knattspyrnuvöllinn.
Varðandi Crouch og Pennant þá held ég að þeir sem hafa horft á Liverpool í vetur myndu ekki sakna þeirra og á meðan Crouch er frammi spilar Liverpool háloftabolta - og hver vill það. Carragher er fínn varnarmaður, en á meðan hann hefur ekki klassa mann til að bera upp boltann þá verður Liverpool í vandræðum. Ferdinand, Terry, Carvalho, Tooure og Gallas eru dæmi um menn sem Liverpool þyrftu að fá, spilandi miðvörð. Það er bara sorglegt að horfa á heimsklassamann eins og Gerrard standa í þessu fótboltaleysi.
Kannski er þetta tilefnislaus árás, en mér finnst líklegra að ég reynist sannspár en mennirnir á Liverpool blogginu. En ég dáist þó af þessari ofurtrú þeirra.
Viðar: Hahaha! Þetta er svo rétt.
Stuðningsmenn hvaða annars lið í heiminum ganga um í þjálfaraúlpum merktu félaginu.
Kv.Bjarni Þór
Áfram Liverpool.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim