þriðjudagur, maí 15, 2007

Gangur hins daglega lífs

Formáli: Eftir smá yfirferð á þessu bloggi (sem hluti af eigin sálarkönnun - dramatík!) hef ég komist af því að það er mjög ópersónulegt, ég ætla að reyna að fjölga færslunum úr hinu daglega lífi sama hversu merkilegar þær kunna að vera. Mögulega mun það leiða til þess seinna meir að ég helli úr súrum koppi lífs míns, vonbrigðum æsku minnar, skilnaði foreldra minna, glötuðum ástum og tækifærum, eftirsjá eftir vinum, sárindum yfir brostnum knattspyrnu- og tónlistarferli og kræsilegum sögum af misnotkun minni á áfengi og fíkniefnum... nei ég segi nú bara svona!

Inngangur: Ég er alltaf jafn hamingjusamur á vorin og lífsglaður, það varir fram á haust og rétt þegar skammdegið er farið að hafa áhrif þá skella jólin á með Disney snjó, ljósum og yfirgengilegu sykuráti og heiladoða. Síðustu tvö árin hef ég treinað þessa gleði fram yfir miðjan janúar mánuð ásamt ástkonu minni með ferð til Kanaríeyja og þá er sálfræðilegum sigri náð - meirihluti janúar þegar liðinn, febrúar stuttur og þá sönglar maður þetta, óverdósar í hýði af bókalestri og sjónvarpsáhorfi (auk þess sem ég sýg lífsorkuna úr yndislegri samferðakonu minni) þar til allt verður fagur grænt.
Þessi tími er kominn, Manchester orðnir meistarar, fuglarnir byrjaðir að syngja og laufin farin að spretta - það dimmir ekki einu sinni á meðan ég er á næturvaktartörn. Það er samt alltaf smá söknuður að mæta ekki í bensínfnykinn klukkan 07:30 upp á B4 og skipa fólki að slá og moka í hrokapoka - og halda síðan af stað á æfingu klukkan 17:30 vel hvíldur eftir daginn.

Meginmál: Í dag fékk ég hins vegar símtal frá sálarbróður mínum og öðrum stofnhluta tvíeykisins BB FOOL K sjálfum Knútssyni sem hafði skipulagt knattspyrnuhitting ökklameiddra manna með lágan þyngdarpunkt. Ég gat auðvitað ekki skorast undan og mætti ásamt fríðu föruneyti þegar að sólin var að setjast bakvið blokkirnar við Framvöllinn í Safamýri. Það er ekkert punch line í þessu meginmáli ef að einhver er að bíða eftir því, bara svona saga úr hinu daglega lífi, þ.e. það sleit enginn krossbönd eða hékk í girðingu ælandi (eða ældi inn í ermina sína) - heldur aðeins frjálslega vaxnir karlmenn með fallegar hreyfingar að njóta þess að spila knattspyrnu í kvöldsólinni. Það bar helst til tíðinda að mitt lið beið afhroð, við vorum næstum Framsóknarflokkurinn... næstum því vegna þess að þrátt fyrir að hafa skitið á okkur þá vorum við ekki spilltar óheiðarlegar valdasjúkar mellur (útúrdúr endar) en auk þess höfðu andstæðingarnir klætt sig í West Ham treyjur sem gaf strax til kynna við hverju var að búast. Auk mín var liðið mitt skipað þeim Tómasi (sem á ennþá metið yfir flesta leiki á varamannabekk meistaraflokks ÍR í tæplega 100 ára sögu félagsins), Aðalsteinn ,,sænski" (sem að eiginn sögn skyggði á Eið Smára á uppvaxtar árum sínum hjá ÍR) og að lokum Kristján sem hafði vit á því að gefa engar yfirlýsingar um knattspyrnu getu sína - þrátt fyrir það mátti varla á milli sjá hvor var verri, Kristján sem á ekki að baki langan knattspyrnuferil eða ég dragandi rasskinnarnar eftir gervigrasinu... reyndar kom Tómas ekki langt á eftir okkur en hann kenndi um miklum meiðslum sem góður munntóbakstyggjandi maður hefði lýst sem ,,eymslum í heila".
Mótherjarnir voru hins vegar engir nýgræðingar, en auk þess spiluðu þeir allan tímann með vindi og við á móti sól. Þar fór fremstur faðir Baldur Knútsson og hlýtur hann nafnbótina MOM til tilbreytingar, næstur kom sennilega Markús sem var aldrei þessu vant ekki vel girtur þá Óli ,,Langur" sem var solid en vinnusamur og Pétur rak lestina þrátt fyrir að vera sennilega betri en allir mótherjar sínir (að Aðalsteini undanskyldum sem bar upp mitt lið.)

Niðurstaða: Á heildina var þetta fín hreyfing en völlurin hefði auk þess mátt vera betri, ég reyndar ryðgaður en góð skemmtun í góðra vina hóp - vonandi verður þetta vikulegt! Það hefði reyndar verið fínt að slútta þessu með grilli, enda innistæða fyrir því eftir hlaupin. Baldur var yfirburðamaður og ljóðskáldið og vinstri bakvörðurinn Daði Guðmundsson má fara að vara sig ef að Knútsson kemst í form - sjálfur mun ég halda mig nálægt grillinu.

Ástarkveðja til lífsins og Örnu, Sólskinsfíflið og Stiftamtmaðurinn ykkar Bjarni.

Efnisorð:

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá vill bara óska baldri til hamingju með það að geta snert bolta. Þetta hljómaði rosavel gaman að heyra bjarni að þú sért að koma þér í stand fyrir sumarið.
kv bf
ps. verður að vera góður við tomma þú veist að það er erfitt fyrir hann að eiga ekki landsleik í fótbolta

15 maí, 2007 07:27  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Hehehehehe!
Já það er rétt, djöfull er langt síðan að ég hef minnt hann á það!

15 maí, 2007 07:32  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég var að heyra að góður munntóbakstyggjandi maður yrði með comeback á B4 í sumar. Það er spurning hvort að það kalli ekki á comeback fleiri manna?
Annars verð ég manna fegnastur ef Baldur Knútsson kemst í form og hirðir helvítis vinstri bakvörðinn.

15 maí, 2007 10:48  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Djöfullinn ég sem er búinn að ráða mig í 100% vinnu. Var samt þvílíkt ánægður með þig í bakverðinum - nuna þarf Keðjan bara að vinna sig inn í hægri bakvörðinn og þá hef ég ekki áhyggjur af þessu:)

15 maí, 2007 16:59  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ástarkveðja tilbaka til þín..

16 maí, 2007 00:54  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Free [url=http://www.INVOICEFORFREE.COM]invoice[/url] software, inventory software and billing software to design professional invoices in bat of an eye while tracking your customers.

08 desember, 2012 10:26  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim