Kosningar - miklar væntingar með framhaldið, úrslitin mórölsk vonbrigði.
Í hnotskurn
Nú hefur rignt yfir mig fjöldann öllum af sms-um (sum sem ég veit reyndar ekki frá hverjum eru) og símtölum um að þessar kosningar hljóti að hafa verið gríðarleg vonbrigði fyrir mig. FYRIR MIG???
Einu vonbrigðin eru auðvitað sú að það var móralskt slæmt að ná ekki að fella þessa ömurlegu, spilltu, málefnasnauðu og lífvana ríkisstjórn - EN, kosningarnar hefðu hreinlega ekki getað farið betur fyrir mig sem talsmann Viðreisnarstjórnar.
Þannig að þessi niðurstaða grætir mig ekkert sérstaklega, mér finnst eins og flestum ólíklegt að Geir H. Haarde myndi svo tæpa stjórn sem D og B eru og hann fer ekki í þriggja flokka stjórn.
Þá á hann tvo kosti:
1. Að enda pólitískt líf Ingibjargar Sólrúnar og vinna með VG - sem þýðir Steingrímur J, Ögmundur og nokkrir rótttæklingar sem þeir vita ekki hvar þeir hafa eða hvort að sátt náist alveg yfir á hinn endann eða...
2. Hið skynsamlega, að mynda Viðreisnarstjórn með Samfylkingunni.
Stjórn borgaraflokkanna sem geta með miklum þingmeirhluta (og hæfu fólki, þökk sé nýliðun í Sjálfstæðisflokknum og innkomu Samfylkingarinnar) tekið til í félagsmálum, breytt sjávarútvegskerfinu, frelsað landbúnaðarkerfið og fórnað haftastefnunni (sem ríkir t.d. í landbúnaði), myndað hér utanríkisstefnu sem byggist á öðru en sendiherra skipunum, komið hér á stöðugleika í hagkerfinu og snúið frá frekari stóriðjuframkvæmdum - auk annarra brýnna starfa t.d. endurskoðun dómskerfisins og fjölda annarra þátta... jafnvel hafið hér einhverja alvöru umræðu um framtíð Evrópusamrunans á Íslandi (þori Sjálfstæðisflokkurinn í slíka umræðu) o.s.frv.
Geir H. Haarde hefur spilin og nú sjáum við hvers konar mann hann hefur að geyma. Hvort fer hann í vonlaust stjórnarsamstarf með VG til að tryggja völd flokksins með pólitískum dauðdaga Ingibjargar Sólrúnar eða kýs hann það sem er þjóðinni ÁVALLT fyrir bestu - Viðreisnarstjórn.
Lifi Viðreisn!
Meira tengt kosningum seinna - flestir eflaust búnir að fá nóg.
PS. Annars er ég mjög ánægður með nýliðunina, margar gamlar risaeðlur að fara af þingi og ferskt fólk inn.
Vonbrigðin eru að sjá Siv, Björn og Árni Johnsen á þingi og að Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall komust ekki á þing.
Fylgist glöggt með: Árna Páli Árnasyni - hann er leiðtogaefni framtíðarinnar.
Nú hefur rignt yfir mig fjöldann öllum af sms-um (sum sem ég veit reyndar ekki frá hverjum eru) og símtölum um að þessar kosningar hljóti að hafa verið gríðarleg vonbrigði fyrir mig. FYRIR MIG???
Einu vonbrigðin eru auðvitað sú að það var móralskt slæmt að ná ekki að fella þessa ömurlegu, spilltu, málefnasnauðu og lífvana ríkisstjórn - EN, kosningarnar hefðu hreinlega ekki getað farið betur fyrir mig sem talsmann Viðreisnarstjórnar.
Þannig að þessi niðurstaða grætir mig ekkert sérstaklega, mér finnst eins og flestum ólíklegt að Geir H. Haarde myndi svo tæpa stjórn sem D og B eru og hann fer ekki í þriggja flokka stjórn.
Þá á hann tvo kosti:
1. Að enda pólitískt líf Ingibjargar Sólrúnar og vinna með VG - sem þýðir Steingrímur J, Ögmundur og nokkrir rótttæklingar sem þeir vita ekki hvar þeir hafa eða hvort að sátt náist alveg yfir á hinn endann eða...
2. Hið skynsamlega, að mynda Viðreisnarstjórn með Samfylkingunni.
Stjórn borgaraflokkanna sem geta með miklum þingmeirhluta (og hæfu fólki, þökk sé nýliðun í Sjálfstæðisflokknum og innkomu Samfylkingarinnar) tekið til í félagsmálum, breytt sjávarútvegskerfinu, frelsað landbúnaðarkerfið og fórnað haftastefnunni (sem ríkir t.d. í landbúnaði), myndað hér utanríkisstefnu sem byggist á öðru en sendiherra skipunum, komið hér á stöðugleika í hagkerfinu og snúið frá frekari stóriðjuframkvæmdum - auk annarra brýnna starfa t.d. endurskoðun dómskerfisins og fjölda annarra þátta... jafnvel hafið hér einhverja alvöru umræðu um framtíð Evrópusamrunans á Íslandi (þori Sjálfstæðisflokkurinn í slíka umræðu) o.s.frv.
Geir H. Haarde hefur spilin og nú sjáum við hvers konar mann hann hefur að geyma. Hvort fer hann í vonlaust stjórnarsamstarf með VG til að tryggja völd flokksins með pólitískum dauðdaga Ingibjargar Sólrúnar eða kýs hann það sem er þjóðinni ÁVALLT fyrir bestu - Viðreisnarstjórn.
Lifi Viðreisn!
Meira tengt kosningum seinna - flestir eflaust búnir að fá nóg.
PS. Annars er ég mjög ánægður með nýliðunina, margar gamlar risaeðlur að fara af þingi og ferskt fólk inn.
Vonbrigðin eru að sjá Siv, Björn og Árni Johnsen á þingi og að Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall komust ekki á þing.
Fylgist glöggt með: Árna Páli Árnasyni - hann er leiðtogaefni framtíðarinnar.
Efnisorð: Viðreisn
6 Ummæli:
Róbert Marshall - Marshallaðstoðin - Kæri Jón???
Nei, ekki vildurðu fá hann á þing?!?!
Já ég held að hann yrði betri þingmaður en eftirfarandi
1. Allir þingmenn Framsóknarflokksins
2.Allir þingmenn Frjálslynda flokksins
3. Betri en eftirfarandi þingmenn VG:
Árni Þór, Kolbrún Halldórs, Jón Bjarnason, Ögmundur Jónasson, Þuríður Backman og Álfheiður Ingadóttir.
4. Betri en eftirfarandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins:
Guðlaugur Þór, Björn Bjarnason, Ásta Möller, Birgir Ármannsson, Ármann Kr., Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín, Ragnheiður Ríkharðs, Sturla Böðvars, Einar Oddur, Arnbjörg Sveins, Ólöf Nordal, Árni Johnsen og Björk Guðjónsdóttir.
5. Betri en eftirtaldir þingmenn Samfylkingarinnar:
Helgi Hjörvar, Steinunn Valdís, Ellert B. Schram, Katrín Júlíusdóttir, Ásta Ragnheiður, Karl V, Lúðvík Bergvinsson og Björgvin G.
Niðurstaða: Betri þingmaður en 39 af þeim 63 sem munu sitja á þingi.
veðja við þig upp á pulsu og kók að sjálfstæðisflokkurinn og framsókn haldi áfram saman
kv bf
Ég læt ekki gabbast af þessari sálfræði: Þú veist að það gerist ekki og ætlar að troða upp á mig pulsu og kóki sem ég má ekki borða - en ég skal breyta tilboðinu og veðja upp á prótein sjeik:)
já ok rosaflott protein boost shake eftir góðan körfuboltaleik
kv bf
ps. sendi geir e mail í dag og varaði hann við samstarfi við framsókn
sammála BF það gerist ekki jack-shit... þetta verður xB og xD í 4ár í viðbót, það gera hvað 104ár ef ég man rétt.
Ég rétt leitt á kosningarvökuna online og sá að Framsókn var úti.. svo vaknaði ég við vondann draum (eða sms frá BF), xB tókst að redda sér fyrir horn og nær að mynda meirihluta með xD (þrátt fyrir að hafa færri atkvæði en stjórnarandstaðan).
Það er allveg öruggt að ekkert gerist hér á bæ.. þetta er nú einu sinni ísland hvað hefur gerst í stjórnmálum síðustu 100árin (eða síðan xb og xd fóru saman í stjórn). Bora hver göngin í hvern einasta hól sem þeir sjá og snúa sér að stóryðju og náttúruspjöllum (í staðinn fyrir að einbeitt sér að túrisma og tækni-business eins og aðrar vestrænar þjóðir).
Niðurstöður: ekkert gerist næstu 4árin.. xB gengur á bak orða sinna (sögðust EKKI ætla í stjórn með svona lítið fylgi) og fleiri göng, meiri peningar í landbúnaðarkerfið, stóryðjur, ekkert ESB og engar frjálslyndar breytingar ... svo er bara bíða og sjá hvað gerist eftir 4ár... (95% líkur sama stjórn).
En xD ætti líka að skammast sín, að vilja ekki fara í stjórnarsamstarf með Samfylkingunni (það er jú það sem flestir íslendingar vilja sjá, og mest vænlegast til árangurs fyrir þá og þjóðina). Þeim er allveg sama um íslensku þjóðina bara að halda Samfylkingunni frá völdum og skiptar þá engu máli þó svo að þeir þurfi að ganga í sæng með skrattanum.
mjög reiður,
Ívar T.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim