miðvikudagur, maí 02, 2007

Fjarlægur draumur um þrennu úti

Andlega og líkamlega gjaldþrota lið Manchester United lauk keppni í Meistaradeildinni í kvöld með vafasömum hætti. Það er hægt að koma með endalausar afsakanir en þegar öllu er á botninn hvolft hafði liðið ekki nóga breidd til að vinna þrefalt, var vægast sagt óheppið með meiðsli nú í lok tímabils en auk þess vantar þetta frábæra sóknarlið varnarsinnaða miðjumenn á borð við Hargraeves til að klára útileiki á borð við leikinn í kvöld og ná þannig árangri í Meistaradeildinni eins leiðinlegt og það hljómar - enda þarf ekki að horfa langt aftur í tímann (Barca undantekning) til að sjá hvers konar lið hafa verið að vinna Meistaradeildina og komast langt í henni. Lið sem fær á sig fimm mörk gegn ,,eins manns sókn" Milan liðsins í undanúrslitum á ekki skilið að komast áfram. Auðvitað vantaði alla byrjunarliðs vörnina (Vidic fær andlega og líkamlega fjarvist fyrir þennan óskapnað) en varnarlína liðsins var þó ekki verr skipuð knattspyrnulega en vörn Liverpool sem hefði ekki fengið á sig eitt af þessum fimm mörkum - boltinn hefði í öllum tilvikum verið kominn upp í stúku og/eða einhver löngu búinn að tækla skotmanninn.
Það góða er að við erum í kjörstöðu í deildinni og mætum álíka andlega og líkamlega gjaldþrota liði í úrslitaleik bikarkeppninnar og hvernig sem þessar keppnir fara þá er árangurinn og spilamennskan langt framar þeim vonum sem maður hafði gert sér fyrir tímabilið - kannski var þetta tap líka betra en að taka áhættuna á því að tapa gegn Liverpool, veit það ekki?
Þessi úrslitaleikur er annars viðeigandi fyrir keppnina.
Það er í það minnsta viðeigandi að vitna í Dylan:


Broken lines, broken strings,
Broken threads, broken springs,
Broken idols, broken heads,
People sleeping in broken beds.
Ain't no use jiving
Ain't no use joking
Everything is broken.

Broken bottles, broken plates,
Broken switches, broken gates,
Broken dishes, broken parts,
Streets are filled with broken hearts.
Broken words never meant to be spoken,
Everything is broken.

Bridge: Seem like every time you stop and turn around
Something else just hit the ground

Broken cutters, broken saws,
Broken buckles, broken laws,
Broken bodies, broken bones,
Broken voices on broken phones.
Take a deep breath, feel like you're chokin',
Everything is broken.

Bridge: Every time you leave and go off someplace
Things fall to pieces in my face

Broken hands on broken ploughs,
Broken treaties, broken vows,
Broken pipes, broken tools,
People bending broken rules.
Hound dog howling, bull frog croaking,
Everything is broken

Efnisorð: , ,

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

"kannski var þetta tap líka betra en að taka áhættuna á því að tapa gegn Liverpool"

Gullmoli.

03 maí, 2007 00:23  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

... af þeirri einföldu augljósu ástæðu að það er niðurlægjandi að tapa fyrir miðlungsliði, sem er ekki knúið áfram af getu heldur einhverri fáránlegri trú, lukku og vítaspyrnukeppnum.
Við skulum líka hafa það alveg á hreinu að þessir sömu menn og munu sigra Meistaradeildina verða búnir að klúðra möguleikanum á því að verða enskir meistarar á næsta tímabili áður en desember hefst en hnoða sig svo í gegnum annað hvort ensku bikarkeppnina eða Meistaradeildina. Því segi ég, tökum upp Evrópudeildarkeppni og helst þar sem 2 lið frá hverju landi geta tekið þátt, þá þarf maður ekki að horfa upp á þessi viðbjóðslegu leiðindi.
Það þarf að fá einhvern sálgreinanda til að greina þennan geðklofa hjá Liverpool.

03 maí, 2007 01:03  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim