Íþróttafasistinn ég
Það er rétt að byrja þennan pistil um íþróttir með því að segja að ég sem áhugamaður um íþróttir hata ekki neitt lið heldur einungis leikstíl. Mér hefur löngum þótt það góður siður að horfa ekki á leiðinleg íþróttalið, nema að ég neyðist til þess (þ.e. þegar að leiðinlegu liðin mæta skemmtilegu liðunum).
Ég er aðdáandi sóknarleiks en hef ekki gaman af liðum sem komast áfram á baráttu, hörku og taktík.
Nú hugsa margir með sér, enn einn anti - Liverpool pistillinn. En nei, jafnvel þó að upptök pistilsins eigi rætur að rekja til óþolandi velgengni þeirra að undanförnu í Meistaradeildinni á nákvæmlega þessu þrennu (einhverjir myndu eflaust auk þess telja með óþolandi heppni). Markmið pistilsins einmitt hið þveröfuga, að benda á hvers vegna ég hata ekki Liverpool heldur er einungis illa við það sökum spilamennskunnar.
Nei, ég hata ekki Liverpool en það fer óstjórnlega í taugarar á mér að lið skuli komast áfram á leiðinlegum leik, en ég yrði fyrsti maðurinn til að fagna því ef að Liverpool færi að spila skemmtilega sóknarknattspyrnu. Þetta er ekki eitthvað sem ég er bara að segja, því að fordæmin tala sínu máli.
Mér þótti Arsenal alltaf ömurlega leiðinlegt lið, eitt af leiðinlegustu liðunum sem ég man eftir var Arsenal liðið sem vann tvöfalt 1998. Þá var Seaman í markinu, Winterburn, Dixson, Adams, Keown/Bould í vörninni og svo Petit og Viera sem afturliggjandi miðjumenn. Fyrir þá sem ekki muna eftir þessu tímabili né leikmönnum þá var þetta svona það versta af Chelsea og Liverpool í ár - geðveikur varnarmúr og háloftabolti - hins vegar átti lið Wengers eftir að þróast út í algjört töfralið nokkrum árum seinna með Henry og Viera í broddi fylkingar og á þessu tímabili hef ég horft á fleiri leiki með Arsenal en samanlagt með Chelsea og Liverpool (þrátt fyrir að Chelsea séu helstu keppinautarnir og margir vinir mínir og fjölskyldumeðlimir séu Liverpool menn).
Öfugt er farið með uppáhalds liðið mitt á Spáni, Real Madrid. Lið sem löngum hefur spilað skemmtilega sóknarknattspyrnu. Það er sennilega teljand á fingrum annarar handar leikirnir sem ég hef séð með þeim í vetur enda ótrúlega leiðinlegir á að horfa (og á undanförnum árum hef ég séð helmingi fleiri Barca leiki). Þar komum við inn á mann sem var ótrúlega mikilvægur fyrir Manutd ekki fyrir svo alls löngu, en sökum gríðarlegra hæfileika til að skora mörk snérist allur leikur liðsins um að koma boltanum á hann inn í teig til að hann gæti skorað - skemmtanagildi leiksins rýrnuðu hins vegar um tugi prósenta - maðurinn er að sjálfsögðu R.V. Nistelrooy. Það var enda oft þannig að ég sá fleiri leiki með Arsenal á þeim tíma en United, sérstaklega þegar Ferguson tók upp á því að spila 4-5-1 með tvo afturliggjandi miðjumenn, Scholes fyrir framan, Beckham (sem er ekki sókndjarfur) á hægri og Giggs á vinstri. Árangursríkt en ömurlega leiðinlegt.
Ég þekki því vel raunir Liverpool aðdáenda sem hafa nú bráðlega í áratug spilað drepleiðnlegan bolta... og það að mestu árangurslaust. Þetta segi ég til að leggja áherslu á það að, að baki skrifum mínum liggja ekki illar hvatir, öfund eða almenn leiðindi - ég bara gúdera ekki leiðinleg lið og hef aldrei getað. Vanti ennþá sannfæringu hefði ég vel getað unað Arsenal liðinu í fyrra hefði það unnið Barca, sem Lakers aðdáandi þá hélt ég með Bulls gegn pick&Roll fávitunum í Utah og mér fannst það jafnvel svolítið gaman að Lakers skyldi tapa gegn Detroit þegar að helvítis Póstmaðurinn Malone ætlaði að tryggja sér titilinn.
Ég get jafnvel viðurkennt það að hafa horft á þónokkra leiki með Chelsea þegar að Eiður, Robben og Duff voru upp á sitt besta í hröðum sóknum - en um leið og Chelsea fór að vinna alla þess frægu 1-0 sigra þar sem Lampard skaut í varnarmann og inn eða Terry skoraði með skalla úr hornspyrnu og síðan var læst í vörn, þá fékk ég eins og flestir ógeð.
Svipaða sögu má segja af íslenskum handbolta þar sem Framarinn ég var gríðarlega spenntur og ánægður þegar að Valsmenn lögðu KA ítrekað í kringum aldarmótin, en í liði KA voru eintómir sveitadurgar með Erling Kristjánsson fremstan í flokki - alveg óþolandi lið.
Ég get líka látið það flakka með að sem leikmaður hjá Meistarflokki Fram þá skrópaði ég á meirihlutann af þeim leikjum þegar ég var ekki í hóp - þ.e. þegar að liðið var að spila leiðinleg leikkerfi eða leiðinlegan fótbolta. Nú orðið eru leikir liðsins einungis orðin afsökun fyrir góðu spjalli við vini á vellinum.
Í NBA þá get ég ekki horft á ákveðin lið (nema þá að þau séu að keppa á móti Lakers). Þar á meðal eru San Antonio, Dallas og Utah (hef reyndar séð 3 Utah leiki í ár og þeir eru fínt lið en það eimir ennþá af leikstílnum) - ég sé hins vegar alltaf þónokkra leiki með Suns og Miami (einhverjir gætu sagt púúú á Miami en þar getur maður í það minnsta bókað tilþrif, ólíkt Duncan-spjaldið-ofan í eða Fucking rembinginn í Dirk) auk Lakers (eða ætti maður að segja Kobe).
Mér fannst ömurlegt í sumar þegar að ljóst var að annað hvort Ítalía eða Þýskland kæmust í úrslit HM enda fyrirlít ég bæði knattspyrnu afbrigðin sem þjóðirnar bjóða upp á og horfi mjög sjaldan á deildarkeppnir þessara landa. Á ekki einu sinni uppáhaldslið í þýska en á Ítalíu horfi ég á AC vs Inter en veit annars varla í hvaða sæti AC er almennt, enda hef ég ekki gaman af göngubolta.
Í því liði er hins vegar maður sem verður aldrei, en myndi verða loka púslið í oft á tíðum guðdómlegum sóknarleik United - að sjálfsögðu Kaka.
Ég held að það myndi jafnvel hjálpa mér í átt að heilbrigðu matarlíferni, ég myndi jafnvel vinna verkamannavinnu ef að ég fengi að sjá Kaka á hverjum laugardegi bera upp boltann fyrir United í hraðaupphlaupum með Giggs vinstra megin, Ronaldo hægra megin og Rooney og Saha fyrir framan sig.
Nei, sennilega á enginn maður svo gott skilið.
Að lokum vona ég að Liverpool verði ekki Evrópumeistari, bakvið þá von liggja ekki illar hvatir né öfund, heldur barnaleg von mín og óskhyggja um það að lið nái ekki árangi með leiðindum. Sjálfur mun ég manna fyrstur óska aðdáendum liðsins til hamingju á næsta tímabili, bæti þeir mannskap sinn og spili skemmtilega knattspyrnu og vinni þennan sama titil - en í ár fáið þið engar hamingjuóskir þó að titilinn hafist.
Áfram fótbolti!
Áfram sóknarfótbolti
Áfram Manutd!
Ég er aðdáandi sóknarleiks en hef ekki gaman af liðum sem komast áfram á baráttu, hörku og taktík.
Nú hugsa margir með sér, enn einn anti - Liverpool pistillinn. En nei, jafnvel þó að upptök pistilsins eigi rætur að rekja til óþolandi velgengni þeirra að undanförnu í Meistaradeildinni á nákvæmlega þessu þrennu (einhverjir myndu eflaust auk þess telja með óþolandi heppni). Markmið pistilsins einmitt hið þveröfuga, að benda á hvers vegna ég hata ekki Liverpool heldur er einungis illa við það sökum spilamennskunnar.
Nei, ég hata ekki Liverpool en það fer óstjórnlega í taugarar á mér að lið skuli komast áfram á leiðinlegum leik, en ég yrði fyrsti maðurinn til að fagna því ef að Liverpool færi að spila skemmtilega sóknarknattspyrnu. Þetta er ekki eitthvað sem ég er bara að segja, því að fordæmin tala sínu máli.
Mér þótti Arsenal alltaf ömurlega leiðinlegt lið, eitt af leiðinlegustu liðunum sem ég man eftir var Arsenal liðið sem vann tvöfalt 1998. Þá var Seaman í markinu, Winterburn, Dixson, Adams, Keown/Bould í vörninni og svo Petit og Viera sem afturliggjandi miðjumenn. Fyrir þá sem ekki muna eftir þessu tímabili né leikmönnum þá var þetta svona það versta af Chelsea og Liverpool í ár - geðveikur varnarmúr og háloftabolti - hins vegar átti lið Wengers eftir að þróast út í algjört töfralið nokkrum árum seinna með Henry og Viera í broddi fylkingar og á þessu tímabili hef ég horft á fleiri leiki með Arsenal en samanlagt með Chelsea og Liverpool (þrátt fyrir að Chelsea séu helstu keppinautarnir og margir vinir mínir og fjölskyldumeðlimir séu Liverpool menn).
Öfugt er farið með uppáhalds liðið mitt á Spáni, Real Madrid. Lið sem löngum hefur spilað skemmtilega sóknarknattspyrnu. Það er sennilega teljand á fingrum annarar handar leikirnir sem ég hef séð með þeim í vetur enda ótrúlega leiðinlegir á að horfa (og á undanförnum árum hef ég séð helmingi fleiri Barca leiki). Þar komum við inn á mann sem var ótrúlega mikilvægur fyrir Manutd ekki fyrir svo alls löngu, en sökum gríðarlegra hæfileika til að skora mörk snérist allur leikur liðsins um að koma boltanum á hann inn í teig til að hann gæti skorað - skemmtanagildi leiksins rýrnuðu hins vegar um tugi prósenta - maðurinn er að sjálfsögðu R.V. Nistelrooy. Það var enda oft þannig að ég sá fleiri leiki með Arsenal á þeim tíma en United, sérstaklega þegar Ferguson tók upp á því að spila 4-5-1 með tvo afturliggjandi miðjumenn, Scholes fyrir framan, Beckham (sem er ekki sókndjarfur) á hægri og Giggs á vinstri. Árangursríkt en ömurlega leiðinlegt.
Ég þekki því vel raunir Liverpool aðdáenda sem hafa nú bráðlega í áratug spilað drepleiðnlegan bolta... og það að mestu árangurslaust. Þetta segi ég til að leggja áherslu á það að, að baki skrifum mínum liggja ekki illar hvatir, öfund eða almenn leiðindi - ég bara gúdera ekki leiðinleg lið og hef aldrei getað. Vanti ennþá sannfæringu hefði ég vel getað unað Arsenal liðinu í fyrra hefði það unnið Barca, sem Lakers aðdáandi þá hélt ég með Bulls gegn pick&Roll fávitunum í Utah og mér fannst það jafnvel svolítið gaman að Lakers skyldi tapa gegn Detroit þegar að helvítis Póstmaðurinn Malone ætlaði að tryggja sér titilinn.
Ég get jafnvel viðurkennt það að hafa horft á þónokkra leiki með Chelsea þegar að Eiður, Robben og Duff voru upp á sitt besta í hröðum sóknum - en um leið og Chelsea fór að vinna alla þess frægu 1-0 sigra þar sem Lampard skaut í varnarmann og inn eða Terry skoraði með skalla úr hornspyrnu og síðan var læst í vörn, þá fékk ég eins og flestir ógeð.
Svipaða sögu má segja af íslenskum handbolta þar sem Framarinn ég var gríðarlega spenntur og ánægður þegar að Valsmenn lögðu KA ítrekað í kringum aldarmótin, en í liði KA voru eintómir sveitadurgar með Erling Kristjánsson fremstan í flokki - alveg óþolandi lið.
Ég get líka látið það flakka með að sem leikmaður hjá Meistarflokki Fram þá skrópaði ég á meirihlutann af þeim leikjum þegar ég var ekki í hóp - þ.e. þegar að liðið var að spila leiðinleg leikkerfi eða leiðinlegan fótbolta. Nú orðið eru leikir liðsins einungis orðin afsökun fyrir góðu spjalli við vini á vellinum.
Í NBA þá get ég ekki horft á ákveðin lið (nema þá að þau séu að keppa á móti Lakers). Þar á meðal eru San Antonio, Dallas og Utah (hef reyndar séð 3 Utah leiki í ár og þeir eru fínt lið en það eimir ennþá af leikstílnum) - ég sé hins vegar alltaf þónokkra leiki með Suns og Miami (einhverjir gætu sagt púúú á Miami en þar getur maður í það minnsta bókað tilþrif, ólíkt Duncan-spjaldið-ofan í eða Fucking rembinginn í Dirk) auk Lakers (eða ætti maður að segja Kobe).
Mér fannst ömurlegt í sumar þegar að ljóst var að annað hvort Ítalía eða Þýskland kæmust í úrslit HM enda fyrirlít ég bæði knattspyrnu afbrigðin sem þjóðirnar bjóða upp á og horfi mjög sjaldan á deildarkeppnir þessara landa. Á ekki einu sinni uppáhaldslið í þýska en á Ítalíu horfi ég á AC vs Inter en veit annars varla í hvaða sæti AC er almennt, enda hef ég ekki gaman af göngubolta.
Í því liði er hins vegar maður sem verður aldrei, en myndi verða loka púslið í oft á tíðum guðdómlegum sóknarleik United - að sjálfsögðu Kaka.
Ég held að það myndi jafnvel hjálpa mér í átt að heilbrigðu matarlíferni, ég myndi jafnvel vinna verkamannavinnu ef að ég fengi að sjá Kaka á hverjum laugardegi bera upp boltann fyrir United í hraðaupphlaupum með Giggs vinstra megin, Ronaldo hægra megin og Rooney og Saha fyrir framan sig.
Nei, sennilega á enginn maður svo gott skilið.
Að lokum vona ég að Liverpool verði ekki Evrópumeistari, bakvið þá von liggja ekki illar hvatir né öfund, heldur barnaleg von mín og óskhyggja um það að lið nái ekki árangi með leiðindum. Sjálfur mun ég manna fyrstur óska aðdáendum liðsins til hamingju á næsta tímabili, bæti þeir mannskap sinn og spili skemmtilega knattspyrnu og vinni þennan sama titil - en í ár fáið þið engar hamingjuóskir þó að titilinn hafist.
Áfram fótbolti!
Áfram sóknarfótbolti
Áfram Manutd!
Efnisorð: Knattspyrna, Knattspyrnuleysi
7 Ummæli:
eg vona ad AC taki Liverpool i bakarid.
ciao,
Ivar
Það er nú ósanngjarnt að bera saman Arsenal liðið ´98 við Liverpool. Adams og félagar voru ekki þekktir fyrir að negla upp í stúku, né spilaði liðið long-ball style, enda Wenger búinn að hafa sín áhrif. Anelka frammi með Bergkamp (sem var með betri tækni en allir Lpool leikmenn til samans) fyrir aftan, Petit og Vieira á miðjunni (þó hann sé varnarsinnaður þá er hann enginn Boss) og með Overmars á vinstri kanti (100m = 10.9sek). Þetta var alls ekki Liverpool style þrátt fyrir nokkra 1 marks sigra, enda varð liðið tvöfaldur meistari. Mér þætti líka gaman að sjá Carragher leika þetta eftir þó það sé nú eiginlega bara "bombað og vonað" eins og Leifur Harða sagði oft: http://www.youtube.com/watch?v=D4UehS4PGUc
Hættu svo að vera með þessa bölsýni varðandi Meistaradeildina, það er ekki séns að AC Milan sé að fara að gera eitthvað annað en að slútta þessu fyrir hálfleik.
Ég verð nú reyndar að vera ósammála með Adams, maðurinn gat bara sparkað boltanum í þá átt sem hann sjálfur stefndi, en vissulega var Arsenal ólíkt Liverpool með hæfileikaríka sóknarmenn.
Sé annars ekki AC taka þetta. Liverpool verður með tvo varnarsinnaða miðjumenn og bakvörð á vinstri kanti og vinna þennan leik 1-0 eða í vítspyrnukeppni.
Góður pistill, virkilega. Þó að ég sé ekki sammála öllu í honum.
T.d. er hrein unun að fylgjast með SA Spurs. Frábært körfuboltalið. Hafa allan pakkann. Þetta lið verður erfitt að vinna.
Hörkusería framundan SA Spurs - Suns, hverju spá menn ?
4-2 Suns
Ég vona að sjálfsögðu Suns, annars er verið að ræna mig ánægjunni af því að sjá úrslitaeinvígið - Big shot Bob er hins vegar eitraður og klár þetta.
Spurs klára þetta 4-3.
Kv.Bjarni
Það er ljóðræn fegurð fólgin í því að sjá Duncan setja´ann spjaldið ofaní.
Spurs tekur þetta. Hvernig er ekki hægt að halda með þessu liði: Finley, Horry (mvp), Manu, parker, Duncan og Aðmírállinn í stúkunni. Nú er svo komið að ég fylgist ekki með neinu, engu, en Spurs og Duncan verð ég að sjá. Ég nenni ekki að horfa á einhverja tyggjókúlukalla eins og Kobe, Lebron James, Wade eða Suns liðið eins og það leggur sig og hvað þá lögreglugórillur eins og O´neil, sem er álíka skemmtilegt að horfa á eins og feitan strák sem treður í litla sundkörfu í Laugardal.
AFO
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim