Vælandi afturhaldsöfl - hver þarfnast þeirra?
Það er einhver stórkostlega hlægileg heimska í gangi núna sem gæti ekki komið sér betur fyrir verðandi og langþráða stjórnarflokka Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu. Núna eru Framsókn og VG farnir að væla yfir því að Ingibjörg Sólrún sé að missa af sögulegu tækifæri til að mynda 3 flokka R-listastjórn!!! Bíddu hvað varð um frasa Steingríms J. að ,,kjósendur eru ekki fífl og sjá í gegnum svona". Í kosningabaráttunni bjuggu VG (sem helst hafa hamrað á Framsókn) til barmerki sem á stóð ,,Aldrei kaus ég Framsókn" og Framsóknarflokkurinn svaraði í sömu mynt með einhverjum ósmekklegustu sjónvarpsauglýsingum sem hafa komið fram síðan í kalda stríðinu (uppfullar af tómu kjaftæði og ásökunum á VG). Steingrímur J. heimtaði svo að Jón Sigurðsson bæði sig persónulega afsökunar á þessum auglýsingum, sem hann gerði ekki og skyldi ekki hvaða bull þetta væri.
Þegar svo kosningarnar voru afstaðnar vildi Framsókn ekkert með hina flokkana hafa og þegar ljóst var að það vaR ekki vilji fyrir áframhaldandi stjórnarviðræðum, þá móðga vinstri grænir Framsókn með alveg hreint einni bjánalegustu ,,nú skýt ég mig í fótinn" stjórnmálaskákleik í sögu hugtaksins fulltrúarlýðræði - sem gekk út á það að Framsókn styddi minnihlutastjórn Samfylkingar og VG. Hvernig í andskotanum á það að vera trúverðugt þegar þessir tveir (og nú kemur sprengjan) TÆKIFÆRISFLOKKAR halda því fram að Ingibjörg Sólrún sé að missa af sögulegu tækifæri til að mynda vinstri stjórn. Á hverju ætti sú stjórn að byggja? Eru ekki allar líkur á því að eftir þá hörmung (miðað við átök/stríð VG og Framsóknar) þá myndi Sjálfstæðisflokkurinn fara næri því að fá hreinan meirihluta í næstu kosningum á eftir!!!
Björn Ingi Hrafnsson kemur síðan með algjört Punch line fyrir því hvers vegna þessir flokkar ættu einmitt að mynda stjórn - þegar hann fer yfir hugsanlegan málefnasamning sem er svo auðleystur að hann er jafnvel ánægjulegari fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur en ef að núverandi stjórn hefði haldið með miklum meirihluta og Framsókn hefði einu sinni enn sagt ,,Já og Amen" við öllu, beygt sig fram og tekið það ósmurt frá Valhöll. Það besta við hann er samt eiginlega það, að flest eru þetta mál sem Framsókn vildi setja fram en gátu ekki
Sjá:
1. Evrópumálin - hlegið að Framsókn.
2. Írak - hlegið að Framsókn.
3. Málsskotréttur forseta - þar er Framsókn á sömu skoðun og Samfylkingin og ætti því ekki að vera að benda á það (fyrir utan það að þetta er tittlingaskítur).
4. Íbúðalánasjóður einkavæddur - þetta þarf að ná samkomulag um, rétt eins og í því stjórnarsamstarfi sem nú er að líða undir lok.
5. Sérstakur hátekjuskattur - verður leyst auðveldlega eins og sjá mátti í þætti um skattamál fyrir kosningar.
6. Ókeypis skólabækur - erum við virkilega að ræða þetta sem vandamál sem getur staðið í vegi fyrir því að þessir flokkar nái saman???
7. Skattar á lífeyrisgreiðslur lækkaðir niður í 10% - Samfylkingin vildi þetta og ég get ekki séð að eldri kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, Garðabæ, Vesturbæ og á Seltjarnarnesi muni mótmæla harðlega (margir af þeim sem nú þiggja eða eru við það að fara að þiggja greiðslurnar og eru háttsettir innan flokksins).
8. Lög um eftirlaun æðstu ráðamanna tekin til endurskoðunar - eins og átti að gera hvort sem var og allir flokkar samþykkir því fyrir kosningar.
Það eru aldeilis höggin sem Björn Ingi lætur dynja á verðandi stjórnarflokkum - ég óttast borgaralega uppreisn, jafnvel stjórnarkreppu strax!
Svo mega menn alveg kalla stjórnina Baugsstjórnina, enda séð fram á það að hagur almennings muni batna stórkostlega, sérstaklega þegar að landbúnaðarkerfið verður tekið í gegn og höftum og tollum aflétt af erlendum landbúnaðarvörum - en þá er líka rétt að kalla fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar 11/11 stjórnina framvegis.
Að lokum legg ég til að Framsókn verði umhverfisvæn og gangi inn í VG (fyrst að allir þar eru svona góðir vinir og sárir við Ingibjörgu Sólrúnu og þeir geta tekið Frjálslynda flokkinn með sér og myndað einn ógeðslegan Afturhaldsflokk svo að við þurfum ekki að hlusta á 3 menn frá sama þjóðrembuullarsokkabændaklíkuflokknum!)
LOKSINS GETUR MAÐUR SAGT FRAMSÓKNARLAUST ÍSLAND 2007!!!
HLJÓMAR VEL - EKKI SATT!!!
Þegar svo kosningarnar voru afstaðnar vildi Framsókn ekkert með hina flokkana hafa og þegar ljóst var að það vaR ekki vilji fyrir áframhaldandi stjórnarviðræðum, þá móðga vinstri grænir Framsókn með alveg hreint einni bjánalegustu ,,nú skýt ég mig í fótinn" stjórnmálaskákleik í sögu hugtaksins fulltrúarlýðræði - sem gekk út á það að Framsókn styddi minnihlutastjórn Samfylkingar og VG. Hvernig í andskotanum á það að vera trúverðugt þegar þessir tveir (og nú kemur sprengjan) TÆKIFÆRISFLOKKAR halda því fram að Ingibjörg Sólrún sé að missa af sögulegu tækifæri til að mynda vinstri stjórn. Á hverju ætti sú stjórn að byggja? Eru ekki allar líkur á því að eftir þá hörmung (miðað við átök/stríð VG og Framsóknar) þá myndi Sjálfstæðisflokkurinn fara næri því að fá hreinan meirihluta í næstu kosningum á eftir!!!
Björn Ingi Hrafnsson kemur síðan með algjört Punch line fyrir því hvers vegna þessir flokkar ættu einmitt að mynda stjórn - þegar hann fer yfir hugsanlegan málefnasamning sem er svo auðleystur að hann er jafnvel ánægjulegari fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur en ef að núverandi stjórn hefði haldið með miklum meirihluta og Framsókn hefði einu sinni enn sagt ,,Já og Amen" við öllu, beygt sig fram og tekið það ósmurt frá Valhöll. Það besta við hann er samt eiginlega það, að flest eru þetta mál sem Framsókn vildi setja fram en gátu ekki
Sjá:
1. Evrópumálin - hlegið að Framsókn.
2. Írak - hlegið að Framsókn.
3. Málsskotréttur forseta - þar er Framsókn á sömu skoðun og Samfylkingin og ætti því ekki að vera að benda á það (fyrir utan það að þetta er tittlingaskítur).
4. Íbúðalánasjóður einkavæddur - þetta þarf að ná samkomulag um, rétt eins og í því stjórnarsamstarfi sem nú er að líða undir lok.
5. Sérstakur hátekjuskattur - verður leyst auðveldlega eins og sjá mátti í þætti um skattamál fyrir kosningar.
6. Ókeypis skólabækur - erum við virkilega að ræða þetta sem vandamál sem getur staðið í vegi fyrir því að þessir flokkar nái saman???
7. Skattar á lífeyrisgreiðslur lækkaðir niður í 10% - Samfylkingin vildi þetta og ég get ekki séð að eldri kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, Garðabæ, Vesturbæ og á Seltjarnarnesi muni mótmæla harðlega (margir af þeim sem nú þiggja eða eru við það að fara að þiggja greiðslurnar og eru háttsettir innan flokksins).
8. Lög um eftirlaun æðstu ráðamanna tekin til endurskoðunar - eins og átti að gera hvort sem var og allir flokkar samþykkir því fyrir kosningar.
Það eru aldeilis höggin sem Björn Ingi lætur dynja á verðandi stjórnarflokkum - ég óttast borgaralega uppreisn, jafnvel stjórnarkreppu strax!
Svo mega menn alveg kalla stjórnina Baugsstjórnina, enda séð fram á það að hagur almennings muni batna stórkostlega, sérstaklega þegar að landbúnaðarkerfið verður tekið í gegn og höftum og tollum aflétt af erlendum landbúnaðarvörum - en þá er líka rétt að kalla fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar 11/11 stjórnina framvegis.
Að lokum legg ég til að Framsókn verði umhverfisvæn og gangi inn í VG (fyrst að allir þar eru svona góðir vinir og sárir við Ingibjörgu Sólrúnu og þeir geta tekið Frjálslynda flokkinn með sér og myndað einn ógeðslegan Afturhaldsflokk svo að við þurfum ekki að hlusta á 3 menn frá sama þjóðrembuullarsokkabændaklíkuflokknum!)
LOKSINS GETUR MAÐUR SAGT FRAMSÓKNARLAUST ÍSLAND 2007!!!
HLJÓMAR VEL - EKKI SATT!!!
Efnisorð: Lífið
3 Ummæli:
Eins og talad utur minu hjarta... Framsoknar laust Island hljomar yndislega.
kv,
Ivar Tjorvi
http://animation.speakfree.net/video/sott/wmv/ghtw.wmv
Hahaha!
Ef að fólkið trúir á þennan Guð, þá segi ég nú bara ,,Guð blessi Ameríku"
Er þetta bein afleiðing siðlausrar frjálshyggju? :)
Kv.Bjarni
PS. Það er nú óþarfi að bölva öllum heiminum þó að Ólafur Þórðarson sé algjört fífl!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim