laugardagur, ágúst 04, 2007

Í hnotskurn

1. Sá Anderson spila sinn fyrsta leik fyrir Manutd gegn Doncaster í gær. Hann var alltof þungur, hægur og hreinlega lélegur - en ég gef honum þetta ár í aðlögun.
Pique og Johnny Evans komu hins vegar ótrúlega vel út sem miðvarðapar og ég held að Ferguson sé að gera mistök með því að kalla þá strax aftur heim, því að þeir eru ekki að fara að spila mikið.
Johnny Evans hefði t.d. verið fastamaður í Sunderland vörninni og það hefði verið góð reynsla að ströggla í ár með nýliðunum til að sjá úr hverju hann er gerður. Pique hefur styrkst mikið við það að spila á Spáni í heilt ár og það hefði verið tilvalið að lána hann hreinlega með Evans til Sunderland. Besti maður United liðsins var svo Darron Gibson sem ég er nokkuð vissum að við munum heyra meira af á næstu árum.

2. Mér hefur aldrei þótt Björk vera skemmtilegur listamaður, en hún bjargaði gærdeginum með því að hjóla meðfram Ægisíðunni í þröngum skær appelsínugulum og svörtum galla - minnti á góðvin okkar Tuma tígur (Tigger).

3. Tevez málið að klárast - ykkur er frjálst að tjá ykkur um mál sem hafa verið jafn langdregin og leiðinleg.

4. Stefán Snævarr svarar Hannesi í Lesbók dagsins - fín lesning og væntanlega munu þeirra rökræður halda áfram fram að jólum.

5. Liverpool menn kætast gríðarlega yfir fyrsta marki Torres-ar. Ég er tilbúinn til að skrifa undir það að Torres mun ekki fá mörg álíka auðveld hlaup og færi í Úrvalsdeildinni.

6. Mér finnst athyglisvert hversu marga æfingaleiki Manutd ætla að spila fyrir seasonið. Spiluðu við Doncaster í gær, Peterborough í dag, Chelsea á morgunn og svo tvo æfingaleiki á miðvikudaginn - það er ljóst að hópurinn er mjög stór.

7. Sáttur að vera laus við Smith en mjög ósáttur með söluna á Rossi. Hefðum átt að halda honum auk þess sem kaupverðið er algjört grín.

8. Hefur einhver farið að sjá Simpson myndina? Mig langar að fara, en er hræddur um vonbrigði.

9. Fljúgandi diskar á markað í framtíðinni. Getur svifið í þriggja metra hæð og náð 160 km hraða. Djöfull verður gaman þegar allir ökufantar landsins verða farnir að fljúga um fullir um helgar - fljúgandi inn um svefnherbergisglugga hjá fólki.

10. Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að Dylan hefði gefið leyfi fyrir því að endurhljóðblanda lagið ,,Most likely you´ll go your way (and I´ll go mine)" og gera úr því hiphop lag. Ég er nú ekkert sérstaklega hrifinn af þeirri hugmynd, en persónulega ef einhver hefði miðað byssu að mér og beðið mig um það þá hefði ég tekið líklega gert það sama og The Roots ,,Masters of War eða dubbað upp Just Like Tom Thumb's Blues, Girl From The North Country , I Threw It All Away , Most of the time, Hurricane, Corrina, Corrina , Love Minus Zero/No Limits, vona fyrir utan augljósa risaslagara - þegar maður hugsar út í það þá eru ótrúlega mörg hiphopvæn Dylan lög.
Þessi útgáfa Bryan Ferry af laginu Gates of Eden hefði t.d. getað endað sem hiphop lag... vona samt að ég sé ekki að gefa einhverjum ósvífnum óhörðnuðum tónlistarperrum slæma hugmynd.

11. Dong skoraði áðan fyrir ,,varalið" Manutd gegn Peterborough... það væri gaman að sjá sölutölur frá Asíu eftir komu hans eftir áramót. En svona í fullri alvöru þá er þessi maður algjört djók og skömm af því að Manutd sé að nota hann á þennan hátt

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim