miðvikudagur, júlí 18, 2007

Örsaga úr daglegu lífi

Við lifum á tímum þar sem sumt háskólamenntað fólk getur ekki talið upp einstaka ráðherra landsins. Ég lenti hins vegar í skemmtilegri uppákomu þar sem ég vildi óska að ég hefði verið hálfri mínútu of lengi í sturtu. Þegar ég kem út úr World Class geng ég framhjá Geir H. Haarde - tæpri hálfri mínútu seinna hefur hópur drengja á aldrinum 7-10 ára (á einhvers konar leikjanámskeiði sem átti leið hjá) hljómfagran fjöldasöng sem hljómaði eftirfarandi ,,Geir H. Haarde, Geir H. Haarde, Geir H. Haarde fer í leikfimi"... djöfull vildi ég að ég hefði séð svipinn á forsætisráðherra sem heyrði þetta pottþétt.


Að lokum: Það hefur oft komið fram á þessari síðu hversu gaman ég hef af stuðningsmönnum Liverpool. Þessi færsla sýnir í hnotskurn það sem ég á við. Hér er því haldið fram að Liverpool muni komast ansi nálægt því að landa titlinum með núverandi hópi sínum. Það vekur þó athygli að aðeins eitt nýtt nafn hefur bæst við í byrjunarliðið frá síðasta tímabili (ef frá er skilinn Kewell sem var meiddur nánast allt tímabilið) sem endaði 21 stigi á eftir Manutd og einhverjum 15 stigum á eftir Chelsea.
Þegar litið er til kaupa Chelsea og Manutd í sumar, þarf maður að nota ansi sterk Liverpool gleraugu til að sjá það að liðið hafi styrkt sig meira en liðin sem enduðu fyrir ofan. Það má svo bæta því við að sennilega verður Chelsea ekki jafn óheppið með meiðsli og á síðasta tímabili og raunar spái ég því að þrátt fyrir öll kaup Manutd (þ.m.t. Tevez kaupin) muni Chelsea sigra deildina. Ef að ég væri Liverpool aðdáandi mundi ég aðeins fara fram á það að liðið mitt spilaði fallega sóknarknattspyrnu og spilaði ekki með 5 miðjumenn á útivelli gegn slakari liðum deildarinnar.

Efnisorð: ,

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Var að lesa þennan pistill á Liverpool síðunni... bara Torres búinn að bætast í byrjunarliðið.. og menn að springa úr gleði.

En afhverju voru krakkarnir að syngja þetta?

kv,
Ívar

18 júlí, 2007 15:03  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Stemmningin! Þau sáu Geir H. Haarde á leiðinni í World Class og eins og góðir stuðningsmenn í Englandi hefðu gert - þá var búið til hressilegt lag að því tilefni.
Það minnti mjög á lagið ,,When The Saints Go Marching In" - svo að þið getið ímyndað ykkur stemmninguna.

18 júlí, 2007 15:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Snilldin ein þetta með krakkana.

19 júlí, 2007 11:25  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já, þetta var mjög hressandi eins og Barði myndi segja. Hann mætir einmitt í World Class.

19 júlí, 2007 16:58  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já, þetta var mjög hressandi eins og Barði myndi segja. Hann mætir einmitt í World Class.

19 júlí, 2007 16:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég þarf greinilega að fara að mæta í wc.. þar er stuðið!

19 júlí, 2007 22:43  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim